Vilja að 20% af efni Netflix sé evrópskt Sæunn Gísladóttir skrifar 25. maí 2016 13:35 Forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að að minnsta kosti tuttugu prósent af efni sem efnisveitur, til að mynda Netflix og Amazon Prime, bjóði verði framleitt innan ESB. Þannig myndu efnisveiturnar lúta svipuðum lögum og evrópskar sjónvarpsstöðvar. Framkvæmdastjórnin hefur einnig sagt að efnið eigi að vera vel til sýnis á efnisveitunum. Hún vill meina að þetta muni hafa góð menningarleg áhrif. Margar efnisveitur sýna nú þegar mikið af efni frá breska ríkisútvarpinu BBC og lúta því nú þegar reglunum að einhverju marki. Núverandi reglur snúa að því að evrópskar sjónvarpsstöðvar þurfi að nota tuttugu prósent af framleiðslutekjum sínum í framleiðslu efnis í landinu sínu og að eyða fimmtíu prósent af dagskránni í að sýna evrópska þætti eða kvikmyndir. Ekki er gerð krafa um gæði efnis, því gætu Amazon og Netflix einfaldlega keypt helling af slæmum frönskum, spænskum eða ítölskum þáttum. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Þeir bendi hins vegar á að notendur sínir njóti evrópskrar dagskrá og því sýni þeir nú þegar mikið af evrópsku efni. Fyrsta serían sem Netflix framleiddi í Evrópu, Marseille, fór einnig nýlega í loftið. Forsvarsmenn Amazon hafa ekki tjáð sig um málið. Netflix Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að að minnsta kosti tuttugu prósent af efni sem efnisveitur, til að mynda Netflix og Amazon Prime, bjóði verði framleitt innan ESB. Þannig myndu efnisveiturnar lúta svipuðum lögum og evrópskar sjónvarpsstöðvar. Framkvæmdastjórnin hefur einnig sagt að efnið eigi að vera vel til sýnis á efnisveitunum. Hún vill meina að þetta muni hafa góð menningarleg áhrif. Margar efnisveitur sýna nú þegar mikið af efni frá breska ríkisútvarpinu BBC og lúta því nú þegar reglunum að einhverju marki. Núverandi reglur snúa að því að evrópskar sjónvarpsstöðvar þurfi að nota tuttugu prósent af framleiðslutekjum sínum í framleiðslu efnis í landinu sínu og að eyða fimmtíu prósent af dagskránni í að sýna evrópska þætti eða kvikmyndir. Ekki er gerð krafa um gæði efnis, því gætu Amazon og Netflix einfaldlega keypt helling af slæmum frönskum, spænskum eða ítölskum þáttum. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Netflix segjast vera á móti kvóta af þessu tagi. Þeir bendi hins vegar á að notendur sínir njóti evrópskrar dagskrá og því sýni þeir nú þegar mikið af evrópsku efni. Fyrsta serían sem Netflix framleiddi í Evrópu, Marseille, fór einnig nýlega í loftið. Forsvarsmenn Amazon hafa ekki tjáð sig um málið.
Netflix Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira