Mamma nýliða í NFL-deildinni fékk líka samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 23:30 Eli Apple. Vísir/Getty NFL-deild ameríska fótboltans er heldur betur að breyta lífi Apple-fjölskyldunnar þessa dagana því sonurinn var valinn í NFL-deildina og mamman var ráðinn til að fjalla um NFL-deildina. Eli Apple er tvítugur strákur sem New York Giants valdi númer tíu í nýliðavalinu í sumar en hann kemur úr Ohio State skólanum. Hann spilar stöðu bakvarðar (Cornerback), náði tíunda besta tímanum í 40 jarda í nýliðabúðunum og er því afar sprettharður strákur. Það vissu allir um komu Eli Apple til New York Giants liðsins en Sports Illustrated sagði frá því að hann var ekki sá eini sem var ráðinn í vinnu tengdri NFL-deildinni. Móðir hans, Annie Apple, fékk starf hjá ESPN þar sem hún mun vinna efni fyrir NFL-þátt sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudögum, þátt sem heitir Sunday NFL Countdown show. Annie Apple vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um upplifun sína af nýliðavalinu þar sem sonur hennar var valinn að einu af risastóru félögunum. Hún er bloggari og hefur því skrifað skemmtilega pistla tengdum upplifun sinni sem móður fótboltastráks. Bloggið hennar heitir: „Survivin America: Making it through with humor and hope.” Eftir að Annie skrifaði pistil sinn um NFL-nýliðavalið hefur hún verið gestur í þáttum á vegum ESPN eins og „His & Hers” og „NFL Live.“ Hún hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan húmor og að vera óhrædd við að segja sína skoðun. Hún heillaði alla upp úr skónum í höfuðstöðvum ESPN og vann sér inn skemmtilegt starf í tengslum við NFL-tímabilið sem hefst í september. ESPN ætlar örugglega að nýta sér einstakt sjónvarhorn Annie Apple sem móður NFL-leikmanns og áhugakonu um ameríska fótboltann. NFL Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Sjá meira
NFL-deild ameríska fótboltans er heldur betur að breyta lífi Apple-fjölskyldunnar þessa dagana því sonurinn var valinn í NFL-deildina og mamman var ráðinn til að fjalla um NFL-deildina. Eli Apple er tvítugur strákur sem New York Giants valdi númer tíu í nýliðavalinu í sumar en hann kemur úr Ohio State skólanum. Hann spilar stöðu bakvarðar (Cornerback), náði tíunda besta tímanum í 40 jarda í nýliðabúðunum og er því afar sprettharður strákur. Það vissu allir um komu Eli Apple til New York Giants liðsins en Sports Illustrated sagði frá því að hann var ekki sá eini sem var ráðinn í vinnu tengdri NFL-deildinni. Móðir hans, Annie Apple, fékk starf hjá ESPN þar sem hún mun vinna efni fyrir NFL-þátt sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudögum, þátt sem heitir Sunday NFL Countdown show. Annie Apple vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um upplifun sína af nýliðavalinu þar sem sonur hennar var valinn að einu af risastóru félögunum. Hún er bloggari og hefur því skrifað skemmtilega pistla tengdum upplifun sinni sem móður fótboltastráks. Bloggið hennar heitir: „Survivin America: Making it through with humor and hope.” Eftir að Annie skrifaði pistil sinn um NFL-nýliðavalið hefur hún verið gestur í þáttum á vegum ESPN eins og „His & Hers” og „NFL Live.“ Hún hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan húmor og að vera óhrædd við að segja sína skoðun. Hún heillaði alla upp úr skónum í höfuðstöðvum ESPN og vann sér inn skemmtilegt starf í tengslum við NFL-tímabilið sem hefst í september. ESPN ætlar örugglega að nýta sér einstakt sjónvarhorn Annie Apple sem móður NFL-leikmanns og áhugakonu um ameríska fótboltann.
NFL Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Sjá meira