„Kerfi blekkinga er óðum að hrynja sem aumasta spilaborg“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2016 23:38 Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Vísir/Anton „Panamaskjölin hafa svipt hulinni af felustaðnum og þeir sem töldu töldu sig eiga falinn fjársjóð í jörðu að hætti sjóræningja geta tæplega vænst þess lengur að sitja einir að góssinu.“ þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, og Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkiskattstjóri, í leiðara nýjasta tölublaðs Tíundar, fréttablað Ríkisskattstjóra. Þeir segja „kerfi blekkinganna“ vera óðum að hrynja sem aumasta spilaborg. Ítrekaðar tilraunir yfirvalda um allan heim til að berjast gegn þessu ástandi hafi skilað árangri en ekki nægjanlega miklum. Þeir segja að skattyfirvöld hafi um aldamótin orðið vör við að þeim færi fjölgandi sem ættu eða hefðu yfirráð yfir erlendum lögaðilum sem væru skráðir á lágskattasvæðum. Hluti þeirra hafi uppfyllt skyldur sínar og gert grein fyrir eignarhaldinu og tekjum þar af. Það hafi flestir þó ekki gert. „Þeir hafa væntanlega talið sér vera óhætt með fjármuni sína á aflandssvæði í skjóli fyrir afskiptum skattyfirvalda.“ Þá segja þeir að vegna Panamalekans svokallaða hafi komið í ljós að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir íslenskum yfirvöldum. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig samkeppnis- og fjármálayfirvöld. Uppsetning á aflandsfélagi ásamt felustjórnendum, verður ekki gerð nema með liðsinni fjármálafyrirtækja eða sérfræðinga í hlutaðeigandi löggjöf sem vinna verkin fyrir eigendur fjármagnsins.“ Skúli og Ingvar segja að svo virðist sem þetta hafi verið unnið með skipulegum hætti á öllum stigum. Ráðgjafarnir hefi eflaust verið til taks ef yfirvöld óskuðu óþægilegra upplýsinga. Þá væri gjarnan tekið til gamalkunnugra aðferða, að tefja, fara undan í flæmingi og jafnvel gera yfirvöld tortryggileg. Þegar öll sund lokist hafi starfsmönnum skattyfirvalda jafnvel verið hótað. Panama-skjölin Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
„Panamaskjölin hafa svipt hulinni af felustaðnum og þeir sem töldu töldu sig eiga falinn fjársjóð í jörðu að hætti sjóræningja geta tæplega vænst þess lengur að sitja einir að góssinu.“ þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, og Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkiskattstjóri, í leiðara nýjasta tölublaðs Tíundar, fréttablað Ríkisskattstjóra. Þeir segja „kerfi blekkinganna“ vera óðum að hrynja sem aumasta spilaborg. Ítrekaðar tilraunir yfirvalda um allan heim til að berjast gegn þessu ástandi hafi skilað árangri en ekki nægjanlega miklum. Þeir segja að skattyfirvöld hafi um aldamótin orðið vör við að þeim færi fjölgandi sem ættu eða hefðu yfirráð yfir erlendum lögaðilum sem væru skráðir á lágskattasvæðum. Hluti þeirra hafi uppfyllt skyldur sínar og gert grein fyrir eignarhaldinu og tekjum þar af. Það hafi flestir þó ekki gert. „Þeir hafa væntanlega talið sér vera óhætt með fjármuni sína á aflandssvæði í skjóli fyrir afskiptum skattyfirvalda.“ Þá segja þeir að vegna Panamalekans svokallaða hafi komið í ljós að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir íslenskum yfirvöldum. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig samkeppnis- og fjármálayfirvöld. Uppsetning á aflandsfélagi ásamt felustjórnendum, verður ekki gerð nema með liðsinni fjármálafyrirtækja eða sérfræðinga í hlutaðeigandi löggjöf sem vinna verkin fyrir eigendur fjármagnsins.“ Skúli og Ingvar segja að svo virðist sem þetta hafi verið unnið með skipulegum hætti á öllum stigum. Ráðgjafarnir hefi eflaust verið til taks ef yfirvöld óskuðu óþægilegra upplýsinga. Þá væri gjarnan tekið til gamalkunnugra aðferða, að tefja, fara undan í flæmingi og jafnvel gera yfirvöld tortryggileg. Þegar öll sund lokist hafi starfsmönnum skattyfirvalda jafnvel verið hótað.
Panama-skjölin Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira