Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Valur 0-1 | Bikarmeistararnir áfram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2016 21:45 Bikarmeistarar Vals byrja titilvörnina vel í ár en þeir eru komnir áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 1-0 sigur á Fjölni í Pepsi-deildarslag í Grafarvoginum í kvöld. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Grafarvogi í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrr ofan. Sanngjarn sigur Valsmanna en Fjölnismenn komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Vals með þá Rasmus Steenberg Christiansen og Orra Sigurð Ómarsson í fararbroddi. Þetta var mikill baráttuleikur og ekki mikið um færi. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu þegar hann fylgdi á eftir vítaspyrnu sem var varin frá honum.Af hverju vann Valur? Svarið er einfalt. Þeir nýttu færið sitt. Það fátt um fína drætti í þessum leik, að minnsta kosti sóknarlega og ef þú, lesandi góður, ert aðeins með tvo fingur getur þú talið færin í þessum leik. Valur fékk eitt færi þegar Guðjón Pétur Lýðsson tók víti og var hann raunar nærri að klúðra því. Hann var þó heppinn og fékk frákastið og lagði boltann í netið og það mark skyldi að liðin í kvöld. Fjölnismenn fengu sitt færi strax á upphafsmínútum leiksins og líklega hefði leikurinn spilast öðruvísi hefði Marcus Solberg skorað. Það gerði hann hinsvegar ekki og eftir þetta duttu Fjölnismenn nánast úr leiknum, ef frá er talið smá þrýstingur í lokin þar sem Fjölnismenn freistuðu þess að jafna leikinn. Það tókst hinsvegar ekki og mark Guðjóns Péturs skildi liðin að.Þessir stóðu upp úrMiðverðir Vals, þeir Orri Sigurður Ómarsson og Rasmus Steenberg Christiansen áttu stjörnuleik í vörninni og hleyptu Fjölnismönnum í raun aldrei inn í leikinn fyrr en í blálokin þegar heimamenn gerðu allt hvað þeir gátu til þess að jafna. Hjá Fjölni má taka Birni Snæ Ingason út fyrir sviga, hann var sá eini í liði Fjölnis sem sýndi lífsmark lengst af leik og reyndi sitt besta til þess að koma Fjölni í leikinn.Hvað gekk illa?Samvinna Fjölnismanna var það sem stendur upp úr hér. Allt of oft voru leikmenn Fjölnis að reyna eitthvað upp á eigin spýtur frekar en eð vinna saman og það kostaði þá, sérstaklega í sóknarleiknum sem var ekki upp á marga fiska. Það má segja um sóknarleik beggja liða. Hættulegasta færi seinni hálfleiks átti sér stað þegar Daniel Ivanovski hjá Fjölni þegar hann gaf fyrirgjöf sem fauk hættulega að marki. Það segir í raun allt sem segja þarf um sóknarleik beggja liða. Hvað gerist næst?Þessi spurning svarar sér nánast sjálf. Valsmenn eru komnir í hattinn fyrir 16-liða úrslit Borgunarbikarsins og geta því varið titilinn. Fjölnismenn verða ekki í hattinum fræga og geta því einbeitt sér að deildinni. Ólafur hugsi á hliðarlínunni.Vísir/VilhelmÓskamótherjinn dottinn útÓlafur Jóhannesson fagnaði gríðarlega þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka og var augljóslega mjög ánægður með að hafa komist áfram í kvöld. „Ég var mjög ánægður í dag. Við mættum bikarliði, þetta er erfiður útivöllur og við förum áfram. Ég kvarta ekki yfir því.“ Þessi leikur fer seint í sögubækurnar en aðstæður voru erfiðar, rigningarsuddi og hvasst og segir Ólafur það augljóst að það hafi haft áhrif á gæði leiksins. „Við vissum það að þessi völlur er kannski besti völlur landsins og aðstæður buðu ekki upp á mikinn fótbolta.“ Valur er eins og kunnugt er ríkjandi bikarmeistari og er því enn í séns á að verja titilinn. Ólafur á sér óskamótherja en þó verður blaðamaður að hryggja hann með því að það lið er dottið út. „Ég hefði helst vilja fá Einherja á útivelli í næsta leik,“ segir Ólafur.Ágúst Gylfa: Dómarinn réði úrslitum Þjálfari Fjölnismanna var heldur fúll eftir leik og segir að dómari leiksins, Pétur Guðmundsson hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Hann dæmdi umdeilt víti á Fjölnismenn og neitaði þeim um 1-2 víti sem þeir óskuðu eftir. „Hann skildi okkur að hér í kvöld, mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum. Við gerðum tilkall til þess að fá víti en fengum ekki. Það verða einhverjir aðrir að skoða þetta betur,“ segir Ágúst sem hvíldi leikmenn en lykilmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason og Gunnar Má Guðmundsson voru ekki í hóp. „Við hvíldum leikmenn, gáfum yngri leikmönnum séns. Mér fannst þeir standa sig vel. Núna einbeitum við okkur bara að deildinni.“Það var ekkert gefið eftir í leiknum í kvöld. Hér sækja Valsmenn að marki Fjölnis.Vísir/Stefán Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Bikarmeistarar Vals byrja titilvörnina vel í ár en þeir eru komnir áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 1-0 sigur á Fjölni í Pepsi-deildarslag í Grafarvoginum í kvöld. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Grafarvogi í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrr ofan. Sanngjarn sigur Valsmanna en Fjölnismenn komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Vals með þá Rasmus Steenberg Christiansen og Orra Sigurð Ómarsson í fararbroddi. Þetta var mikill baráttuleikur og ekki mikið um færi. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu þegar hann fylgdi á eftir vítaspyrnu sem var varin frá honum.Af hverju vann Valur? Svarið er einfalt. Þeir nýttu færið sitt. Það fátt um fína drætti í þessum leik, að minnsta kosti sóknarlega og ef þú, lesandi góður, ert aðeins með tvo fingur getur þú talið færin í þessum leik. Valur fékk eitt færi þegar Guðjón Pétur Lýðsson tók víti og var hann raunar nærri að klúðra því. Hann var þó heppinn og fékk frákastið og lagði boltann í netið og það mark skyldi að liðin í kvöld. Fjölnismenn fengu sitt færi strax á upphafsmínútum leiksins og líklega hefði leikurinn spilast öðruvísi hefði Marcus Solberg skorað. Það gerði hann hinsvegar ekki og eftir þetta duttu Fjölnismenn nánast úr leiknum, ef frá er talið smá þrýstingur í lokin þar sem Fjölnismenn freistuðu þess að jafna leikinn. Það tókst hinsvegar ekki og mark Guðjóns Péturs skildi liðin að.Þessir stóðu upp úrMiðverðir Vals, þeir Orri Sigurður Ómarsson og Rasmus Steenberg Christiansen áttu stjörnuleik í vörninni og hleyptu Fjölnismönnum í raun aldrei inn í leikinn fyrr en í blálokin þegar heimamenn gerðu allt hvað þeir gátu til þess að jafna. Hjá Fjölni má taka Birni Snæ Ingason út fyrir sviga, hann var sá eini í liði Fjölnis sem sýndi lífsmark lengst af leik og reyndi sitt besta til þess að koma Fjölni í leikinn.Hvað gekk illa?Samvinna Fjölnismanna var það sem stendur upp úr hér. Allt of oft voru leikmenn Fjölnis að reyna eitthvað upp á eigin spýtur frekar en eð vinna saman og það kostaði þá, sérstaklega í sóknarleiknum sem var ekki upp á marga fiska. Það má segja um sóknarleik beggja liða. Hættulegasta færi seinni hálfleiks átti sér stað þegar Daniel Ivanovski hjá Fjölni þegar hann gaf fyrirgjöf sem fauk hættulega að marki. Það segir í raun allt sem segja þarf um sóknarleik beggja liða. Hvað gerist næst?Þessi spurning svarar sér nánast sjálf. Valsmenn eru komnir í hattinn fyrir 16-liða úrslit Borgunarbikarsins og geta því varið titilinn. Fjölnismenn verða ekki í hattinum fræga og geta því einbeitt sér að deildinni. Ólafur hugsi á hliðarlínunni.Vísir/VilhelmÓskamótherjinn dottinn útÓlafur Jóhannesson fagnaði gríðarlega þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka og var augljóslega mjög ánægður með að hafa komist áfram í kvöld. „Ég var mjög ánægður í dag. Við mættum bikarliði, þetta er erfiður útivöllur og við förum áfram. Ég kvarta ekki yfir því.“ Þessi leikur fer seint í sögubækurnar en aðstæður voru erfiðar, rigningarsuddi og hvasst og segir Ólafur það augljóst að það hafi haft áhrif á gæði leiksins. „Við vissum það að þessi völlur er kannski besti völlur landsins og aðstæður buðu ekki upp á mikinn fótbolta.“ Valur er eins og kunnugt er ríkjandi bikarmeistari og er því enn í séns á að verja titilinn. Ólafur á sér óskamótherja en þó verður blaðamaður að hryggja hann með því að það lið er dottið út. „Ég hefði helst vilja fá Einherja á útivelli í næsta leik,“ segir Ólafur.Ágúst Gylfa: Dómarinn réði úrslitum Þjálfari Fjölnismanna var heldur fúll eftir leik og segir að dómari leiksins, Pétur Guðmundsson hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Hann dæmdi umdeilt víti á Fjölnismenn og neitaði þeim um 1-2 víti sem þeir óskuðu eftir. „Hann skildi okkur að hér í kvöld, mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum. Við gerðum tilkall til þess að fá víti en fengum ekki. Það verða einhverjir aðrir að skoða þetta betur,“ segir Ágúst sem hvíldi leikmenn en lykilmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason og Gunnar Má Guðmundsson voru ekki í hóp. „Við hvíldum leikmenn, gáfum yngri leikmönnum séns. Mér fannst þeir standa sig vel. Núna einbeitum við okkur bara að deildinni.“Það var ekkert gefið eftir í leiknum í kvöld. Hér sækja Valsmenn að marki Fjölnis.Vísir/Stefán
Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira