Rauði baróninn: Hjörtur Hjartarson var alltaf hundleiðinlegur Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2016 17:30 Garðar Örn Hinriksson, einn besti fótboltadómari þjóðarinnar, hefur lagt flautuna á hilluna en Hörður Magnússon ræddi við hann um ferilinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Garðar var spurður um sín verstu mistök á ferlinum. „Ég dæmi vítaspyrnu á Víðismenn þegar það eru liðnar tvær mínútur af leiknum og rek einn út af. Ég var alveg pottþéttur á þessu en Víðismennirnir voru ekkert hressir,“ segir Garðar. „Valur vinnur leikinn og ég skoða þetta svo í sjónvarpinu í kvöldið og þá sá ég að hann átti aldrei að fá rautt hvað þá gult, greyið maðurinn. Ég bið þig innilegrar afsökunar nú 16 árum seinna. Þetta er það versta sem ég hef gert á vellinum.“ Garðar er kallaður Rauði baróninn en það viðurnefni hefur loðað við hann í 20 ár. „Ég fékk viðurnefnið 1996 þegar ég rak sex Gróttumenn út af í leik Gróttu og Dalvíkur. Það er kannski sá leikur sem kom öllu af stað hjá mér,“ segir hann. En hvar var erfiðast að dæma? „Það var alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja að dæma. Ég er ekki að segja að Vestmannaeyingar eru leiðinlegur en það er bara eitthvað þarna í loftinu. Þeir vilja að maður sé sanngjarn og ef maður er það ekki fær maður að heyra það. Ólafsvíkin er erfið líka. Þar er hjarta, hjarta, hjarta og ekkert helvítis bull,“ segir Garðar, en hvaða leikmaður var sá leiðinlegasti að dæma hjá? „Hjörtur Hjartar var alltaf hundleiðinlegur og hann veit það alveg. Ég kann samt vel við Hjört,“ segir Garðar Örn Hinriksson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Garðar Örn Hinriksson, einn besti fótboltadómari þjóðarinnar, hefur lagt flautuna á hilluna en Hörður Magnússon ræddi við hann um ferilinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Garðar var spurður um sín verstu mistök á ferlinum. „Ég dæmi vítaspyrnu á Víðismenn þegar það eru liðnar tvær mínútur af leiknum og rek einn út af. Ég var alveg pottþéttur á þessu en Víðismennirnir voru ekkert hressir,“ segir Garðar. „Valur vinnur leikinn og ég skoða þetta svo í sjónvarpinu í kvöldið og þá sá ég að hann átti aldrei að fá rautt hvað þá gult, greyið maðurinn. Ég bið þig innilegrar afsökunar nú 16 árum seinna. Þetta er það versta sem ég hef gert á vellinum.“ Garðar er kallaður Rauði baróninn en það viðurnefni hefur loðað við hann í 20 ár. „Ég fékk viðurnefnið 1996 þegar ég rak sex Gróttumenn út af í leik Gróttu og Dalvíkur. Það er kannski sá leikur sem kom öllu af stað hjá mér,“ segir hann. En hvar var erfiðast að dæma? „Það var alltaf erfitt að fara til Vestmannaeyja að dæma. Ég er ekki að segja að Vestmannaeyingar eru leiðinlegur en það er bara eitthvað þarna í loftinu. Þeir vilja að maður sé sanngjarn og ef maður er það ekki fær maður að heyra það. Ólafsvíkin er erfið líka. Þar er hjarta, hjarta, hjarta og ekkert helvítis bull,“ segir Garðar, en hvaða leikmaður var sá leiðinlegasti að dæma hjá? „Hjörtur Hjartar var alltaf hundleiðinlegur og hann veit það alveg. Ég kann samt vel við Hjört,“ segir Garðar Örn Hinriksson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira