Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2016 15:34 Fólk í dreifbýlinu sér fyrir sér það að þurfa að vaða mannaskít í sumar, hvert sem farið er. Vorboðinn ljúfi er kúkandi túristi. Þetta segir Helga Kvam, tónlistarmaður og ljósmyndari, sem keyrði fram á einn slíkan á heimreiðinni. Hún býr í dreifbýli, í Eyjafirði skammt frá Akureyri. „Já, sumarið er komið. Fyrsti túristi þessa árs gripinn með buxurnar niðrum sig á heimreiðinni. Hvar á þetta fólk eiginlega að kúka?“ spyr Helga.Keyrði fram á túrista með allt niðrum sig Hún var að keyra frá heimili sínu snemma morguns. Og þá var hann á miðri heimreiðinni, eða úti í vegakanti þegar Helga keyrði fram á hann. Ferðamaðurinn reis upp þar sem hún fór hjá, og girti sig.Í nýrri skýrslu er talað um að salernisaðstaða sé víða hreinlega ekki til staðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Bítinu í morgun að um 200-300 milljónum króna væri verið að verja í bragarbót í þeim málum.Helga, og fjölmargir aðrir sem tjá sig á Facebooksíðu hennar, hugsa með hryllingi til komandi sumars. Sjá fyrir sér það að þurfa að vaða mannaskít hvert sem farið verður. Ástandið var slæmt í fyrra. Þá komu 1,3 milljón ferðamanna til landsins. Nú er gert ráð fyrir 1,7 milljón ferðamönnum. Og litlar úrbætur hafa verið gerð í tíð þess ráðherra sem ber ábyrgð á ferðamálum, Ragnheiði Elínu Árnadóttur.Ófremdarástandi lýst í nýrri skýrslu Í nýútkominni skýrslu verkfræðistofunnar Eflu, sem Stjórnstöð ferðamála óskaði eftir, kemur fram að um hálfgert neyðarástand sé að ræða: „Við marga af helstu ferðamannastöðum landsins er salernisaðstaða mjög fátækleg og sumstaðar hreinlega ekki til staðar. Þar sem hún er til staðar er hún oft á höndum einkaaðila sem bjóða upp á salerni fyrir sína viðskiptavini, t.d. bensínsstöðvar, matsölustaðir og minjagripabúðir. Utan hefðbundins opnunartíma, t.d. um nætur, á frídögum og á veturna er þessi aðstaða víða lokuð og versnar þá aðgengi að salernum til muna,“ segir meðal annars í skýrslunni:Skilti sem þessi eru líkast til skammgóður vermir. Þegar mönnum verður brátt í brók, þá er það bara þannig.„Viðmælendur voru allir sammála um að mikill skortur er um allt land á boðlegum almenningssalernum sem eru undir eftirliti þjónustuaðila og opin eru allan sólarhringinn alla daga ársins.“Sjá nánar skýrsluna hér.Hraukurinn á miðri heimkeyrslunni En, Helga þarf svo sem enga skýrslu til að láta segja sér þetta. „Í fyrra vorum við að taka eftir þessu út um allt og steininn tók úr þegar hraukurinn var í miðri innkeyrslunni.“ Helga lýsir því að þetta sé sérstaklega þegar fólk er að keyra austurleiðina, sé kannski að koma frá Egilsstöðum snemma dags eða að nóttu; þá er nákvæmlega engin aðstaða á leiðinni. „Ekkert klósettstopp fyrr en á Akureyri. Ef þú ert að keyra frá Egilsstöðum, þá ertu í djúpum skít í orðsins fyllstu,“ segir Helga og kallar eftir úrbótum.Helga Kvam. Vorboðinn ljúfi er túristi að kúka í heimkeyrslunni.„Þetta er í öllum vegaköntum. Við í dreifbýlinu sækjum póstinn okkar út að vegi og þar eru vegsummerkin, klósettpappír út um allt.“Jónasarlundur orðinn útskitið ógeð Helga fer sem ljósmyndari víða og hún segir að lautunum sem menn geta hætt sér í fari mjög fækkandi. „Á leiðinni inn í Akureyri er skógarreitur og grínlaust, við neðra bílastæðið þar er klósettpappírsrúlla á trjágrein. Jónasarlundur er útskitinn, mannaskítur út um allt og algjört ógeð.“ Helga segir þetta eiga við um dreifbýlið allt. Sérstaklega þar sem langt er á milli þjónustustaða. Og þessir litlu camperar, eða húsbílar, þeir eru ekki með ferðaklósett. „Nú, ef fólki verður brátt í brók, þá er það bara þannig. Ef við erum að taka á móti þessu fólki þá verðum við að gera það almennilega. Þetta er ekki fólki bjóðandi. Við erum að rukka fyrir gistingu, sem kostar kannski annað nýrað og það er engin þjónusta,“ segir Helga.Sum svæði á hendi sveitarfélaga Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sat fyrir svörum í Bítinu í morgun þar sem salernisaðstaða fyrir ferðamenn um land allt var til umræðu. Þar sagði Ragnheiður Elín meðal annars að verið væri að verja 200-300 milljónum króna í uppbyggingu á salernisaðstöðu í augnablikinu. Þá væri það einfaldlega þannig að á ákveðnum stöðum, svo sem Jökulsárlóni og Seljavallalaug, væri það ekki upp á stjórnvöld að klaga að bæta úr þeim efnum. Sama gilti um Seljalandsfoss. „Sveitarfélagið sem hefur umsjón með þeim stað þarf að girða sig í brók og klára þetta,“ sagði Ragnheiður en viðtalið má finna hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira
Vorboðinn ljúfi er kúkandi túristi. Þetta segir Helga Kvam, tónlistarmaður og ljósmyndari, sem keyrði fram á einn slíkan á heimreiðinni. Hún býr í dreifbýli, í Eyjafirði skammt frá Akureyri. „Já, sumarið er komið. Fyrsti túristi þessa árs gripinn með buxurnar niðrum sig á heimreiðinni. Hvar á þetta fólk eiginlega að kúka?“ spyr Helga.Keyrði fram á túrista með allt niðrum sig Hún var að keyra frá heimili sínu snemma morguns. Og þá var hann á miðri heimreiðinni, eða úti í vegakanti þegar Helga keyrði fram á hann. Ferðamaðurinn reis upp þar sem hún fór hjá, og girti sig.Í nýrri skýrslu er talað um að salernisaðstaða sé víða hreinlega ekki til staðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Bítinu í morgun að um 200-300 milljónum króna væri verið að verja í bragarbót í þeim málum.Helga, og fjölmargir aðrir sem tjá sig á Facebooksíðu hennar, hugsa með hryllingi til komandi sumars. Sjá fyrir sér það að þurfa að vaða mannaskít hvert sem farið verður. Ástandið var slæmt í fyrra. Þá komu 1,3 milljón ferðamanna til landsins. Nú er gert ráð fyrir 1,7 milljón ferðamönnum. Og litlar úrbætur hafa verið gerð í tíð þess ráðherra sem ber ábyrgð á ferðamálum, Ragnheiði Elínu Árnadóttur.Ófremdarástandi lýst í nýrri skýrslu Í nýútkominni skýrslu verkfræðistofunnar Eflu, sem Stjórnstöð ferðamála óskaði eftir, kemur fram að um hálfgert neyðarástand sé að ræða: „Við marga af helstu ferðamannastöðum landsins er salernisaðstaða mjög fátækleg og sumstaðar hreinlega ekki til staðar. Þar sem hún er til staðar er hún oft á höndum einkaaðila sem bjóða upp á salerni fyrir sína viðskiptavini, t.d. bensínsstöðvar, matsölustaðir og minjagripabúðir. Utan hefðbundins opnunartíma, t.d. um nætur, á frídögum og á veturna er þessi aðstaða víða lokuð og versnar þá aðgengi að salernum til muna,“ segir meðal annars í skýrslunni:Skilti sem þessi eru líkast til skammgóður vermir. Þegar mönnum verður brátt í brók, þá er það bara þannig.„Viðmælendur voru allir sammála um að mikill skortur er um allt land á boðlegum almenningssalernum sem eru undir eftirliti þjónustuaðila og opin eru allan sólarhringinn alla daga ársins.“Sjá nánar skýrsluna hér.Hraukurinn á miðri heimkeyrslunni En, Helga þarf svo sem enga skýrslu til að láta segja sér þetta. „Í fyrra vorum við að taka eftir þessu út um allt og steininn tók úr þegar hraukurinn var í miðri innkeyrslunni.“ Helga lýsir því að þetta sé sérstaklega þegar fólk er að keyra austurleiðina, sé kannski að koma frá Egilsstöðum snemma dags eða að nóttu; þá er nákvæmlega engin aðstaða á leiðinni. „Ekkert klósettstopp fyrr en á Akureyri. Ef þú ert að keyra frá Egilsstöðum, þá ertu í djúpum skít í orðsins fyllstu,“ segir Helga og kallar eftir úrbótum.Helga Kvam. Vorboðinn ljúfi er túristi að kúka í heimkeyrslunni.„Þetta er í öllum vegaköntum. Við í dreifbýlinu sækjum póstinn okkar út að vegi og þar eru vegsummerkin, klósettpappír út um allt.“Jónasarlundur orðinn útskitið ógeð Helga fer sem ljósmyndari víða og hún segir að lautunum sem menn geta hætt sér í fari mjög fækkandi. „Á leiðinni inn í Akureyri er skógarreitur og grínlaust, við neðra bílastæðið þar er klósettpappírsrúlla á trjágrein. Jónasarlundur er útskitinn, mannaskítur út um allt og algjört ógeð.“ Helga segir þetta eiga við um dreifbýlið allt. Sérstaklega þar sem langt er á milli þjónustustaða. Og þessir litlu camperar, eða húsbílar, þeir eru ekki með ferðaklósett. „Nú, ef fólki verður brátt í brók, þá er það bara þannig. Ef við erum að taka á móti þessu fólki þá verðum við að gera það almennilega. Þetta er ekki fólki bjóðandi. Við erum að rukka fyrir gistingu, sem kostar kannski annað nýrað og það er engin þjónusta,“ segir Helga.Sum svæði á hendi sveitarfélaga Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sat fyrir svörum í Bítinu í morgun þar sem salernisaðstaða fyrir ferðamenn um land allt var til umræðu. Þar sagði Ragnheiður Elín meðal annars að verið væri að verja 200-300 milljónum króna í uppbyggingu á salernisaðstöðu í augnablikinu. Þá væri það einfaldlega þannig að á ákveðnum stöðum, svo sem Jökulsárlóni og Seljavallalaug, væri það ekki upp á stjórnvöld að klaga að bæta úr þeim efnum. Sama gilti um Seljalandsfoss. „Sveitarfélagið sem hefur umsjón með þeim stað þarf að girða sig í brók og klára þetta,“ sagði Ragnheiður en viðtalið má finna hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira