Bandarísku sjóðirnir þurfa að þola 36% afföll Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2016 13:00 Skerðingin sem bandarísku fjárfestingarsjóðirnir þurfa að þola samkvæmt lögum um aflandskrónur nemur 36 prósentum en skerðingin nemur 116-119 milljörðum króna miðað við gefnar forsendur. Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, annar í Boston og hinn á Wall Street, kölluðu eftir aflandskrónufrumvarpi sem endurspeglaði meðalhóf en þeir telja ríkið ganga of langt fram í skerðingu eignarréttar með lögunum. Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri grænna og Píratar sátu hjá en þingmenn Bjartar framtíðar og Samfylkingar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Fulltrúar Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn stjórnarskránni að því er fram kemur í umsögn þeirra. Hagsmunirnir sem eru undir fyrir þessa tvo sjóði vegna þess sem hefur nú verið skilgreint sem „aflandskrónur“ samkvæmt frumvarpinu er um þriðjungur heildarupphæðarinnar eða rösklega 100 milljarðar króna. Afarkostir Frumvarp um aflandskrónur tekur til 320 milljarða króna aflandskrónueigna sem eru aðallega í eigu fjögurra erlendra fjárfestingarsjóða. Þessum sjóðum og öðrum eigendum aflandskróna eru settir afarkostir. Þeim verður boðið að skipta krónueignum sínum þar sem miðað er við gengið 220 krónur á móti einni evru eða sæta því að fjármunirnir verði læstir á bankareikningum sem bera 0,5% vexti ef þeir ganga ekki að tilboði ríkisins. Samkvæmt útreikningum fréttastofunnar eru þessir sjóðir að taka á sig 36% afföll miðað við markaðsverðmæti krónueignanna. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands reiknaði út að skerðingin sem þeir gætu þurft að þola væri um 116 milljarðar króna. Þetta kom fram í viðtali við Ásgeir í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Það er skerðing upp á 36,3% sem er sama og útreikningar fréttastofu. Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni en hann má skerða í þágu almannahagsmuna. Þegar skerðing á eignaréttindum er annars vegar getur löggjafinn hins vegar ekki gengið lengra en nauðsynlegt er til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt með skerðingunni.Tilgangurinn að verja almannahagsmuni Almannahagsmunir eru undir enda er tilgangur frumvarpsins að losa um stöður í krónum. Gengisstöðugleiki og fyrirsjáanleiki þegar þróun gengis íslensku krónunnar er annars vegar er mikilvægur til að tryggja lífskjör almennings á Íslandi. Um þetta snýst málið í hnotskurn. Að tryggja að þegar kemur að því að skipta þessum krónum í gjaldeyri verði ekki gengisfall sem valdi venjulegu launafólki á Íslandi búsifjum. Þá er bara spurningin, hvernig á að tryggja lausn þessa vandamáls og gæta meðalhófs við skerðingu á réttindunum sem eru undir? Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital halda því fram í umsögn um frumvarpið að það brjóti gegn stjórnarskránni því skilyrði fyrir skerðingu eignaréttarins þannig að meðalhófs sé gætt eru ekki uppfyllt. Pétur Örn Sverrisson lögmaður sjóðanna segir að draga megi þá ályktun af lagafrumvarpinu að tilgangur þess sé tekjuöflun fyrir ríkissjóð en ekki stjórntæki til að losa gjaldeyrishöft. „Í fyrsta lagi er rétt að benda á að menn gefa sér að þörfin til að ganga svona langt sé til staðar. Það er ekki nokkur fjármálaleg eða efnahagsleg greining sem fylgir frumvarpinu sem réttlætir þörf á að ganga svona langt gagnvart aflandskrónueigendum. Það er óumdeilt að í frumvarpinu eru margháttaðar skerðingar á eignarréttindum. Til dæmis er óheimilt að veðsetja hinar svokölluðu aflandskrónur, sem nú fyrst eru skilgreindar. Svo ef menn ganga ekki að þeim afarkostum sem eru settir þá fara fjármunir þeirra inn á læsta reikninga,“ segir Pétur. Pétur Örn Sverrisson hæstaréttarlögmaður.Frumvarpið er orðið að lögum og því blasir við að sjóðirnir þurfa að taka við