Engin íslensk kona í hópi þeirra 50 bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 22:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit 2015. Vísir/GVA Íslendingar hafa heldur betur verið stoltir af framgöngu krossfit-stelpnanna okkar í Bandaríkjunum á síðustu árum en enginn þeirra er þó í nógu formi til að vera í einu af fimmtíu efstu sætunum yfir þær íþróttakonur heimsins sem eru í besta forminu í dag.Sports Illustrated hefur tekið saman nýjan topp 50 lista og þrátt fyrir að það séu fulltrúar annarra þjóða en Bandaríkjanna á listanum þá er ekki pláss fyrir okkar stelpur. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit á síðasta ári eftir hörkukeppni við samlanda sinn Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara var lengi í forystu en hún varð á endanum í þriðja sæti. Áður hafði Anníe Mist Þórisdóttir verið fyrsta konan til að vinna þennan titil hraustasta kona heims tvö ár í röð. Ísland á því þrjá af fimm síðustu sigurvegurum kvennakeppninnar. Við söknum vissulega íslensku stelpnanna á listanum enda hraustari í meira lagi en þær fengu ekki náð fyrir augum valnefndar Sports Illustrated. Það er samt fróðlegt að skoða listann hjá Sports Illustrated en þar eru samankomnar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur sem sjá fyrir sér framtíð í íþróttunum. Þar má nefna frábærar íþróttakonur eins og langhlauparann Genzebe Dibaba frá Eþíópíu (47. sæti), knattspyrnukonuna Christie Rampone (44. sæti), skíðakonuna Lindsey Vonn (42. sæti), hollensku sjöþrautakonuna Dafne Schippers (34. sæti), sundkonuna Missy Franklin (20. sæti), bardagakonuna Ronda Rousey (19. sæti) og fimleikakonuna Gabby Douglas (16. sæti) en engin þeirra kemst inn á topp tíu listann.Á topp tíu listanum eru eftirtaldar íþróttakonur: 10. sæti - Kerri Walsh Jennings, standblak 9. sæti - Holly Holm, blandaðar bardagaíþróttir 8. sæti - Maggie Steffens, sundknattleikur 7. sæti - Claressa Shields, box 6. sæti - Gwen Jorgensen, þríþraut 5. sæti - Serena Williams, tennis 4. sæti - Katie Ledecky, sund 3. sæti - Simone Biles, fimleikar 2. sæti - Allyson Felix, frjálsar íþróttir 1. sæti - Jessica Ennis-Hill, frjálsar íþróttir Það er hægt að sjá myndband frá Sports Illustrated um þetta val hér. Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Íslendingar hafa heldur betur verið stoltir af framgöngu krossfit-stelpnanna okkar í Bandaríkjunum á síðustu árum en enginn þeirra er þó í nógu formi til að vera í einu af fimmtíu efstu sætunum yfir þær íþróttakonur heimsins sem eru í besta forminu í dag.Sports Illustrated hefur tekið saman nýjan topp 50 lista og þrátt fyrir að það séu fulltrúar annarra þjóða en Bandaríkjanna á listanum þá er ekki pláss fyrir okkar stelpur. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit á síðasta ári eftir hörkukeppni við samlanda sinn Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara var lengi í forystu en hún varð á endanum í þriðja sæti. Áður hafði Anníe Mist Þórisdóttir verið fyrsta konan til að vinna þennan titil hraustasta kona heims tvö ár í röð. Ísland á því þrjá af fimm síðustu sigurvegurum kvennakeppninnar. Við söknum vissulega íslensku stelpnanna á listanum enda hraustari í meira lagi en þær fengu ekki náð fyrir augum valnefndar Sports Illustrated. Það er samt fróðlegt að skoða listann hjá Sports Illustrated en þar eru samankomnar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur sem sjá fyrir sér framtíð í íþróttunum. Þar má nefna frábærar íþróttakonur eins og langhlauparann Genzebe Dibaba frá Eþíópíu (47. sæti), knattspyrnukonuna Christie Rampone (44. sæti), skíðakonuna Lindsey Vonn (42. sæti), hollensku sjöþrautakonuna Dafne Schippers (34. sæti), sundkonuna Missy Franklin (20. sæti), bardagakonuna Ronda Rousey (19. sæti) og fimleikakonuna Gabby Douglas (16. sæti) en engin þeirra kemst inn á topp tíu listann.Á topp tíu listanum eru eftirtaldar íþróttakonur: 10. sæti - Kerri Walsh Jennings, standblak 9. sæti - Holly Holm, blandaðar bardagaíþróttir 8. sæti - Maggie Steffens, sundknattleikur 7. sæti - Claressa Shields, box 6. sæti - Gwen Jorgensen, þríþraut 5. sæti - Serena Williams, tennis 4. sæti - Katie Ledecky, sund 3. sæti - Simone Biles, fimleikar 2. sæti - Allyson Felix, frjálsar íþróttir 1. sæti - Jessica Ennis-Hill, frjálsar íþróttir Það er hægt að sjá myndband frá Sports Illustrated um þetta val hér.
Íþróttir Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira