„Úrslitin standa“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2016 15:03 Jamala hafði sigur í Eurovision með samanlögðum stigum frá dómnefndum og áhorfendum. Rússinn Sergey Lazarev hlaut flest stig frá áhorfendum en Ástralinn Dami Im hlaut flest stig frá dómnefndum. Vísir/Getty Úkraína er og verður sigurvegari söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 2016. Svo segir í yfirlýsingu frá Eurovision-keppninni þar sem brugðist er við áskorun um að úrslit keppninnar verði endurskoðuð. Þrjú hundruð þúsund manns hafa ritað undir þá áskorun þegar þetta er ritað en fjölmargir voru óánægðir með úrslitin. Þá sérstaklega í ljósi þess að Rússland hlaut flest atkvæði frá áhorfendum en niðurstaða dómnefnda gerði það að verkum að rússneski flytjandinn Sergey Lazarev hafnaði í þriðja sæti með lagið You Are The Only One. Þeir sem hafa gagnrýnt þessi úrslit vilja meina að pólitík hafi tekið völdin. Sigurlagið 1944, sem Jamala flutti fyrir hönd Úkraínu, fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Tötörum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Rússar höfðu farið fram á að laginu yrði vísað úr keppni en forsvarsmenn Eurovision ákváðu að leyfa Jamölu að taka þátt því lagið vísaði í sögulegar staðreyndir. Í áskoruninni til Eurovision segir að sá fjöldi sem hefur lagt nafn sitt við hana sýni að fjölmargir séu þeirrar skoðunar að Jamala hafi ekki verið sú sem átti í raun að hafa sigur í keppninni. Er því farið fram á að úrslitin verði endurskoðuð. Í tilkynningunni frá Eurovision kemur fram að forsvarsmenn hennar vonist til að þeir sem lögðu nafn sitt við áskorunin finni það í sér að meðtaka úrslitin, sem séu í samræmi við reglur keppninnar, og snúi sér að uppbyggilegum samræðum um hvernig bæta megi keppnina og styrkja. Jamala vann með samanlögðum stigafjölda frá bæði dómnefnd og áhorfendum. Ástralski flytjandinn Dami Im hlaut flest atkvæði frá dómnefndinni en Rússinn Sergey Lazarev flest frá áhorfendum. „Þau eiga bæði heiður skilið fyrir flutning á heimsmælikvarða, þeirra frábæru lög og hvernig þau tóku ósigrinum eins og sannir fagmenn. Þau unnu kannski ekki keppnina, en tóku úrslitunum sem sigurvegarar. Fyrir það fá þau lof frá okkur,“ segir í tilkynningunni. Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Úkraína er og verður sigurvegari söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 2016. Svo segir í yfirlýsingu frá Eurovision-keppninni þar sem brugðist er við áskorun um að úrslit keppninnar verði endurskoðuð. Þrjú hundruð þúsund manns hafa ritað undir þá áskorun þegar þetta er ritað en fjölmargir voru óánægðir með úrslitin. Þá sérstaklega í ljósi þess að Rússland hlaut flest atkvæði frá áhorfendum en niðurstaða dómnefnda gerði það að verkum að rússneski flytjandinn Sergey Lazarev hafnaði í þriðja sæti með lagið You Are The Only One. Þeir sem hafa gagnrýnt þessi úrslit vilja meina að pólitík hafi tekið völdin. Sigurlagið 1944, sem Jamala flutti fyrir hönd Úkraínu, fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Tötörum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Rússar höfðu farið fram á að laginu yrði vísað úr keppni en forsvarsmenn Eurovision ákváðu að leyfa Jamölu að taka þátt því lagið vísaði í sögulegar staðreyndir. Í áskoruninni til Eurovision segir að sá fjöldi sem hefur lagt nafn sitt við hana sýni að fjölmargir séu þeirrar skoðunar að Jamala hafi ekki verið sú sem átti í raun að hafa sigur í keppninni. Er því farið fram á að úrslitin verði endurskoðuð. Í tilkynningunni frá Eurovision kemur fram að forsvarsmenn hennar vonist til að þeir sem lögðu nafn sitt við áskorunin finni það í sér að meðtaka úrslitin, sem séu í samræmi við reglur keppninnar, og snúi sér að uppbyggilegum samræðum um hvernig bæta megi keppnina og styrkja. Jamala vann með samanlögðum stigafjölda frá bæði dómnefnd og áhorfendum. Ástralski flytjandinn Dami Im hlaut flest atkvæði frá dómnefndinni en Rússinn Sergey Lazarev flest frá áhorfendum. „Þau eiga bæði heiður skilið fyrir flutning á heimsmælikvarða, þeirra frábæru lög og hvernig þau tóku ósigrinum eins og sannir fagmenn. Þau unnu kannski ekki keppnina, en tóku úrslitunum sem sigurvegarar. Fyrir það fá þau lof frá okkur,“ segir í tilkynningunni.
Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10
Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24
Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46
Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06