500 þúsund króna stígvél Rihönnu fyrir Manolo Blahnik Ritstjórn skrifar 12. maí 2016 17:15 Glamour/Getty/Skjáskot Mikil eftirvænting var fyrir skólínu söngkonunnar Rihönnu í samstarfi við skóframleiðandann fræga Manolo Blahnik sem kom út á dögunum. Skólínan kemur í takmörkuðu upplagi en það eru klofháu stígvélin úr gallaefni með demöntum sem hafa vakið hvað mesta athygli. Ekki síst fyrir þær sakir að ekki margir geta klæðst þessum stígvélum, sem skarta himinháum pinnahæl. Blaðakona bandaríska Glamour tók sig til og var í stígvélunum heilan vinnudag á ritstjórninni og viðurkennir að henni leið á köflum „eins og Michelin-manninum í kloflausum skíðabuxum.“ Rihanna hefur samt sést nota sín stígvél, og auðvitað ber hún þau vel sem og söngkonan Jennifer Lopez en Rihanna gaf henni par. Lopez notaði þau í nýjasta myndbandinu sínu við lagið Ain´t your Mama og tók mynd af gjöfinni en með henni fylgdi orðsending frá söngkonunni að hún mundi bera þau betur en hún sjálf. Þess má geta að hægt er að skoða stígvélin betur hér en þau kosta rúmar 500 þúsund íslenskar krónur. @badgalriri Thank you soooomuch for these incredibly sick ass boots!! #Rihanna #manolos #loveher #thebaddest A photo posted by Jennifer Lopez (@jlo) on Apr 20, 2016 at 4:41pm PDT Ok! This is amazing!! Thank you #assaadworld #Aintyourmama on itunes now!! Me and my #manolos #aintyourmamavideoonvevo A photo posted by Jennifer Lopez (@jlo) on May 8, 2016 at 2:59pm PDT 1 Hour Until I'm LIVE On Facebook. See You Soon! #AintYourMama A photo posted by Jennifer Lopez (@jlo) on May 10, 2016 at 1:06pm PDT Glamour Tíska Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Samfestingar - flott og þægileg tíska Glamour Kylie Jenner eða Solla Stirða? Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Bestu hrekkjavökubúningar Heidi Klum í gegnum árin Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Glamour
Mikil eftirvænting var fyrir skólínu söngkonunnar Rihönnu í samstarfi við skóframleiðandann fræga Manolo Blahnik sem kom út á dögunum. Skólínan kemur í takmörkuðu upplagi en það eru klofháu stígvélin úr gallaefni með demöntum sem hafa vakið hvað mesta athygli. Ekki síst fyrir þær sakir að ekki margir geta klæðst þessum stígvélum, sem skarta himinháum pinnahæl. Blaðakona bandaríska Glamour tók sig til og var í stígvélunum heilan vinnudag á ritstjórninni og viðurkennir að henni leið á köflum „eins og Michelin-manninum í kloflausum skíðabuxum.“ Rihanna hefur samt sést nota sín stígvél, og auðvitað ber hún þau vel sem og söngkonan Jennifer Lopez en Rihanna gaf henni par. Lopez notaði þau í nýjasta myndbandinu sínu við lagið Ain´t your Mama og tók mynd af gjöfinni en með henni fylgdi orðsending frá söngkonunni að hún mundi bera þau betur en hún sjálf. Þess má geta að hægt er að skoða stígvélin betur hér en þau kosta rúmar 500 þúsund íslenskar krónur. @badgalriri Thank you soooomuch for these incredibly sick ass boots!! #Rihanna #manolos #loveher #thebaddest A photo posted by Jennifer Lopez (@jlo) on Apr 20, 2016 at 4:41pm PDT Ok! This is amazing!! Thank you #assaadworld #Aintyourmama on itunes now!! Me and my #manolos #aintyourmamavideoonvevo A photo posted by Jennifer Lopez (@jlo) on May 8, 2016 at 2:59pm PDT 1 Hour Until I'm LIVE On Facebook. See You Soon! #AintYourMama A photo posted by Jennifer Lopez (@jlo) on May 10, 2016 at 1:06pm PDT
Glamour Tíska Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Samfestingar - flott og þægileg tíska Glamour Kylie Jenner eða Solla Stirða? Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Bestu hrekkjavökubúningar Heidi Klum í gegnum árin Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Glamour