Lífið

Úkraína vann Eurovision

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Jamala þótti bera af í kvöld.
Jamala þótti bera af í kvöld. vísir/epa
Það var hin úkraínska Jamala með lagið 1944 sem stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hin ástralska Dama Im lenti í öðru sæti með lagið Sound of Silence en þetta er í annað sinn sem Ástralía fær að taka þátt í Eurovision.

Dami Im byggði upp mikið forskot í stigagjöf dómnefndarinnar og hafði lagið um skeið 300 stiga forskot á úkraínska lagið. Úkraína var hins vegar næst vinsælasta lagið í símakosningunni og ýtti það úkraínska laginu yfir Ástralíu. 

Rússland var í þriðja sæti en landið var vinsælast í símakosningunni.

Hér að neðan má heyra lagið 1944 eins og það hljómaði á sviðinu í kvöld.

Hér má sjá lokastöðuna.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.