skerðingunni eða færa fjármuni sína á lágvaxtareikninga Seðlabankans og freista þess að láta reyna á réttindi sín fyrir dómstólum. Pétur segir að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Hann segir að sjóðirnir hafi kallað eftir lausnum sem endurspegla meðalhóf. „Það var ekki gerð tilraun til þess að ná þessum markmiðum með vægari hætti,“ segir hann.Tekjuöflun fyrir ríkissjóð Pétur segir fyrirkomulag bindiskyldunnar afhjúpa tekjuöflunartilgang ríkissjóðs en ekki leið að markmiði. Sjóðirnir hafi lagt fram tillögur að lausn vandans sem ógni ekki greiðslujöfnuði Íslands en ekkert mark hafi verið tekið á þeim. „Það er tvennt mjög sérstakt. Það er sett 100 prósent bindiskylda á þessa fjármuni. Ef menn kjósa að vera með fé í viðskiptabanka þá þarf viðkomandi viðskiptabanki að setja jafnháa fjárhæð til Seðlabankans í innistæðubréf bankans á hálft prósent vöxtum. Það sem er áhugavert er að í frumvarpinu er rakið að þetta muni ekki kosta ríkið nokkurn skapaðan hlut því það sé tryggt að innistæðubréfin séu alltaf á lægri vöxtum en fjármunir á sjö daga bundnum innlánum. Þetta þýðir í reynd að það er verið að fjármagna ríkissjóð með þessum peningum,“ segir Pétur. Hann segir að skilgreiningin á aflandskrónum í frumvarpinu sé víðari en það sem áður hafi komið fram þótt aflandskrónur séu fyrst skilgreindar í settum lögum núna. Það sé gert í því skyni að reyna að ná því markmiði að um sé að ræða almenna skerðingu. „Við teljum hins vegar að það sé fjarri því að því markmiði sé náð. Þetta er sértæk skerðing.“ Davíð Þór Björgvinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands vann minnisblað um frumvarpið þar sem hann rekur þann áskilnað og þær kröfur sem stjórnarskráin og Mannréttindasáttmáli Evrópu gera varðandi skerðingu eignarréttar og jafnræðisreglu. Síðan segir: „Undirritaður telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum samkvæmt ákvæðum frumvarpsins standist (…) grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Skerðingin sem bandarísku fjárfestingarsjóðirnir þurfa að þola samkvæmt lögum um aflandskrónur nemur 36 prósentum en skerðingin nemur 116-119 milljörðum króna miðað við gefnar forsendur. Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, annar í Boston og hinn á Wall Street, kölluðu eftir aflandskrónufrumvarpi sem endurspeglaði meðalhóf en þeir telja ríkið ganga of langt fram í skerðingu eignarréttar með lögunum. Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri grænna og Píratar sátu hjá en þingmenn Bjartar framtíðar og Samfylkingar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Fulltrúar Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn stjórnarskránni að því er fram kemur í umsögn þeirra. Hagsmunirnir sem eru undir fyrir þessa tvo sjóði vegna þess sem hefur nú verið skilgreint sem „aflandskrónur“ samkvæmt frumvarpinu er um þriðjungur heildarupphæðarinnar eða rösklega 100 milljarðar króna. Afarkostir Frumvarp um aflandskrónur tekur til 320 milljarða króna aflandskrónueigna sem eru aðallega í eigu fjögurra erlendra fjárfestingarsjóða. Þessum sjóðum og öðrum eigendum aflandskróna eru settir afarkostir. Þeim verður boðið að skipta krónueignum sínum þar sem miðað er við gengið 220 krónur á móti einni evru eða sæta því að fjármunirnir verði læstir á bankareikningum sem bera 0,5% vexti ef þeir ganga ekki að tilboði ríkisins. Samkvæmt útreikningum fréttastofunnar eru þessir sjóðir að taka á sig 36% afföll miðað við markaðsverðmæti krónueignanna. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands reiknaði út að skerðingin sem þeir gætu þurft að þola væri um 116 milljarðar króna. Þetta kom fram í viðtali við Ásgeir í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Það er skerðing upp á 36,3% sem er sama og útreikningar fréttastofu. Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni en hann má skerða í þágu almannahagsmuna. Þegar skerðing á eignaréttindum er annars vegar getur löggjafinn hins vegar ekki gengið lengra en nauðsynlegt er til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt með skerðingunni.Tilgangurinn að verja almannahagsmuni Almannahagsmunir eru undir enda er tilgangur frumvarpsins að losa um stöður í krónum. Gengisstöðugleiki og fyrirsjáanleiki þegar þróun gengis íslensku krónunnar er annars vegar er mikilvægur til að tryggja lífskjör almennings á Íslandi. Um þetta snýst málið í hnotskurn. Að tryggja að þegar kemur að því að skipta þessum krónum í gjaldeyri verði ekki gengisfall sem valdi venjulegu launafólki á Íslandi búsifjum. Þá er bara spurningin, hvernig á að tryggja lausn þessa vandamáls og gæta meðalhófs við skerðingu á réttindunum sem eru undir? Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital halda því fram í umsögn um frumvarpið að það brjóti gegn stjórnarskránni því skilyrði fyrir skerðingu eignaréttarins þannig að meðalhófs sé gætt eru ekki uppfyllt. Pétur Örn Sverrisson lögmaður sjóðanna segir að draga megi þá ályktun af lagafrumvarpinu að tilgangur þess sé tekjuöflun fyrir ríkissjóð en ekki stjórntæki til að losa gjaldeyrishöft. „Í fyrsta lagi er rétt að benda á að menn gefa sér að þörfin til að ganga svona langt sé til staðar. Það er ekki nokkur fjármálaleg eða efnahagsleg greining sem fylgir frumvarpinu sem réttlætir þörf á að ganga svona langt gagnvart aflandskrónueigendum. Það er óumdeilt að í frumvarpinu eru margháttaðar skerðingar á eignarréttindum. Til dæmis er óheimilt að veðsetja hinar svokölluðu aflandskrónur, sem nú fyrst eru skilgreindar. Svo ef menn ganga ekki að þeim afarkostum sem eru settir þá fara fjármunir þeirra inn á læsta reikninga,“ segir Pétur. Pétur Örn Sverrisson hæstaréttarlögmaður.Frumvarpið er orðið að lögum og því blasir við að sjóðirnir þurfa að taka við skerðingunni eða færa fjármuni sína á lágvaxtareikninga Seðlabankans og freista þess að láta reyna á réttindi sín fyrir dómstólum. Pétur segir að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Hann segir að sjóðirnir hafi kallað eftir lausnum sem endurspegla meðalhóf. „Það var ekki gerð tilraun til þess að ná þessum markmiðum með vægari hætti,“ segir hann.Tekjuöflun fyrir ríkissjóð Pétur segir fyrirkomulag bindiskyldunnar afhjúpa tekjuöflunartilgang ríkissjóðs en ekki leið að markmiði. Sjóðirnir hafi lagt fram tillögur að lausn vandans sem ógni ekki greiðslujöfnuði Íslands en ekkert mark hafi verið tekið á þeim. „Það er tvennt mjög sérstakt. Það er sett 100 prósent bindiskylda á þessa fjármuni. Ef menn kjósa að vera með fé í viðskiptabanka þá þarf viðkomandi viðskiptabanki að setja jafnháa fjárhæð til Seðlabankans í innistæðubréf bankans á hálft prósent vöxtum. Það sem er áhugavert er að í frumvarpinu er rakið að þetta muni ekki kosta ríkið nokkurn skapaðan hlut því það sé tryggt að innistæðubréfin séu alltaf á lægri vöxtum en fjármunir á sjö daga bundnum innlánum. Þetta þýðir í reynd að það er verið að fjármagna ríkissjóð með þessum peningum,“ segir Pétur. Hann segir að skilgreiningin á aflandskrónum í frumvarpinu sé víðari en það sem áður hafi komið fram þótt aflandskrónur séu fyrst skilgreindar í settum lögum núna. Það sé gert í því skyni að reyna að ná því markmiði að um sé að ræða almenna skerðingu. „Við teljum hins vegar að það sé fjarri því að því markmiði sé náð. Þetta er sértæk skerðing.“ Davíð Þór Björgvinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands vann minnisblað um frumvarpið þar sem hann rekur þann áskilnað og þær kröfur sem stjórnarskráin og Mannréttindasáttmáli Evrópu gera varðandi skerðingu eignarréttar og jafnræðisreglu. Síðan segir: „Undirritaður telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum samkvæmt ákvæðum frumvarpsins standist (…) grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira