Ford Focus RS vs. BMW M2 Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2016 13:32 Það ætti að verða ójafn leikur að tefla saman BMW M2 sem kostar 46.000 pund í Bretlandi og 30.000 punda Ford Focus RS. Með 365 hestöfl undir húddinu er BMW M2 20 hestöflum aflmeiri en Focus RS og auk þess léttari bíll. Hann er með 500 Nm tog en Focus 440, svo það ætti flest að mæla með því að BMW M2 slátri Ford Focus RS bílnum, en er það raunin er til kastanna kemur? Það þótti AutoExpress forvitnilegt að sjá og fór með þá á akstursbraut og atti þeim saman í tímatöku á brautinni. Afrakstur þess má sjá hér að ofan og niðurstaðan ætti að gleðja þá sem valið hafa sér Ford Focus RS fremur en BMW M2 og sparað sér í leiðinni um 3 milljónir króna. Líklega yrði sá munur miklu meiri ef hérlendis ef þessir bílar væru til sölu hér nú. Það gæti reyndar orðið, sérlega í tilfelli Ford Focus RS. Bílar video Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent
Það ætti að verða ójafn leikur að tefla saman BMW M2 sem kostar 46.000 pund í Bretlandi og 30.000 punda Ford Focus RS. Með 365 hestöfl undir húddinu er BMW M2 20 hestöflum aflmeiri en Focus RS og auk þess léttari bíll. Hann er með 500 Nm tog en Focus 440, svo það ætti flest að mæla með því að BMW M2 slátri Ford Focus RS bílnum, en er það raunin er til kastanna kemur? Það þótti AutoExpress forvitnilegt að sjá og fór með þá á akstursbraut og atti þeim saman í tímatöku á brautinni. Afrakstur þess má sjá hér að ofan og niðurstaðan ætti að gleðja þá sem valið hafa sér Ford Focus RS fremur en BMW M2 og sparað sér í leiðinni um 3 milljónir króna. Líklega yrði sá munur miklu meiri ef hérlendis ef þessir bílar væru til sölu hér nú. Það gæti reyndar orðið, sérlega í tilfelli Ford Focus RS.
Bílar video Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent