Enn bilar sama vél Icelandair: Flugi frá Amsterdam frestað til morguns eftir sjö klukkustunda bið Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2016 19:51 Farþegar Icelandair á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Vísir/Aðsend „Fluginu hefur verið frestað til morguns,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um Boeing 767 farþegaþotu flugfélagsins sem átti að leggja af stað frá Schipol-flugvelli í Amsterdam klukkan tvö í dag að staðartíma í Hollandi. Bilun varð hins vegar í rafkerfi vélarinnar sem olli því að ekkert varð úr brottför vélarinnar. Eru farþegar komnir á hótel og áhöfnin í hvíld. Ekki er búið að áætla brottför á morgun og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort önnur vél verði notuð til að flytja farþegana til Íslands.Sama vél og snúið var tvisvar við í síðustu viku Um er að ræða sömu vél og var snúið við skömmu eftir flugtak á leið frá Boston til Íslands á mánudag í síðustu viku og aftur skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli á laugardag. Vélin bættist við flugflota Icelandair í maí. Bilunin sem átti sér stað í síðustu viku var vegna mælitækis í stjórnklefanum sem sýndi að hjólabúnaður vinstra megin hefði ekki fest sem skyldi. Guðjón segir bilunina í dag annars eðlis. Ekki hafi komið til umræðu innan flugfélagsins að leggja vélinni. Farþegaþota frá Icelandair. Vísir/Vilhelm. Farþegar Icelandair þurftu að bíða í töluverðan tíma í farþegaþotunni á Schiphol-flugvelli áður en fluginu var aflýst. Áætluð brottför var klukkan 14 að staðartíma en þeir fóru ekki í vélina fyrr en klukkan 15. Þar sátu þeir í þrjá tíma áður en þeir fóru aftur inn í flugstöð. Þar biðu þeir í um klukkutíma áður en þeir fóru aftur út í vél. Á tíunda tímanum að staðartíma í Hollandi í kvöld fengu farþegarnir tilkynningu um að þeir ættu að fara aftur inn í flugstöð því flugi þeirra hefði verið frestað til morguns og fá þeir gistingu á hóteli á kostnað Icelandair.Farþegar geta sótt um bætur Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 34 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, um 55 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, tæpar 83 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak Boeing 767-vél Icelandair var snúið við á leið sinni til Boston vegna bilunar í hjólabúnaði. 21. maí 2016 19:13 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira
„Fluginu hefur verið frestað til morguns,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um Boeing 767 farþegaþotu flugfélagsins sem átti að leggja af stað frá Schipol-flugvelli í Amsterdam klukkan tvö í dag að staðartíma í Hollandi. Bilun varð hins vegar í rafkerfi vélarinnar sem olli því að ekkert varð úr brottför vélarinnar. Eru farþegar komnir á hótel og áhöfnin í hvíld. Ekki er búið að áætla brottför á morgun og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort önnur vél verði notuð til að flytja farþegana til Íslands.Sama vél og snúið var tvisvar við í síðustu viku Um er að ræða sömu vél og var snúið við skömmu eftir flugtak á leið frá Boston til Íslands á mánudag í síðustu viku og aftur skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli á laugardag. Vélin bættist við flugflota Icelandair í maí. Bilunin sem átti sér stað í síðustu viku var vegna mælitækis í stjórnklefanum sem sýndi að hjólabúnaður vinstra megin hefði ekki fest sem skyldi. Guðjón segir bilunina í dag annars eðlis. Ekki hafi komið til umræðu innan flugfélagsins að leggja vélinni. Farþegaþota frá Icelandair. Vísir/Vilhelm. Farþegar Icelandair þurftu að bíða í töluverðan tíma í farþegaþotunni á Schiphol-flugvelli áður en fluginu var aflýst. Áætluð brottför var klukkan 14 að staðartíma en þeir fóru ekki í vélina fyrr en klukkan 15. Þar sátu þeir í þrjá tíma áður en þeir fóru aftur inn í flugstöð. Þar biðu þeir í um klukkutíma áður en þeir fóru aftur út í vél. Á tíunda tímanum að staðartíma í Hollandi í kvöld fengu farþegarnir tilkynningu um að þeir ættu að fara aftur inn í flugstöð því flugi þeirra hefði verið frestað til morguns og fá þeir gistingu á hóteli á kostnað Icelandair.Farþegar geta sótt um bætur Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 34 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, um 55 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, tæpar 83 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak Boeing 767-vél Icelandair var snúið við á leið sinni til Boston vegna bilunar í hjólabúnaði. 21. maí 2016 19:13 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira
Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak Boeing 767-vél Icelandair var snúið við á leið sinni til Boston vegna bilunar í hjólabúnaði. 21. maí 2016 19:13