Nissan innkallar 4 milljónir bíla Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2016 09:46 Nissan Murano er einn þeirra bíla sem innkallaðir verða, þó eingöngu af árgerðum 2015 og 2016. Í síðustu viku tilkynnti japanski bílaframleiðandinn um innköllun um 4 milljóna bíla sinna vegna galla í öryggispúðum í bílunum. Þetta er enn ein stóra innköllunin af völdum gallaðra öryggispúða, en á síðasta ári þurftu t.d. bílaframleiðendurnir BMW, Chrysler, Ford, Honda, Lexus, Mazda, Toyota og Acura að innkalla bíla sökum slíkra galla. Af þessum 4 milljón bílum frá Nissan nú eru 3,2 milljónir þeirra í Bandaríkjunum og Kanada. Gallinn í Nissan bílunum er fólginn í biluðum skynjara sem greinir milli þess hvort í farþegasætinu frammí sé fullorðinn einstaklingur eða barn og hann á það til að skilgreina fullorðinn farþega sem barn og þá aftengist öryggispúðinn með tilheyrandi hættu. Innköllununin nær til bílanna Missan Maxima (2016-2017), Nissan Altima (2013-2016), Nissan NV200, Nissan Pathfinder (2013-2017), Nissan Leaf og Sentra, Nissan Murano (2015-2016), Nissan Rogue (2014-2017) og Infinity QX60 og Q50 (2014-2017). Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Í síðustu viku tilkynnti japanski bílaframleiðandinn um innköllun um 4 milljóna bíla sinna vegna galla í öryggispúðum í bílunum. Þetta er enn ein stóra innköllunin af völdum gallaðra öryggispúða, en á síðasta ári þurftu t.d. bílaframleiðendurnir BMW, Chrysler, Ford, Honda, Lexus, Mazda, Toyota og Acura að innkalla bíla sökum slíkra galla. Af þessum 4 milljón bílum frá Nissan nú eru 3,2 milljónir þeirra í Bandaríkjunum og Kanada. Gallinn í Nissan bílunum er fólginn í biluðum skynjara sem greinir milli þess hvort í farþegasætinu frammí sé fullorðinn einstaklingur eða barn og hann á það til að skilgreina fullorðinn farþega sem barn og þá aftengist öryggispúðinn með tilheyrandi hættu. Innköllununin nær til bílanna Missan Maxima (2016-2017), Nissan Altima (2013-2016), Nissan NV200, Nissan Pathfinder (2013-2017), Nissan Leaf og Sentra, Nissan Murano (2015-2016), Nissan Rogue (2014-2017) og Infinity QX60 og Q50 (2014-2017).
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent