Glamour

Hlutverk Mr. Big í Sex and The City var upphaflega ætlað öðrum leikara

Ritstjórn skrifar
Carrie og Mr.Big áttu skrautlegt samband í Sex and The City þáttunum.
Carrie og Mr.Big áttu skrautlegt samband í Sex and The City þáttunum.
Darren Star, einn höfunda Sex and The City þáttanna sem gerðu garðinn frægan í kringum aldamótin, hefur sagt að þegar þættirnir voru skrifaðir í byrjun hafi höfundateymið haft Alec Baldwin í huga til þess að leika Mr.Big, aðal kærasta Carrie Bradshaw í þáttunum.

Leikarinn Chris Noth landaði þó hlutverkinu á endanum. Star segir að Alec hafi skort ýmislegt sem Chris hafði eins og hæðina, myrka persónuleikann og dulúð. 

Sem betur fer hentaði Chris hlutverkinu fullkomlega og hefði það hugsanlega ekki verið eins ef að Alec hefði fengið það.

Það er skrítið að ímynda sér að Alec Baldwin hefði getað farið með hlutverk Mr.Big.





×