Þróunarfélag stofnað vegna lestar frá Keflavíkurflugvelli Sæunn Gísladóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Ferðamenn gætu komist beint frá Keflavíkurflugvelli að BSÍ með fluglestinni. vísir/Vilhelm „Lest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er orðin raunhæf og möguleg. Til þess að gera hana að veruleika þarf þróun og samstarf.“ Þetta sagði Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, á málþinginu í gær. Hann kynnti stöðu mála varðandi fluglestina og gerði grein fyrir mögulegri samvinnu með Borgarlínunni. Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Eftir stofnfund verður breyting á hlutafjáreign Reykjavíkurborgar vegna innkomu aukins hlutafjár í verkefnið og verður eignin þá tvö prósent. Gert er ráð fyrir að fluglestin kosti 730 milljónir evra, jafnvirði 101,8 milljarða króna. Frá því í nóvember hafa staðið yfir samningaviðræður við sveitarfélögin um málið og liggur nú fyrir til afgreiðslu samstarfssamningur við þau um skipulagsmál. Meðal hluthafa í þróunarfélaginu eru Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. Með samstarfssamningi verður tryggt að þróunarfélagið geti framkvæmt og fjármagnað nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings framkvæmdinni næstu þrjú árin, það mun kosta 1,5 milljarða króna. Fram kom í máli Runólfs að þróunarfélagið hefur fimm ár frá undirritun, eða þrjú ár frá því að skipulagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins lýkur, til að nýta til hönnunar og fjármögnunar verkefnisins.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán„Það eru margir möguleikar á tengslum Borgarlínu og Fluglestar. Engin tenging, möguleg tenging til framtíðar litið eða mikil tenging þannig að þau eigi að vinna saman,“ sagði Runólfur. „Kostnaðurinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif væru til lækkunar á stofnkostnaði,“ sagði hann. Runólfur telur að fluglestin muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2. Heildarmagn CO2 ígildis frá bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 var um 800 þúsund tonn. Fluglestin myndi minnka losun um Reykjanesbraut um 19 prósent, en um 36 prósent árið 2040 (inni í þeim tölum er ekki reiknað með fjölgun rafbíla). Runólfur telur einnig að fluglestin muni draga úr umferðarþunga. „Reykjanesbraut verður með 17 þúsund bíla á dag árið 2025. Sú umferð myndi minnka um 21 prósent, eða um 3.600 bíla með fluglest. Áætluð umferð árið 2040 myndi minnka um 27 prósent,“ sagði Runólfur. Samstarfssamningur vegna fluglestarinnar hefur verið samþykktur hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, í Reykjavíkurborg og verið afgreiddur í Garðabæ. Hann bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi. Í sumar og haust fer svo fram umfangsmikil rannsóknarvinna á jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, markaðsgreining og ráðgjöf við leiðaval, og undirbúningur mats á umhverfisáhrifum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
„Lest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er orðin raunhæf og möguleg. Til þess að gera hana að veruleika þarf þróun og samstarf.“ Þetta sagði Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Fluglestarinnar þróunarfélags, á málþinginu í gær. Hann kynnti stöðu mála varðandi fluglestina og gerði grein fyrir mögulegri samvinnu með Borgarlínunni. Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og uppbyggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins. Eftir stofnfund verður breyting á hlutafjáreign Reykjavíkurborgar vegna innkomu aukins hlutafjár í verkefnið og verður eignin þá tvö prósent. Gert er ráð fyrir að fluglestin kosti 730 milljónir evra, jafnvirði 101,8 milljarða króna. Frá því í nóvember hafa staðið yfir samningaviðræður við sveitarfélögin um málið og liggur nú fyrir til afgreiðslu samstarfssamningur við þau um skipulagsmál. Meðal hluthafa í þróunarfélaginu eru Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum. Með samstarfssamningi verður tryggt að þróunarfélagið geti framkvæmt og fjármagnað nauðsynlegar rannsóknir til undirbúnings framkvæmdinni næstu þrjú árin, það mun kosta 1,5 milljarða króna. Fram kom í máli Runólfs að þróunarfélagið hefur fimm ár frá undirritun, eða þrjú ár frá því að skipulagsvinnu af hálfu sveitarfélagsins lýkur, til að nýta til hönnunar og fjármögnunar verkefnisins.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Fréttablaðið/Stefán„Það eru margir möguleikar á tengslum Borgarlínu og Fluglestar. Engin tenging, möguleg tenging til framtíðar litið eða mikil tenging þannig að þau eigi að vinna saman,“ sagði Runólfur. „Kostnaðurinn af samnýtingu væri óviss, en skýr samlegðaráhrif væru til lækkunar á stofnkostnaði,“ sagði hann. Runólfur telur að fluglestin muni koma til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2. Heildarmagn CO2 ígildis frá bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2014 var um 800 þúsund tonn. Fluglestin myndi minnka losun um Reykjanesbraut um 19 prósent, en um 36 prósent árið 2040 (inni í þeim tölum er ekki reiknað með fjölgun rafbíla). Runólfur telur einnig að fluglestin muni draga úr umferðarþunga. „Reykjanesbraut verður með 17 þúsund bíla á dag árið 2025. Sú umferð myndi minnka um 21 prósent, eða um 3.600 bíla með fluglest. Áætluð umferð árið 2040 myndi minnka um 27 prósent,“ sagði Runólfur. Samstarfssamningur vegna fluglestarinnar hefur verið samþykktur hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, í Reykjavíkurborg og verið afgreiddur í Garðabæ. Hann bíður enn afgreiðslu í Hafnarfirði og Kópavogi. Í sumar og haust fer svo fram umfangsmikil rannsóknarvinna á jarðfræði höfuðborgarsvæðisins, markaðsgreining og ráðgjöf við leiðaval, og undirbúningur mats á umhverfisáhrifum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira