Flugvélin var skotin niður á flugi yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem eru hliðhollir Rússlandi í austurhluta Úkraínu þann 17. júlí 2014. Allir farþegar og áhöfn, alls 298 manns, létu lífið. 28 Ástralar voru um borð í flugvélinni sem var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur.
Samkvæmt Sky News koma ættingjar farþega frá Ástralíu, Malasíu og Nýja-Sjálandi að lögsókninni.
Hollensk rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að flugvélin hefði verið skotin niður með eldflaug af rússneskri gerð. Rússar þvertóku þó fyrir það og fóru fram á nýja rannsókn sem gerð yrði af Sameinuðu þjóðunum.