Bílskúrinn: Baráttan í Barselóna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. maí 2016 20:15 Red Bull fagnaði gríðarlega eftir gott gengi Verstappen í sinni fyrstu keppni fyrir liðið. Vísir/Getty Max Verstapen vann sína fyrstu keppni eftir ótrúlega atburðarás síðustu viku. Ökumenn Mercedes duttu úr keppni á fyrsta hring eftir árekstur við hvorn annan. Baráttan var ótrúlega hörð alla keppnina. Hvað kom fyrir hjá Mercedes, hvaða áhrif hafði áreksturinn á kappaksurinn og hvernig fór Verstappen að því að vinna? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Max ásamt föður sínum Jos Verstappen.Vísir/GettyUnglingurinn Max Verstappen Atburðarásin sem leiddi til þess að Verstappen vann á Spáni hófst með Daniil Kvyat. Í upphafi síðustu viku var tilkynnt um að Verstappen myndi hafa sætaskipti við Kvyat. Kvyat kæmi þá aftur til Toro Rosso og Red Bull sæti hans færi til Verstappen. Verstappen var orðinn annar strax á fyrsta hring eftir að Mercedes ökumennirnir voru úr leik. Daniel Ricciardo á Red Bull leiddi þá keppnina. Keppnisáætlun Red Bull ökumannanna var ólík hún var megin ástæða þess að Verstappen komst fram úr Ricciardo. Aðdáunarvert var að fylgjast með baráttunni á milli Verstappen og Kimi Raikkonen á Ferrari. Finnski ökumaðurinn reyndi allt hvað hann gat til að taka fram úr hinum 18 ára Verstappen en allt kom fyrir ekki. Verstappen steig ekki eitt einasta feilspor í keppninni. Verstappen er þá orðinn yngsti stigaskorarinn í Formúlu 1, yngsti ökumaðurinn, yngsti ökumaður á verðlaunapall og yngsti ökumaður til að vinna keppni.Bíll Lewis Hamilton var illa farinn eftir áreksturinn við Nico Rosberg.Vísir/gettyHverjum er um að kenna? Hamilton var á ráspól, Rosberg var annar á ráslínu og stal forystunni í ræsingunni og gegnum fyrstu beygju. Hamilton ætlaði svo að svara fyrir sig en Rosberg sveigði fyrir hann, Hamilton endaði þá á grasinu. Hann straujaði svo Rosberg með sér út í malargryfju og báðir duttu úr leik. Sjá einnig: Myndband af árekstri Mercedes. Rannsóknir hafa leitt í ljós að bíll Rosberg var stilltur á vitlausa vélarstillingu. Hann var óvart kominn úr hröðustu stillingu sem notuð er öllu jafna á fyrsta hring. Það skýrir hversu hratt Hamilton gat reynt að taka fram úr Rosberg. Hvorugur ökumaður vildi kenna neinum um en það var annað að heyra á Niki Lauda fyrrum þreföldum heimsmeistara og sérstökum ráðgjafa Mercedes. „Lewis var of grimmur að reyna að taka fram úr þarna. Nico mátti loka á hann enda á hann ekki að gefa honum neitt pláss á meðan hann er fyrir framan,“ sagði Lauda eftir atvikið. Dómarar keppninnar voru sammála ökumönnum um að engum væri um að kenna og úrskurðuðu áreksturinn keppnisatvik.Fernando Alonso kom og óskaði Max Verstappen til hamingju strax eftir keppnina.Vísir/GettyMclaren bíll Fernando Alonso bilaði enn aftur Fernando Alonso lauk ekki keppni annað árið í röð á heimavelli. Alonso var 12. þegar bíll hans nam staðar á brautinni í Barselóna. Aðdáendum Alonso til huggunar er vélin í lagi. Um er að ræða hugbúnaðarvillu sem drap á vélinni samkvæmt Yusuke Hasegawa, yfirmanni vélamála hjá Honda. Alonso hefur einungis lokið tveimur keppnum í ár af fimm. Hann lenti í harkalegum árekstri við Esteban