Viðskipti erlent

Hlutabréf í McDonald's aldrei hærri

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hlutabréf í McDonald's hafa hækkað um tæplega 55 prósent á rúmu ári.
Hlutabréf í McDonald's hafa hækkað um tæplega 55 prósent á rúmu ári. vísir/getty
Hlutabréf í McDonald‘s hafa verið í gríðarlegri uppsveiflu á undanförnu ári og náðu hæstu hæðum á hlutabréfamarkði núna í morgun. Gengi hlutabréfanna er nú rúmlega 130 dollara, jafnvirði 16 þúsund íslenskra króna.

Frá því að nýr forstjóri tók við í janúar 2015 hafa hlutabréf í McDonald‘s hækkað um tæplega 55 prósent. Steve Easterbrook einbeitti sér að matseðli fyrirtækisins, hann bætti við nýjum samlokum á matseðilinn og kom á fót morgunmat allan daginn, sem hefur hlotið gíðarlegar vinsældir.

Í síðasta mánuði tilkynnti McDonald‘s að sala hefði aukist um 6,2 prósent á fyrsta fjórðungi, samanborið við árið áður, eftir að hafa aukist um 5 prósent á fjórða ársfjórðungi 2015, samanborið við árið áður.

Framundan hjá McDonald‘s er að auka sölu á Asíumarkaði, þar sem hefur ekki gengið nógu vel undanfarin misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×