Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 11:22 Branderburgarhliðið í Berlín, einnum vinsælasta áfangastað ferðamanna í Evrópu. vísir/getty Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. Aðgerðirnar eiga að hjálpa borgarbúum að leigja í þýsku höfuðborginni þar sem leiga hefur hækkað um rúmlega helming frá 2009. Telja yfirvöld að íbúðarleiga til ferðamanna skerði verulega aðgengi borgarbúa að húsnæði þar sem færri íbúðir eru í boði og verðið mun hærra. Samkvæmt löggjöfinni mega Berlínarbúar þó ennþá leigja stök herbergi í íbúðum sínum til ferðamanna. Lögin voru samþykkt árið 2014 en tóku ekki gildi fyrr en nú á laugardaginn þegar tveggja ára aðlögunartímabili vegna laganna lauk. Þeir sem brjóta gegn löggjöfinni geta átt von á sekt upp á allt að 100 þúsund evrur, eða sem samsvarar 14 milljónum króna. Andreas Giesel, yfirmaður skipulagsmála í Berlín, segir breytinguna nauðsynlega þar sem húsnæðisskortur sé í borginni. Berlín er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Á seinasta ári voru gistinætur þar 30,2 milljónir en þar af voru rúmlega sex milljónir nótta í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. Aðgerðirnar eiga að hjálpa borgarbúum að leigja í þýsku höfuðborginni þar sem leiga hefur hækkað um rúmlega helming frá 2009. Telja yfirvöld að íbúðarleiga til ferðamanna skerði verulega aðgengi borgarbúa að húsnæði þar sem færri íbúðir eru í boði og verðið mun hærra. Samkvæmt löggjöfinni mega Berlínarbúar þó ennþá leigja stök herbergi í íbúðum sínum til ferðamanna. Lögin voru samþykkt árið 2014 en tóku ekki gildi fyrr en nú á laugardaginn þegar tveggja ára aðlögunartímabili vegna laganna lauk. Þeir sem brjóta gegn löggjöfinni geta átt von á sekt upp á allt að 100 þúsund evrur, eða sem samsvarar 14 milljónum króna. Andreas Giesel, yfirmaður skipulagsmála í Berlín, segir breytinguna nauðsynlega þar sem húsnæðisskortur sé í borginni. Berlín er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Á seinasta ári voru gistinætur þar 30,2 milljónir en þar af voru rúmlega sex milljónir nótta í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira