Viðskipti erlent

Smálánaauglýsingar bannaðar hjá Google

Sæunn Gísladóttir skrifar
Auglýsingar fyrir lán sem þarf að endurgreiða innan sextíu daga og sem eru með yfir 36 prósent árlega vexti verða ekki lengur birtar hjá Google.
Auglýsingar fyrir lán sem þarf að endurgreiða innan sextíu daga og sem eru með yfir 36 prósent árlega vexti verða ekki lengur birtar hjá Google. Vísir/AFP
Frá og með 13. júlí næstkomandi munu smálánaauglýsingar vera bannaðar hjá leitarvélinni Google. Tilkynnt var um bannið í dag og segja forsvarsmenn það hafa verið sett á í ljósi þess að þetta væru villandi eða skaðlegar auglýsingar sem gætu leitt til hárra greiðslna og vanskila fyrir notendur.

Auglýsingar fyrir lán sem þarf að endurgreiða innan sextíu daga og sem eru með yfir 36 prósent árlega vexti verða því ekki lengur birtar hjá Google. Bannið mun ekki hafa áhrif á hefðbundin lán á bílum, húsnæði eða á námslán.

Árið 2015 bannaði Google yfir 780 milljón auglýsinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×