Viðreisn hefur fengið úthlutað listabókstafnum C fyrir Alþingiskosningar sem að öllum líkindum verða í haust.
Áður hefur verið greint frá því að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verði formlega stofnaður á fundi í Hörpu þann 24. maí næstkomandi en þar verður kosin stjórn og stefnuyfirlýsing samþykkt.
Stofnun Viðreisnar hefur verið í burðarliðnum um nokkurt skeið en fylgi við flokkinn fór í fyrsta sinn yfir 2 prósent í Þjóðarpúlsi Gallup í apríl síðastliðnum.
