Viðskipti erlent

Gamlir iPod spilarar gulls ígildi á eBay

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hér má sjá þriðju kynslóð af iPod nano sem eflaust myndi seljast á ágætu verði á eBay.
Hér má sjá þriðju kynslóð af iPod nano sem eflaust myndi seljast á ágætu verði á eBay.
Gamlar vörur Apple sem hætt er að framleiða, til að mynda iPod seljast fyrir margfalt hærri upphæðir á sölusíðum eins og eBay en þær voru fyrst seldar á á markaði. Í dag er til að mynda önnur kynslóð af iPod classic til sölu á 20 þúsund dollara, jafnvirði 2,5 milljóna íslenskra króna.

The Guardian greinir frá því að frá því að Apple tilkynnti að framleiðsla á iPod yrði hætt í september árið 2014 hafi verðið á þeim rokið upp í endursölu, til að mynd á eBay.

Elstu útgáfurnar eru dýrastar. Þriðju kynslóðar iPod shuffle kostar til að mynda tæplega þúsund dollara, jafnvirði 123 þúsund króna króna. Á sama tíma kostar fyrsta kynslóð iPod mini 2.500 dollara, 307 þúsund krónur.

Ef iPod er ennþá í upprunalegu pakkningunum hækkar verðmiðinn enn fremur, sérstaklega ef um er að ræða sérstaka útgáfu í takmörkuðu upplagi. U2 special edition sem framleidd var í samstarfi við írsku hljómsveitina seldist í nóvember fyrir 90 þúsund dollara, jafnvirði 11 milljóna íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×