Gutierrez á Haas í Ástralíu. Afleiðingar þess áreksturs komu í veg fyrir þátttöku hans í Bahrein og svo lauk hann keppni í Kína og Rússlandi.Ricciardo var ekki sáttur við eigin árangur en gat glaðst með Verstappen, nýja liðsfélaga sínum.Vísir/GettyHefði Ricciardo átt að vinna? Keppnisáætlanir Red Bull voru mismunandi, Verstappen var á eftir Ricciardo á brautinni í upphafi keppni en virðist hafa fengið betri keppnisáætlunina. Ricciardo var á þriggja stoppa áætlun en Verstappen á tveggja stoppa áætlun. Eftir þriðja stoppið, sem raunar var aukastopp var Ricciardo orðinn fjórði, á eftir Sebastian Vettel, Raikkonen og Verstappen sem leiddi þá keppnina til loka. „Eftir á að hyggja var þriggja stoppa áætlun röng leið til að fara, liðinu fannst það kannski besta leiðin á meðan á keppninni stóð,“ sagði Ricciardo eftir keppnina. Leiða má líkum að því að hann hefði unnið keppnina ef hann hefði verið á sömu áætlun og Verstappen.Bilið á milli Verstappen og Raikkonen var ekki mikið.Vísir/GettyHvers vegna komst Raikkonen ekki fram úr Verstappen? Bilið á milli þeirra Verstappen og Raikkonen rokkaði talsvert yfir hvern hring en var alltaf svipað á ákveðnum stöðum. Við lok ráskaflans var bilið um þriðjungur úr sekúndu, um miðjan hring var bilið svo um sex tíundu úr sekúndu og í gegnum loka beygjurnar var bilið venjulega rúmir sjö tíundu úr sekúndu. Raikkonen hafði iðulega opinn afturvæng á beinum köflum brautarinnar en það dugði ekki til. Ferrari bíllinn var einfaldlega ekki nógu sterkur í gegnum síðustu beygjur brautarinnar þar sem Red Bull bíllinn var ógnar sterkur. Raikkonen dró alla jafna hálfa sekúndu af Verstappen yfir ráskafla brautarinnar en það digði honum aldrei til að ógna Verstappen. Stærsta vandamál Ferrari fólst í slakri tímatöku. Með betri árangri þar hefði Ferrari geta verið framar en raunin varð þegar Mercedes menn duttu úr leik. En svo fór sem fór og Verstappen var maðurinn sem stöðvaði sigurgöndu Rosberg sem hafði staðið í sjö keppnir í röð. Formúla Tengdar fréttir Lauda: Þetta var Lewis að kenna að mínu mati Max Verstappen hjá Red Bull vann sína fyrstu keppni í dag. Keppnin var einnig hans fyrsta fyrir Red Bull eftir að hann fékk sæti Daniil Kvyat upp í hendurnar. Verstappen er yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 keppni. Hver sagði hvað eftir ótrúlega keppni? 15. maí 2016 14:47 Max Verstappen sá yngsti frá upphafi | Sjáðu allan þáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson gera upp helstu atriði spænska kappakstursins. Keppnin var viðburðarík og spennandi frá upphafi til enda. 15. maí 2016 18:00 Max Verstappen vann á Spáni Max Verstappen á Red Bull vann sinn fyrsta kappakstur. Kimi Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 15. maí 2016 13:35 Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Myndband í fréttinni. 15. maí 2016 12:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Max Verstapen vann sína fyrstu keppni eftir ótrúlega atburðarás síðustu viku. Ökumenn Mercedes duttu úr keppni á fyrsta hring eftir árekstur við hvorn annan. Baráttan var ótrúlega hörð alla keppnina. Hvað kom fyrir hjá Mercedes, hvaða áhrif hafði áreksturinn á kappaksurinn og hvernig fór Verstappen að því að vinna? