Lífið

Glee-stjarna ákærð fyrir vörslu á barnaklámi

Birgir Olgeirsson skrifar
Mark Salling.
Mark Salling. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn Mark Salling, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið Puck í þáttunum Glee, hefur verið ákærður fyrir að vörslu á barnaklámi og fyrir að veita því viðtöku. Samkvæmt fjölmiðlum ytra er hann sakaður um að að hafa að fengið afhenta ljósmynd og myndband, sem flokkast undir barnaklám, netleiðis 26. desember í fyrra.

Kvöldið sem hann var handtekinn, þremur dögum síðar, fundust tvö myndbönd til viðbótar í fórum hans. Við húsleit fundu lögreglumenn þúsundir ólöglegra mynda á heimili hans, þar með talið nokkrar af ungum stúlkum. Hann á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur Fyrrverandi kærasta hans hafði áður sakað hann um kynferðisofbeldi en því máli lauk Salling með sáttargreiðslu upp á 2,7 milljónir dollara árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×