Eignarhald í skattaskjóli en skulda þrotabúi 350 milljónir ingvar haraldsson skrifar 11. maí 2016 09:45 Páll Þór Magnússon og Gunnþórunn Jónsdóttir, tengdamóðir hans eru hluthafar í félaginu Orangel S.A. á Seychelles-eyjum sem á félagið Olinto ehf. Olinto var stofnað árið 2014 og samkvæmt ársreikningi þess árs nema eignir þess 63,1 milljón króna en á móti nema viðskiptaskuldir þess 63,6 milljónum króna. Eignastýringarfyrirtækið Arena Wealth Management í Lúxemborg er skráður milliliður fyrir öll félögin sem áður voru í beinni eigu fyrrum stjórnenda og eigenda Icecapital. Þrjú félög hér á landi sem áður voru í eigu fjölskyldunnar sem átti Icecapital eru skráð í eigu félaga sem finna má í gagnagrunni unnum úr Panama-skjölunum og birtur var á mánudaginn. Félögin Orangel S.A., Xperia Trading S.A. og Tangon Consulting S.A. eru samkvæmt gagnagrunninum öll stofnuð 3. febrúar árið 2011, og skráð á Seychelles-eyjum. Eignastýringarfyrirtækið Arena Wealth Management í Lúxemborg, sem stofnað var árið 2008 af fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg er skráður milliliður fyrir öll félögin.Skuld við þrotabú ekki fengist innheimt Páll Þór Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Icecapital, og mágur hans, Jón Kristjánsson, sem var hlutahafi í Icecapital, skulda þrotabúi Icecapital tæplega 350 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna dóma sem féllu í október 2014. Ódæmt er í Hæstrétti í hluta málsins er snýr að Jóni.Sjá einnig: Þrotabúi Icecapital dæmdar yfir 500 milljónirÞar var gerningum sem áttu sér stað í kjölfar bankahrunsins rift. Ekki hefur tekist að innheimta skuldina. Icecapital var lýst gjaldþrota árið 2012 og nema lýstar kröfur 51 milljarði króna. Ómar Örn Bjarnþórsson, skiptastjóri Icecapital, sagði við Fréttablaðið í apríl að Jón og Páll teldust eignalausir hér á landi og því þyrfti að sækja fjármuni út fyrir landsteinana væru þeir einhverjir. Páll flutti lögheimili sitt til Bandaríkjanna og Jón til Möltu eftir hrunið.Páll seldi eiginkonu sinni sinn hlut í 370 fermetra einbýlishúsi í þeirra eigu fimm dögum eftir að hann var dæmdur til að endurgreiða þrotabúi Icecapital 120 milljónir króna í október 2014.Eignarhald íslenskra félaga á Seychelles-eyjum Xperia Trading S.A. á félagið Bloom ehf. Þá á félagið Tangon Consulting S.A., eiganda félaganna Pluma ehf. og Fjárfestingafélagsins Pluma. Ekki kemur fram um eigendur Xperia og Tangon Consulting umfram það að Arena Wealth Management og handhafi hlutabréfa félaganna séu eigendur þess. Kristín B. Björgvinsdóttir, eiginkona Jóns, er stjórnarformaður Bloom og framkvæmdastjóri þess. Jón sat með henni í stjórninni og var framkvæmdastjóri fram í nóvember á síðasta ári. Xperia var fyrst skráður hluthafi í Bloom árið 2013 þegar það var skráð fyrir 5 prósenta hlut á móti 95 prósenta hlut Kristínar. Í ársreikningi ársins 2014 er félagið hins vegar að fullu í eigu Xperia. Eignir Bloom námu 141 milljón króna samkvæmt ársreikningi ársins 2014. Þar af nam eignarhlutur í öðrum félögum 45,6 milljónum króna, birgðir 40 milljónum og krafa á tengd félög 55,7 milljónum króna. Þá skuldaði félagið eiganda sínum 131 milljón króna í árslok 2014 en eigið fé nam 10 milljónum króna.Sjá einnig: Seldi eiginkonunni hús fimm dögum eftir dómPáll Þór Magnússon var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri félaganna Pluma ehf. og fjárfestingafélagsins Pluma, sem eru í eigu Tangon Consulting þar til í september á síðasta ári þegar Gabríela, eiginkona hans, tók við stjórnarformennsku og framkvæmdastjórn í félögunum.Ekki greitt fyrir þyrlufyrirtæki Pluma var í eigu Páls sjálfs fram til ársins 2013, þegar Tangon Consulting varð eigandi félagsins. Á árinu 2014 seldi félagið 20 prósenta hlut í þyrlufyrirtækinu Norðurflugi og 7,14 prósenta hlut í ORF líftækni á 150 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi félagsins. Stundin greindi frá því í desember að eitt riftunarmálanna gegn Icecapital hafi verið vegna sölunnar á Norðurflugi til félagsins NF Holding. Ekki var greitt fyrir félagið heldur kaupin fjármögnuð með láni frá Icecapital sem ekki var endurgreitt. NF Holding seldi Norðurflug áfram til Pluma en Norðurflug er í dag að mestu í eigu erlendra félaga sem tengd eru fyrrverandi eigendum Icecapital. Í árslok 2014 námu eignir Pluma ehf. 68,7 milljónum króna samkvæmt ársreikningi, sem var nær alfarið handbært fé. Þá námu viðskiptaskuldir 98 milljónum, en ekki kemur fram hverjum félagið skuldar fé. Fjárfestingafélagið Pluma komst í eigu Tangon Consulting, á árinu 2013, en Gabríela Kristjánsdóttir átti 95 prósent í félaginu á árunum 2011 til 2013. Fyrir þann tíma var félagið í eigu Páls, eiginmanns Gabríelu. Fjárfestingafélagið Pluma hagnaðist um 40 milljónir króna árið 2014 og greiddi upp 140 milljóna króna skuld við tengda aðila samkvæmt ársreikningi ársins 2014. Þá eru Páll og Gunnþórunn Jónsdóttir, tengdamóðir hans, hluthafar í félaginu Orangel S.A. á Seychelles-eyjum sem á félagið Olinto ehf. Olinto var stofnað árið 2014 og samkvæmt ársreikningi þess árs nema eignir þess 63,1 milljón króna en á móti nema viðskiptaskuldir þess 63,6 milljónum króna. Tap varð af rekstri félagsins upp á 1,1 milljón króna.Þá greindi Fréttablaðið frá því í apríl að Páll hafi selt Gabríelu, eiginkonu sinni, helmingshlut í 370 fermetra einbýlishúsi í þeirra eigu fimm dögum eftir að riftunardómarnir féllu árið 2014 þar sem Páli var gert að greiða þrotabúi Icecapital 120 milljónir. Panama-skjölin Seychelleseyjar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þrjú félög hér á landi sem áður voru í eigu fjölskyldunnar sem átti Icecapital eru skráð í eigu félaga sem finna má í gagnagrunni unnum úr Panama-skjölunum og birtur var á mánudaginn. Félögin Orangel S.A., Xperia Trading S.A. og Tangon Consulting S.A. eru samkvæmt gagnagrunninum öll stofnuð 3. febrúar árið 2011, og skráð á Seychelles-eyjum. Eignastýringarfyrirtækið Arena Wealth Management í Lúxemborg, sem stofnað var árið 2008 af fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg er skráður milliliður fyrir öll félögin.Skuld við þrotabú ekki fengist innheimt Páll Þór Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Icecapital, og mágur hans, Jón Kristjánsson, sem var hlutahafi í Icecapital, skulda þrotabúi Icecapital tæplega 350 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna dóma sem féllu í október 2014. Ódæmt er í Hæstrétti í hluta málsins er snýr að Jóni.Sjá einnig: Þrotabúi Icecapital dæmdar yfir 500 milljónirÞar var gerningum sem áttu sér stað í kjölfar bankahrunsins rift. Ekki hefur tekist að innheimta skuldina. Icecapital var lýst gjaldþrota árið 2012 og nema lýstar kröfur 51 milljarði króna. Ómar Örn Bjarnþórsson, skiptastjóri Icecapital, sagði við Fréttablaðið í apríl að Jón og Páll teldust eignalausir hér á landi og því þyrfti að sækja fjármuni út fyrir landsteinana væru þeir einhverjir. Páll flutti lögheimili sitt til Bandaríkjanna og Jón til Möltu eftir hrunið.Páll seldi eiginkonu sinni sinn hlut í 370 fermetra einbýlishúsi í þeirra eigu fimm dögum eftir að hann var dæmdur til að endurgreiða þrotabúi Icecapital 120 milljónir króna í október 2014.Eignarhald íslenskra félaga á Seychelles-eyjum Xperia Trading S.A. á félagið Bloom ehf. Þá á félagið Tangon Consulting S.A., eiganda félaganna Pluma ehf. og Fjárfestingafélagsins Pluma. Ekki kemur fram um eigendur Xperia og Tangon Consulting umfram það að Arena Wealth Management og handhafi hlutabréfa félaganna séu eigendur þess. Kristín B. Björgvinsdóttir, eiginkona Jóns, er stjórnarformaður Bloom og framkvæmdastjóri þess. Jón sat með henni í stjórninni og var framkvæmdastjóri fram í nóvember á síðasta ári. Xperia var fyrst skráður hluthafi í Bloom árið 2013 þegar það var skráð fyrir 5 prósenta hlut á móti 95 prósenta hlut Kristínar. Í ársreikningi ársins 2014 er félagið hins vegar að fullu í eigu Xperia. Eignir Bloom námu 141 milljón króna samkvæmt ársreikningi ársins 2014. Þar af nam eignarhlutur í öðrum félögum 45,6 milljónum króna, birgðir 40 milljónum og krafa á tengd félög 55,7 milljónum króna. Þá skuldaði félagið eiganda sínum 131 milljón króna í árslok 2014 en eigið fé nam 10 milljónum króna.Sjá einnig: Seldi eiginkonunni hús fimm dögum eftir dómPáll Þór Magnússon var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri félaganna Pluma ehf. og fjárfestingafélagsins Pluma, sem eru í eigu Tangon Consulting þar til í september á síðasta ári þegar Gabríela, eiginkona hans, tók við stjórnarformennsku og framkvæmdastjórn í félögunum.Ekki greitt fyrir þyrlufyrirtæki Pluma var í eigu Páls sjálfs fram til ársins 2013, þegar Tangon Consulting varð eigandi félagsins. Á árinu 2014 seldi félagið 20 prósenta hlut í þyrlufyrirtækinu Norðurflugi og 7,14 prósenta hlut í ORF líftækni á 150 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi félagsins. Stundin greindi frá því í desember að eitt riftunarmálanna gegn Icecapital hafi verið vegna sölunnar á Norðurflugi til félagsins NF Holding. Ekki var greitt fyrir félagið heldur kaupin fjármögnuð með láni frá Icecapital sem ekki var endurgreitt. NF Holding seldi Norðurflug áfram til Pluma en Norðurflug er í dag að mestu í eigu erlendra félaga sem tengd eru fyrrverandi eigendum Icecapital. Í árslok 2014 námu eignir Pluma ehf. 68,7 milljónum króna samkvæmt ársreikningi, sem var nær alfarið handbært fé. Þá námu viðskiptaskuldir 98 milljónum, en ekki kemur fram hverjum félagið skuldar fé. Fjárfestingafélagið Pluma komst í eigu Tangon Consulting, á árinu 2013, en Gabríela Kristjánsdóttir átti 95 prósent í félaginu á árunum 2011 til 2013. Fyrir þann tíma var félagið í eigu Páls, eiginmanns Gabríelu. Fjárfestingafélagið Pluma hagnaðist um 40 milljónir króna árið 2014 og greiddi upp 140 milljóna króna skuld við tengda aðila samkvæmt ársreikningi ársins 2014. Þá eru Páll og Gunnþórunn Jónsdóttir, tengdamóðir hans, hluthafar í félaginu Orangel S.A. á Seychelles-eyjum sem á félagið Olinto ehf. Olinto var stofnað árið 2014 og samkvæmt ársreikningi þess árs nema eignir þess 63,1 milljón króna en á móti nema viðskiptaskuldir þess 63,6 milljónum króna. Tap varð af rekstri félagsins upp á 1,1 milljón króna.Þá greindi Fréttablaðið frá því í apríl að Páll hafi selt Gabríelu, eiginkonu sinni, helmingshlut í 370 fermetra einbýlishúsi í þeirra eigu fimm dögum eftir að riftunardómarnir féllu árið 2014 þar sem Páli var gert að greiða þrotabúi Icecapital 120 milljónir.
Panama-skjölin Seychelleseyjar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira