Lífið

Íslenskur Eurovision-aðdáandi kjörinn í stjórn OGAE-I

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Laufey Helga var sátt með árangurinn.
Laufey Helga var sátt með árangurinn. Vísir/Fáses
Laufey Helga Guðmundsdóttir, sem situr í stjórn FÁSES – Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var í dag kjörinn í stjórn alþjóðlegu aðdáandasamtakanna OGAE International.

OGAE International eru regnhlífasamtök fyrir landssamtök aðdáendaklúbba Eurovision. Aðalfundur samtakanna var haldinn í dag á Euroclub í Svíþjóð. Hann er haldinn á hverju ári á föstudeginum fyrir aðalkeppni Eurovision. Fulltrúar yfir fjörtíu klúbba sóttu fundinn í ár. Á fundinum var farið yfir reikninga og skýrslu stjórnar. Þá var nýjum klúbbum veitt aðild.

„Hápunkturinn fyrir FÁSES var þó kjör ritara stjórna OGAE-I en stjórnarkonan okkar Laufey Helga Guðmundsdóttir var í framboði ásamt fimm öðrum. Það er skemmst frá því að segja að Laufey rúllaði kosningunni upp, ekki var einungis klappað fyrir henni í miðri framboðsræðu heldur fékk hún tæplega 40% atkvæða og sigraði því nokkuð örugglega,“ segir á vefsíðu FÁSES en samtökin eru að vonum sátt með sína konu.

„FÁSES er sérstaklega ánægt að eiga nú fulltrúa í stjórn OGAE-I og leggja þannig sitt af mörkum til aðdáendasamfélagsins um allan heim.“

Eins og áður segir fer aðalkeppni Eurovision fram í Globen í Stokkhólmi á morgun og kemur þá í ljós hver ber sigur úr býtum þetta árið. Íslendingar eru sem kunnugt er ekki með í aðalkeppninni í ár.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.