Gert ráð fyrir seinkunum fram eftir degi á Keflavíkurflugvelli Bjarki Ármannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. maí 2016 11:15 Gera má ráð fyrir seinkunum fram eftir degi á meðan komist er fyrir þær tafir sem urðu vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra í nótt. Vísir/Anton Brink Keflavíkurflugvöllur opnaði á ný í morgun eftir tímabundna lokun í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Gert er ráð fyrir seinkunum á ætlunarflugi um flugvöllinn fram eftir degi. Vellinum var lokað frá klukkan tvö en opnaði að nýju klukkan sjö. Komu þá um tuttugu vélar frá Norður-Ameríku með mjög stuttu millibili. Auka mannskapur var á staðnum hjá farþegaþjónustunni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir mesta kraðakið að baki þó það megi gera ráð fyrir áframhaldandi seinkunum á flugi fram eftir degi. „Vélarnar eru nú flestar farnar af stað til Evrópu,“ segir hann. „Það var alveg ljóst að þeim myndi seinka því vélarnar sem koma frá Norður-Ameríku fara áfram með farþega til Evrópu.“Mikið um að vera á flugvellinum í morgun„Allir þessir farþegar, ætli þeir séu ekki fjögur þúsund eða tæplega það, þeir þurftu að fara í gegnum landamæraeftirlitið og þar mynduðust nú dálitlar raðir,“ segir Guðni. „Það gekk nú nokkuð hratt að afgreiða þá. Það var vel mannað hjá lögreglunni og svo var farþegaþjónustan frá Isavia að gefa fólki vatn og segja því að það myndi örugglega ekki missa af tengiflugi, þeim sem voru í því.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra er enn í gildi þannig að ekki verður hægt að kalla út starfsmenn ef til veikinda kemur líkt og gerðist í gær. „Við vitum þetta með skömmum fyrirvara, eins og gengur og gerist þegar menn veikjast,“ segir Guðni. „Við fréttum þetta til dæmis síðdegis í gær og þá fór allt í gang að láta farþega vita. Þannig að það er ekkert hægt að segja um framhaldið.“Þá voru tvær konur frá samtökunum No Borders handteknar um borð í vél Icelandair fyrir brottför til Stokkhólms. Voru þær að mótmæla brottvísun nígeríska hælisleitandans Eze Okafor. Hvöttu þær farþega vélarinnar til þess að standa upp til þess að koma í veg fyrir brottför vélarinnar. Seinkaði för vélarinnar um tvo tíma vegna atviksins.Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi í byrjun apríl og er liður í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15 Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30 Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur opnaði á ný í morgun eftir tímabundna lokun í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Gert er ráð fyrir seinkunum á ætlunarflugi um flugvöllinn fram eftir degi. Vellinum var lokað frá klukkan tvö en opnaði að nýju klukkan sjö. Komu þá um tuttugu vélar frá Norður-Ameríku með mjög stuttu millibili. Auka mannskapur var á staðnum hjá farþegaþjónustunni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir mesta kraðakið að baki þó það megi gera ráð fyrir áframhaldandi seinkunum á flugi fram eftir degi. „Vélarnar eru nú flestar farnar af stað til Evrópu,“ segir hann. „Það var alveg ljóst að þeim myndi seinka því vélarnar sem koma frá Norður-Ameríku fara áfram með farþega til Evrópu.“Mikið um að vera á flugvellinum í morgun„Allir þessir farþegar, ætli þeir séu ekki fjögur þúsund eða tæplega það, þeir þurftu að fara í gegnum landamæraeftirlitið og þar mynduðust nú dálitlar raðir,“ segir Guðni. „Það gekk nú nokkuð hratt að afgreiða þá. Það var vel mannað hjá lögreglunni og svo var farþegaþjónustan frá Isavia að gefa fólki vatn og segja því að það myndi örugglega ekki missa af tengiflugi, þeim sem voru í því.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra er enn í gildi þannig að ekki verður hægt að kalla út starfsmenn ef til veikinda kemur líkt og gerðist í gær. „Við vitum þetta með skömmum fyrirvara, eins og gengur og gerist þegar menn veikjast,“ segir Guðni. „Við fréttum þetta til dæmis síðdegis í gær og þá fór allt í gang að láta farþega vita. Þannig að það er ekkert hægt að segja um framhaldið.“Þá voru tvær konur frá samtökunum No Borders handteknar um borð í vél Icelandair fyrir brottför til Stokkhólms. Voru þær að mótmæla brottvísun nígeríska hælisleitandans Eze Okafor. Hvöttu þær farþega vélarinnar til þess að standa upp til þess að koma í veg fyrir brottför vélarinnar. Seinkaði för vélarinnar um tvo tíma vegna atviksins.Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi í byrjun apríl og er liður í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15 Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30 Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15
Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30
Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27