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Max ásamt föður sínum Jos Verstappen.Vísir/GettyUnglingurinn Max Verstappen Atburðarásin sem leiddi til þess að Verstappen vann á Spáni hófst með Daniil Kvyat. Í upphafi síðustu viku var tilkynnt um að Verstappen myndi hafa sætaskipti við Kvyat. Kvyat kæmi þá aftur til Toro Rosso og Red Bull sæti hans færi til Verstappen. Verstappen var orðinn annar strax á fyrsta hring eftir að Mercedes ökumennirnir voru úr leik. Daniel Ricciardo á Red Bull leiddi þá keppnina. Keppnisáætlun Red Bull ökumannanna var ólík hún var megin ástæða þess að Verstappen komst fram úr Ricciardo. Aðdáunarvert var að fylgjast með baráttunni á milli Verstappen og Kimi Raikkonen á Ferrari. Finnski ökumaðurinn reyndi allt hvað hann gat til að taka fram úr hinum 18 ára Verstappen en allt kom fyrir ekki. Verstappen steig ekki eitt einasta feilspor í keppninni. Verstappen er þá orðinn yngsti stigaskorarinn í Formúlu 1, yngsti ökumaðurinn, yngsti ökumaður á verðlaunapall og yngsti ökumaður til að vinna keppni.Bíll Lewis Hamilton var illa farinn eftir áreksturinn við Nico Rosberg.Vísir/gettyHverjum er um að kenna? Hamilton var á ráspól, Rosberg var annar á ráslínu og stal forystunni í ræsingunni og gegnum fyrstu beygju. Hamilton ætlaði svo að svara fyrir sig en Rosberg sveigði fyrir hann, Hamilton endaði þá á grasinu. Hann straujaði svo Rosberg með sér út í malargryfju og báðir duttu úr leik. Sjá einnig: Myndband af árekstri Mercedes. Rannsóknir hafa leitt í ljós að bíll Rosberg var stilltur á vitlausa vélarstillingu. Hann var óvart kominn úr hröðustu stillingu sem notuð er öllu jafna á fyrsta hring. Það skýrir hversu hratt Hamilton gat reynt að taka fram úr Rosberg. Hvorugur ökumaður vildi kenna neinum um en það var annað að heyra á Niki Lauda fyrrum þreföldum heimsmeistara og sérstökum ráðgjafa Mercedes. „Lewis var of grimmur að reyna að taka fram úr þarna. Nico mátti loka á hann enda á hann ekki að gefa honum neitt pláss á meðan hann er fyrir framan,“ sagði Lauda eftir atvikið. Dómarar keppninnar voru sammála ökumönnum um að engum væri um að kenna og úrskurðuðu áreksturinn keppnisatvik.Fernando Alonso kom og óskaði Max Verstappen til hamingju strax eftir keppnina.Vísir/GettyMclaren bíll Fernando Alonso bilaði enn aftur Fernando Alonso lauk ekki keppni annað árið í röð á heimavelli. Alonso var 12. þegar bíll hans nam staðar á brautinni í Barselóna. Aðdáendum Alonso til huggunar er vélin í lagi. Um er að ræða hugbúnaðarvillu sem drap á vélinni samkvæmt Yusuke Hasegawa, yfirmanni vélamála hjá Honda. Alonso hefur einungis lokið tveimur keppnum í ár af fimm. Hann lenti í harkalegum árekstri við Esteban Gutierrez á Haas í Ástralíu. Afleiðingar þess áreksturs komu í veg fyrir þátttöku hans í Bahrein og svo lauk hann keppni í Kína og Rússlandi.Ricciardo var ekki sáttur við eigin árangur en gat glaðst með Verstappen, nýja liðsfélaga sínum.Vísir/GettyHefði Ricciardo átt að vinna? Keppnisáætlanir Red Bull voru mismunandi, Verstappen var á eftir Ricciardo á brautinni í upphafi keppni en virðist hafa fengið betri keppnisáætlunina. Ricciardo var á þriggja stoppa áætlun en Verstappen á tveggja stoppa áætlun. Eftir