Nissan innkallar 4 milljónir bíla Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2016 09:46 Nissan Murano er einn þeirra bíla sem innkallaðir verða, þó eingöngu af árgerðum 2015 og 2016. Í síðustu viku tilkynnti japanski bílaframleiðandinn um innköllun um 4 milljóna bíla sinna vegna galla í öryggispúðum í bílunum. Þetta er enn ein stóra innköllunin af völdum gallaðra öryggispúða, en á síðasta ári þurftu t.d. bílaframleiðendurnir BMW, Chrysler, Ford, Honda, Lexus, Mazda, Toyota og Acura að innkalla bíla sökum slíkra galla. Af þessum 4 milljón bílum frá Nissan nú eru 3,2 milljónir þeirra í Bandaríkjunum og Kanada. Gallinn í Nissan bílunum er fólginn í biluðum skynjara sem greinir milli þess hvort í farþegasætinu frammí sé fullorðinn einstaklingur eða barn og hann á það til að skilgreina fullorðinn farþega sem barn og þá aftengist öryggispúðinn með tilheyrandi hættu. Innköllununin nær til bílanna Missan Maxima (2016-2017), Nissan Altima (2013-2016), Nissan NV200, Nissan Pathfinder (2013-2017), Nissan Leaf og Sentra, Nissan Murano (2015-2016), Nissan Rogue (2014-2017) og Infinity QX60 og Q50 (2014-2017). Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent
Í síðustu viku tilkynnti japanski bílaframleiðandinn um innköllun um 4 milljóna bíla sinna vegna galla í öryggispúðum í bílunum. Þetta er enn ein stóra innköllunin af völdum gallaðra öryggispúða, en á síðasta ári þurftu t.d. bílaframleiðendurnir BMW, Chrysler, Ford, Honda, Lexus, Mazda, Toyota og Acura að innkalla bíla sökum slíkra galla. Af þessum 4 milljón bílum frá Nissan nú eru 3,2 milljónir þeirra í Bandaríkjunum og Kanada. Gallinn í Nissan bílunum er fólginn í biluðum skynjara sem greinir milli þess hvort í farþegasætinu frammí sé fullorðinn einstaklingur eða barn og hann á það til að skilgreina fullorðinn farþega sem barn og þá aftengist öryggispúðinn með tilheyrandi hættu. Innköllununin nær til bílanna Missan Maxima (2016-2017), Nissan Altima (2013-2016), Nissan NV200, Nissan Pathfinder (2013-2017), Nissan Leaf og Sentra, Nissan Murano (2015-2016), Nissan Rogue (2014-2017) og Infinity QX60 og Q50 (2014-2017).
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent