Síðustu Evrópumeistaratitlar Liverpool eru eftirminnilegir | Myndir og Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2016 09:45 Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og knattspyrnustjórinn Rafael Benítez með Meistaradeildarbikarinn 2005. Vísir/Getty Liverpool getur í kvöld unnið sinn níunda titil í Evrópukeppni og um leið tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabil þegar liðið spilar við Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel í Sviss. Úrslitaleikur Liverpool og Sevilla hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður Gummi Ben sem lýsir leiknum. Liverpool hefur tvisvar orðið Evrópumeistari á þessari öld og báðir úrslitaleikirnir voru afar eftirminnilegir. Liverpool vann Meistaradeildina á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul í Tyrkland 2005 og fjórum árum áður hafði félagið unnið UEFA-bikarinn eftir úrslitaleik á Westfalenstadion í Dortmund í Þýskalandi. Báðir þessir úrslitaleikir voru miklir markaleikir og báðir fóru í framlengingu. Alls voru skoruð 15 mörk í þessum tveimur leikjum auk þess að annar þeirra fór alla leið í vítakeppni. Liverpool vann AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 í leik sem oft hefur verið kallað kraftaverkið í Istanbul. Liverpool var 3-0 undir í hálfleik en kom til baka með því að skora þrjú mörk á sex mínútna kafla í seinni hálfleiknum og vann síðan í vítakeppni. Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek varði vítaspyrnu Andriy Shevchenko og tryggði Liverpool titilinn. Dudek hafði áður varið víti frá Andrea Pirlo. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool vann spænska félagið Alavés 5-4 í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 en Liverpool vann leikinn á gullmarki. Delfí Geli, varnarmaður Alavés, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar það stefndi í vítakeppni. Markus Babbel, Steven Gerrard, Gary McAllister og Robbie Fowler skoruðu hin mörk Liverpool í leiknum en staðan var 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Liverpool komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Jordi Cruijff tryggði Alavés framlengingu með því að jafna leikinn rétt fyrir leikslok. Það er hægt að sjá myndbönd frá UEFA frá þessum tveimur ógleymanlegu úrslitaleikjum. Hér er samantekt frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 en það er síðan hægt að sjá myndband frá úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 hér. Hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá fögnuðu Liverpool-manna eftir leikinn.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Liverpool getur í kvöld unnið sinn níunda titil í Evrópukeppni og um leið tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabil þegar liðið spilar við Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel í Sviss. Úrslitaleikur Liverpool og Sevilla hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður Gummi Ben sem lýsir leiknum. Liverpool hefur tvisvar orðið Evrópumeistari á þessari öld og báðir úrslitaleikirnir voru afar eftirminnilegir. Liverpool vann Meistaradeildina á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul í Tyrkland 2005 og fjórum árum áður hafði félagið unnið UEFA-bikarinn eftir úrslitaleik á Westfalenstadion í Dortmund í Þýskalandi. Báðir þessir úrslitaleikir voru miklir markaleikir og báðir fóru í framlengingu. Alls voru skoruð 15 mörk í þessum tveimur leikjum auk þess að annar þeirra fór alla leið í vítakeppni. Liverpool vann AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 í leik sem oft hefur verið kallað kraftaverkið í Istanbul. Liverpool var 3-0 undir í hálfleik en kom til baka með því að skora þrjú mörk á sex mínútna kafla í seinni hálfleiknum og vann síðan í vítakeppni. Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek varði vítaspyrnu Andriy Shevchenko og tryggði Liverpool titilinn. Dudek hafði áður varið víti frá Andrea Pirlo. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool vann spænska félagið Alavés 5-4 í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 en Liverpool vann leikinn á gullmarki. Delfí Geli, varnarmaður Alavés, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar það stefndi í vítakeppni. Markus Babbel, Steven Gerrard, Gary McAllister og Robbie Fowler skoruðu hin mörk Liverpool í leiknum en staðan var 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Liverpool komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Jordi Cruijff tryggði Alavés framlengingu með því að jafna leikinn rétt fyrir leikslok. Það er hægt að sjá myndbönd frá UEFA frá þessum tveimur ógleymanlegu úrslitaleikjum. Hér er samantekt frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 en það er síðan hægt að sjá myndband frá úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 hér. Hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá fögnuðu Liverpool-manna eftir leikinn.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira