Sara Björk spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári | Lyon vann Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2016 18:47 Ada Hegerberg skoraði í úrslitaleiknum og varð markadrottning Meistaradeildarinnar 2015-16. Hér fagnar hún marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Franska liðið Olympique Lyonnais vann í kvöld Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sigur á þýska liðinu Wolfsburg í úrslitaleik en vítakeppni þurfti til að fá sigurvegara. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyonnais, var hetja síns liðs en hún varði tvær síðustu vítaspyrnur þýska liðsins eftir að Lyon hafði lenti undir í vítakeppninni. Hin tvítuga Ada Hegerberg frá Noregi, var tveimur mínútum frá því að skora sigurmark Lyon í leiknum en hún var næstum orðin að skúrki í vítakeppninni þegar hún lét verja frá sér fyrstu vítaspyrnu franska liðsins í vítakeppninni. Lyon skoraði hinsvegar úr síðustu fjórum vítaspyrnum sínum sem tryggði liðinu titilinn. Þetta er í þriðja sinn sem Lyon vinnur Meistaradeild kvenna en liðið vann einnig 2011 og 2012. Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er á leiðinni til Wolfsburg og mun spila með þýska liðinu á næsta tímabili. Eftir leikinn í kvöld er ljóst að hún spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári. Ada Hegerberg kom Lyon í 1-0 strax á 12. mínútu með sínu þrettánda marki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Lyon var mun betra liðið og skapaði sér mun fleiri færi í leiknum en tókst ekki að bæta við marki sem kom heldur betur í bakið á þeim. Það fór svo á endanum að þýski framherjinn Alexandra Popp náði að jafna metin tveimur mínútum fyrir leikslok með skalla eftir fyrirgjöf frá Tessa Wullaert. Það varð því að framlengja leikinn en þar tókst hvorugu liðinu að skora og úrslitin réðust því í vítakeppni.Vítaspyrnukeppnin:Wolfsburg - Lyon 3-4 1-0 Alexandra Popp, mark Ada Hegerberg, varið af Almuth Schult 2-0 Isabel Kerschowski, mark 2-1 Lotta Schelin, mark 3-1 Babett Peter, mark 3-2 Wendie Renard, mark Nilla Fischer, varið af Sarah Bouhaddi 3-3 Griedge M'Bock Bathy, mark Élise Bussaglia, varið af Sarah Bouhaddi 3-4 Saki Kumagai, mark Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Sjá meira
Franska liðið Olympique Lyonnais vann í kvöld Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sigur á þýska liðinu Wolfsburg í úrslitaleik en vítakeppni þurfti til að fá sigurvegara. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyonnais, var hetja síns liðs en hún varði tvær síðustu vítaspyrnur þýska liðsins eftir að Lyon hafði lenti undir í vítakeppninni. Hin tvítuga Ada Hegerberg frá Noregi, var tveimur mínútum frá því að skora sigurmark Lyon í leiknum en hún var næstum orðin að skúrki í vítakeppninni þegar hún lét verja frá sér fyrstu vítaspyrnu franska liðsins í vítakeppninni. Lyon skoraði hinsvegar úr síðustu fjórum vítaspyrnum sínum sem tryggði liðinu titilinn. Þetta er í þriðja sinn sem Lyon vinnur Meistaradeild kvenna en liðið vann einnig 2011 og 2012. Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er á leiðinni til Wolfsburg og mun spila með þýska liðinu á næsta tímabili. Eftir leikinn í kvöld er ljóst að hún spilar ekki með Evrópumeisturunum á næsta ári. Ada Hegerberg kom Lyon í 1-0 strax á 12. mínútu með sínu þrettánda marki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Lyon var mun betra liðið og skapaði sér mun fleiri færi í leiknum en tókst ekki að bæta við marki sem kom heldur betur í bakið á þeim. Það fór svo á endanum að þýski framherjinn Alexandra Popp náði að jafna metin tveimur mínútum fyrir leikslok með skalla eftir fyrirgjöf frá Tessa Wullaert. Það varð því að framlengja leikinn en þar tókst hvorugu liðinu að skora og úrslitin réðust því í vítakeppni.Vítaspyrnukeppnin:Wolfsburg - Lyon 3-4 1-0 Alexandra Popp, mark Ada Hegerberg, varið af Almuth Schult 2-0 Isabel Kerschowski, mark 2-1 Lotta Schelin, mark 3-1 Babett Peter, mark 3-2 Wendie Renard, mark Nilla Fischer, varið af Sarah Bouhaddi 3-3 Griedge M'Bock Bathy, mark Élise Bussaglia, varið af Sarah Bouhaddi 3-4 Saki Kumagai, mark
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Sjá meira