Stóra litablað Glamour er komið út Ritstjórn skrifar 18. maí 2016 10:00 Maíblað Glamour hefur litið dagsins ljós og að þessu sinni eru litir og litadýrð þema blaðsins eins og sjá má að fá forsíðuþætti blaðsins þar sem boðið er upp á skemmtilegar litasamsetningar. Forsíðuna prýðir fyrirsætan Maria Locks en það er ljósmyndarinn Damien Fry sem er á bakvið linsuna. Þetta er í fyrsta sinn sem Damien vinnur fyrir íslenska Glamour en hann hefur meðal annasr unnið fyrir Elle, Vogue, Nike og Topshop. Okkar eigin Ísak Freyr Helgason sá um förðunina sem er í takt við litaþema blaðsins. Blaðið er stútfullt af fjölbreyttu efni þar sem ber hæst litaþemað en það hefur gjarna loðið við okkur Íslendinga að svarti liturinn sé ríkjandi í okkar fatavali. Satt eða ekki? Við allavega leitumst við að svara þeim spurningum og fáum Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð og Jógu Gnarr til að leiða okkur í gegnum litina. Hvernig á að klæðast litum? Hvaða litir fara best saman? Er litríkur klæðaburður ávísun á hressleika? Hvaða bjóða íslensku búðirnar upp á af litum þetta sumarið - en pastellitirnir eru áberandi í sumartískunni. Förðunarkaflinn er veglegur að vanda þar sem meðal annars er boðið upp á uppskrift að hinu fullkomna heimadekri og við förum yfir hvað er eiginlega málið með allar þessar litaleiðréttingarvörur. Leikkonan Elma Lísa opnar litríkan fataskáp sinn en hún er ein af þeim fáu sem gifti sig guðdómlegum bleikum brúðarkjólog innanhúshönnuðurinn Katrín Ísfeld fer yfir hvernig má færa litagleðina inn á heimilið. Þetta og margt margt fleira í fjölbreyttu blaði sem kemur með litadýrð sumarsins!Á leiðinni í allar helstu verslanir og til áskrifenda - tryggðu þér áskrift hér, á glamour@glamour.is eða í síma 512 5550. Allir regnbogans litir í Maí blaði Glamour!Glamour/Getty Glamour Tíska Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Samfestingar - flott og þægileg tíska Glamour Kylie Jenner eða Solla Stirða? Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Bestu hrekkjavökubúningar Heidi Klum í gegnum árin Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Eiga von á barni Glamour
Maíblað Glamour hefur litið dagsins ljós og að þessu sinni eru litir og litadýrð þema blaðsins eins og sjá má að fá forsíðuþætti blaðsins þar sem boðið er upp á skemmtilegar litasamsetningar. Forsíðuna prýðir fyrirsætan Maria Locks en það er ljósmyndarinn Damien Fry sem er á bakvið linsuna. Þetta er í fyrsta sinn sem Damien vinnur fyrir íslenska Glamour en hann hefur meðal annasr unnið fyrir Elle, Vogue, Nike og Topshop. Okkar eigin Ísak Freyr Helgason sá um förðunina sem er í takt við litaþema blaðsins. Blaðið er stútfullt af fjölbreyttu efni þar sem ber hæst litaþemað en það hefur gjarna loðið við okkur Íslendinga að svarti liturinn sé ríkjandi í okkar fatavali. Satt eða ekki? Við allavega leitumst við að svara þeim spurningum og fáum Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð og Jógu Gnarr til að leiða okkur í gegnum litina. Hvernig á að klæðast litum? Hvaða litir fara best saman? Er litríkur klæðaburður ávísun á hressleika? Hvaða bjóða íslensku búðirnar upp á af litum þetta sumarið - en pastellitirnir eru áberandi í sumartískunni. Förðunarkaflinn er veglegur að vanda þar sem meðal annars er boðið upp á uppskrift að hinu fullkomna heimadekri og við förum yfir hvað er eiginlega málið með allar þessar litaleiðréttingarvörur. Leikkonan Elma Lísa opnar litríkan fataskáp sinn en hún er ein af þeim fáu sem gifti sig guðdómlegum bleikum brúðarkjólog innanhúshönnuðurinn Katrín Ísfeld fer yfir hvernig má færa litagleðina inn á heimilið. Þetta og margt margt fleira í fjölbreyttu blaði sem kemur með litadýrð sumarsins!Á leiðinni í allar helstu verslanir og til áskrifenda - tryggðu þér áskrift hér, á glamour@glamour.is eða í síma 512 5550. Allir regnbogans litir í Maí blaði Glamour!Glamour/Getty
Glamour Tíska Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Samfestingar - flott og þægileg tíska Glamour Kylie Jenner eða Solla Stirða? Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Bestu hrekkjavökubúningar Heidi Klum í gegnum árin Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Eiga von á barni Glamour