Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. maí 2016 11:53 Sigmundur Davíð var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur ekki liggja á kosningum í haust. Hann var í viðtali á Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Sigmundur Davíð segist hafa sagt af sér til að loka ákveðnum leiðum gagnvart þeim sem töldu sig, eftir þeim, getað sett ríkisstjórnina af. Afsögn hans var mótleikur við því. „Þó enn séu einhverjir með hugmyndir um kosningar í haust,“ sagði Sigmundur svo. Páll spurði Sigmund út í orðalag hans þar sem margir hafa gengið út frá því að kosningarnar hafi verið ákveðnar. Páll vísaði í orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannessonar, forsætisráðherra, þegar þeir sögðu frá nýrri ríkisstjórn um kosningar í haust. Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína. „Það er rétt að þeir sögðu að þeir væru reiðubúnir til að ræða það að kosningar færu fram snemma og nefndu haustið í því samhengi. En þeir voru mjög skýrir með það að þetta yrði ef, og einungis ef, að öll mál næðu að klárast.“ Sigmundur segir að það þurfi að vera afstaða beggja stjórnarflokkanna til að til kosninga komi. „Það sem ég heyri á fólki og ekki bara í mínum flokki, þingmönnum annarra flokka, margra annarra flokka í þinginu að menn telji ekki viturlegt að fara í kosningar akkúrat þegar við erum á þeim tímapunkt að geta farið í þessa miklu sókn.“ Sigmundur segir Bjarna aldrei hafa óskað eftir því við hann að hann segði af sér. Hann fór fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann heiðarlegan og góðan mann. Hins vegar hafi einhverjir þingmenn stjórnarflokkana viljað nýta sér aðstæður til þess að stokka upp í eigin flokkum. Sigmundur segist ætla að vera áfram í pólitík á meðan hann telur sig áfram geta gert gagn. Hann vonast til þess að Framsóknarmenn komi áfram til með að styðja sig í embætti formanns flokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur ekki liggja á kosningum í haust. Hann var í viðtali á Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Sigmundur Davíð segist hafa sagt af sér til að loka ákveðnum leiðum gagnvart þeim sem töldu sig, eftir þeim, getað sett ríkisstjórnina af. Afsögn hans var mótleikur við því. „Þó enn séu einhverjir með hugmyndir um kosningar í haust,“ sagði Sigmundur svo. Páll spurði Sigmund út í orðalag hans þar sem margir hafa gengið út frá því að kosningarnar hafi verið ákveðnar. Páll vísaði í orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannessonar, forsætisráðherra, þegar þeir sögðu frá nýrri ríkisstjórn um kosningar í haust. Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína. „Það er rétt að þeir sögðu að þeir væru reiðubúnir til að ræða það að kosningar færu fram snemma og nefndu haustið í því samhengi. En þeir voru mjög skýrir með það að þetta yrði ef, og einungis ef, að öll mál næðu að klárast.“ Sigmundur segir að það þurfi að vera afstaða beggja stjórnarflokkanna til að til kosninga komi. „Það sem ég heyri á fólki og ekki bara í mínum flokki, þingmönnum annarra flokka, margra annarra flokka í þinginu að menn telji ekki viturlegt að fara í kosningar akkúrat þegar við erum á þeim tímapunkt að geta farið í þessa miklu sókn.“ Sigmundur segir Bjarna aldrei hafa óskað eftir því við hann að hann segði af sér. Hann fór fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann heiðarlegan og góðan mann. Hins vegar hafi einhverjir þingmenn stjórnarflokkana viljað nýta sér aðstæður til þess að stokka upp í eigin flokkum. Sigmundur segist ætla að vera áfram í pólitík á meðan hann telur sig áfram geta gert gagn. Hann vonast til þess að Framsóknarmenn komi áfram til með að styðja sig í embætti formanns flokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent