Fyrsti dagur æfinga í Stokkhólmi: Sergey hrasaði Laufey Helga Guðmundsdóttir í Stokkhólmi skrifar 3. maí 2016 10:30 Eurovision dagatal grúppíunnar hefur runnið smurt í gegn síðustu mánuði. Síðasta vetur hófust undankeppnir í hverju landinu á fætur öðru og voru þær 25 talsins þar til yfir lauk. Lögin sem valin voru innbyrðis hjá ríkissjónvarpsstöðvunum týndust líka inn en skila þurfti lögunum fullkláruðum til Stokkhólms þann 14. mars. Þau voru ansi mörg vongóðu söngvakeppnislögin sem hófu sig til flugs til þess eins að enda í Eurovision kirkjugarðinum (eða fjöldagröf eins og réttara væri að kalla þau) og verða þar með aldrei flutt á sviði í þessari stærstu söngvakeppni veraldar. Því næst hófst kynningarstarf keppenda sem þustu á milli Moskvu, Tel Aviv, Amsterdam London, Riga og meira segja Möltu til að kynna sig og sitt lag. Nú er svo loksins komið að því – allt er til reiðu í Stokkhólmi og æfingar keppenda í Eurovision 2016 hófust í Globen höllinni í gær. Eurovision 2016 einkennist af þrennu; textaendurtekningum, sjónrænni grafík í þriðja veldi (enda sviðið í Globen sérstaklega hannað til þess arna) og 35 atriði af 42 eru sungin af einsöngvurum. Maðurinn sem skorar í öll þessi box heitir Sergey Lazarev og kemur frá Rússlandi. Honum hefur verið spáð sérlega góðu gengi í ár og hefur leitt veðbandaspár síðustu vikur. Sergey þessi er mjög þekktur leikari, söngvari og þáttastjórnandi í heimalandi sínu (hefur m.a. leikið Figaro í Brúðkaupi Figaros – geri aðrir betur). Sergey mætir til Stokkhólms með skotheldan eyrnaorm úr smiðju helsta Eurovisionlagahöfunds Rússa (Philip Kirkorov) og helsta Eurovisionlagahöfunds Grikkja (Dimitris Kontopoulos). Þetta getur bara ekki klikkað! Ofan á þá bombu bæta þeir við heljarinnar grafík og príli hjá Sergey til að sviðsmynd myndbands hans lifni við. Reyndar voru fimleikarnir svo miklir á fyrstu æfingu í dag að Sergey hrasaði. Hann hlaut þó engin meiðsli af. Eflaust munu einhverjir sjá líkindi við atriði Mans Zelmerlov frá því í fyrra og við atriði Gretu Salóme í ár en Sergey svaraði þessu atriði vel á blaðamannafundi eftir æfingu í dag - þetta væri einfaldlega nýja Eurovision tíska að nota sjónrænar brellur og menn væru stöðugt að reyna að bæta sig skemmtanabransanum. Síðar í dag mátti sjá Rússa taka dýfu í helstu Eurovision veðbönkunum vegna þessa óhapps Sergeys í dag. Það dregur því á milli með vængjaða Rússanum og hjartaknúsaranum frá Frakklandi. Meira um það síðar. Eurovision Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Eurovision dagatal grúppíunnar hefur runnið smurt í gegn síðustu mánuði. Síðasta vetur hófust undankeppnir í hverju landinu á fætur öðru og voru þær 25 talsins þar til yfir lauk. Lögin sem valin voru innbyrðis hjá ríkissjónvarpsstöðvunum týndust líka inn en skila þurfti lögunum fullkláruðum til Stokkhólms þann 14. mars. Þau voru ansi mörg vongóðu söngvakeppnislögin sem hófu sig til flugs til þess eins að enda í Eurovision kirkjugarðinum (eða fjöldagröf eins og réttara væri að kalla þau) og verða þar með aldrei flutt á sviði í þessari stærstu söngvakeppni veraldar. Því næst hófst kynningarstarf keppenda sem þustu á milli Moskvu, Tel Aviv, Amsterdam London, Riga og meira segja Möltu til að kynna sig og sitt lag. Nú er svo loksins komið að því – allt er til reiðu í Stokkhólmi og æfingar keppenda í Eurovision 2016 hófust í Globen höllinni í gær. Eurovision 2016 einkennist af þrennu; textaendurtekningum, sjónrænni grafík í þriðja veldi (enda sviðið í Globen sérstaklega hannað til þess arna) og 35 atriði af 42 eru sungin af einsöngvurum. Maðurinn sem skorar í öll þessi box heitir Sergey Lazarev og kemur frá Rússlandi. Honum hefur verið spáð sérlega góðu gengi í ár og hefur leitt veðbandaspár síðustu vikur. Sergey þessi er mjög þekktur leikari, söngvari og þáttastjórnandi í heimalandi sínu (hefur m.a. leikið Figaro í Brúðkaupi Figaros – geri aðrir betur). Sergey mætir til Stokkhólms með skotheldan eyrnaorm úr smiðju helsta Eurovisionlagahöfunds Rússa (Philip Kirkorov) og helsta Eurovisionlagahöfunds Grikkja (Dimitris Kontopoulos). Þetta getur bara ekki klikkað! Ofan á þá bombu bæta þeir við heljarinnar grafík og príli hjá Sergey til að sviðsmynd myndbands hans lifni við. Reyndar voru fimleikarnir svo miklir á fyrstu æfingu í dag að Sergey hrasaði. Hann hlaut þó engin meiðsli af. Eflaust munu einhverjir sjá líkindi við atriði Mans Zelmerlov frá því í fyrra og við atriði Gretu Salóme í ár en Sergey svaraði þessu atriði vel á blaðamannafundi eftir æfingu í dag - þetta væri einfaldlega nýja Eurovision tíska að nota sjónrænar brellur og menn væru stöðugt að reyna að bæta sig skemmtanabransanum. Síðar í dag mátti sjá Rússa taka dýfu í helstu Eurovision veðbönkunum vegna þessa óhapps Sergeys í dag. Það dregur því á milli með vængjaða Rússanum og hjartaknúsaranum frá Frakklandi. Meira um það síðar.
Eurovision Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira