Ef horft er á sögu keppninnar er margt með Gretu Salóme. Hún verður til að mynda sextándi flytjandinn á svið í kvöld en venjulega er mesta áhorfið á undankvöldin þegar fjórtándi flytjandinn stígur á svið.
Þá hafa ýmsir spekingar reynt að rýna í áhorfstölur á YouTube. Ef bara er horft til landanna sem eru með Íslandi í fyrri undanriðlinum er Greta þar í áttunda sæti yfir áhorf á YouTube-rás Eurovision-keppninnar. Tíu lönd komast upp úr riðlinum í kvöld og er Greta samkvæmt þessum tölum örugg áfram í úrslitin, þó svo erfitt sé að horfa of mikið í það.
- Malta 4,3 milljónir áhorfa
- Aserbaídsjan 3,6 milljónir áhorfa
- Armenía 3,4 milljónir áhorfa
- Rússland 2,4 milljónir áhorfa
- Bosnía Hersegovína 2,3 milljónir áhorfa
- Tékkland með 1,7 milljónir áhorfa
- Kýpur 1,2 milljónir áhorfa
- Grikkland 1,1 milljón áhorfa
- Ísland 979 þúsund áhorf
- Ungverjaland 961 þúsund áhorf

Eitt lag innihélt 128 slög á mínútu, framlag Litháa, framlag Serbíu innihélt 129 slög á mínútu og innihélt framlag Hvíta Rússlands 130 slög á mínútu. Litháen komst upp úr sínum riðli en hafnaði í átjánda sæti í úrslitunum en Hvíta Rússland komst ekki áfram úr sínum undanriðli.
Serbía komst áfram í úrslit og hafnaði þar í tíunda sæti. Sigurlag Svíþjóðar, Heroes, var 124 slög á mínútu. Lag Gretu Salóme, Hear Them Calling, er hins vegar 135 slög á mínútu.
Í grein The Guardian var þó bent á að þeir flytjendur sem hafa minnst á slæmt veður, þrumur, eldingar, rigningu, gangi oftast vel ef þeir syngja lög sem eru í moll. Greta Salóme syngur lag í moll og minnist á kalda nótt, þannig að spurningin er hvort það muni hjálpa henni.
Veðbankar spá almennt Gretu Salóme góðu gengi, að hún fari í úrslitin en er þó ekki spáð sigri. Er hún oftast sett í kringum 15. sæti en hún hefur hækkað síðan æfingar hófust í Svíþjóð, var lengi framan af í 20. sæti, en hún horfir fram á harða samkeppni vegna fjölda kvenkynskeppenda sem syngja einir á sviði í ár.