þriðja stoppið, sem raunar var aukastopp var Ricciardo orðinn fjórði, á eftir Sebastian Vettel, Raikkonen og Verstappen sem leiddi þá keppnina til loka. „Eftir á að hyggja var þriggja stoppa áætlun röng leið til að fara, liðinu fannst það kannski besta leiðin á meðan á keppninni stóð,“ sagði Ricciardo eftir keppnina. Leiða má líkum að því að hann hefði unnið keppnina ef hann hefði verið á sömu áætlun og Verstappen.Bilið á milli Verstappen og Raikkonen var ekki mikið.Vísir/GettyHvers vegna komst Raikkonen ekki fram úr Verstappen? Bilið á milli þeirra Verstappen og Raikkonen rokkaði talsvert yfir hvern hring en var alltaf svipað á ákveðnum stöðum. Við lok ráskaflans var bilið um þriðjungur úr sekúndu, um miðjan hring var bilið svo um sex tíundu úr sekúndu og í gegnum loka beygjurnar var bilið venjulega rúmir sjö tíundu úr sekúndu. Raikkonen hafði iðulega opinn afturvæng á beinum köflum brautarinnar en það dugði ekki til. Ferrari bíllinn var einfaldlega ekki nógu sterkur í gegnum síðustu beygjur brautarinnar þar sem Red Bull bíllinn var ógnar sterkur. Raikkonen dró alla jafna hálfa sekúndu af Verstappen yfir ráskafla brautarinnar en það digði honum aldrei til að ógna Verstappen. Stærsta vandamál Ferrari fólst í slakri tímatöku. Með betri árangri þar hefði Ferrari geta verið framar en raunin varð þegar Mercedes menn duttu úr leik. En svo fór sem fór og Verstappen var maðurinn sem stöðvaði sigurgöndu Rosberg sem hafði staðið í sjö keppnir í röð.
Formúla Tengdar fréttir Lauda: Þetta var Lewis að kenna að mínu mati Max Verstappen hjá Red Bull vann sína fyrstu keppni í dag. Keppnin var einnig hans fyrsta fyrir Red Bull eftir að hann fékk sæti Daniil Kvyat upp í hendurnar. Verstappen er yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 keppni. Hver sagði hvað eftir ótrúlega keppni? 15. maí 2016 14:47 Max Verstappen sá yngsti frá upphafi | Sjáðu allan þáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson gera upp helstu atriði spænska kappakstursins. Keppnin var viðburðarík og spennandi frá upphafi til enda. 15. maí 2016 18:00 Max Verstappen vann á Spáni Max Verstappen á Red Bull vann sinn fyrsta kappakstur. Kimi Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 15. maí 2016 13:35 Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Myndband í fréttinni. 15. maí 2016 12:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lauda: Þetta var Lewis að kenna að mínu mati Max Verstappen hjá Red Bull vann sína fyrstu keppni í dag. Keppnin var einnig hans fyrsta fyrir Red Bull eftir að hann fékk sæti Daniil Kvyat upp í hendurnar. Verstappen er yngsti ökumaðurinn til að vinna Formúlu 1 keppni. Hver sagði hvað eftir ótrúlega keppni? 15. maí 2016 14:47
Max Verstappen sá yngsti frá upphafi | Sjáðu allan þáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson gera upp helstu atriði spænska kappakstursins. Keppnin var viðburðarík og spennandi frá upphafi til enda. 15. maí 2016 18:00
Max Verstappen vann á Spáni Max Verstappen á Red Bull vann sinn fyrsta kappakstur. Kimi Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 15. maí 2016 13:35
Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna. Myndband í fréttinni. 15. maí 2016 12:45