Justin Timberlake sagður elska lag Svía í Eurovision
Birgir Olgeirsson skrifar
Frans og Justin Timberlake í Globen í Stokkhólmi í gær.Vísir/Facebook
Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake virðist vera hrifinn af lagi fulltrúa Svía í Eurovision í ár. Sænska ríkissjónvarpið SVT greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar er birt mynd af Timberlake að heilsa upp á hinn unga Frans sem vann Melodifestivalen fyrr í vetur með laginu IfIWereSorry.
Sænska ríkissjónvarpið segir Timberlake hafa spurt Frans, sem heitir fullu nafni Frans Jeppsson-Wall, hvort hann hafi samið lagið. „Ég elska það. Þetta er frábært lag,“ hefur sænska ríkissjónvarpið eftir Timberlake. Frans samdi lagið ásamt hópi lagahöfunda en ásamt Frans skipa þann hóp OscarFogelström, Michael Saxell og Fredrik Andersson.