Fyrsti dagur æfinga í Stokkhólmi: Sergey hrasaði Laufey Helga Guðmundsdóttir í Stokkhólmi skrifar 3. maí 2016 10:30 Eurovision dagatal grúppíunnar hefur runnið smurt í gegn síðustu mánuði. Síðasta vetur hófust undankeppnir í hverju landinu á fætur öðru og voru þær 25 talsins þar til yfir lauk. Lögin sem valin voru innbyrðis hjá ríkissjónvarpsstöðvunum týndust líka inn en skila þurfti lögunum fullkláruðum til Stokkhólms þann 14. mars. Þau voru ansi mörg vongóðu söngvakeppnislögin sem hófu sig til flugs til þess eins að enda í Eurovision kirkjugarðinum (eða fjöldagröf eins og réttara væri að kalla þau) og verða þar með aldrei flutt á sviði í þessari stærstu söngvakeppni veraldar. Því næst hófst kynningarstarf keppenda sem þustu á milli Moskvu, Tel Aviv, Amsterdam London, Riga og meira segja Möltu til að kynna sig og sitt lag. Nú er svo loksins komið að því – allt er til reiðu í Stokkhólmi og æfingar keppenda í Eurovision 2016 hófust í Globen höllinni í gær. Eurovision 2016 einkennist af þrennu; textaendurtekningum, sjónrænni grafík í þriðja veldi (enda sviðið í Globen sérstaklega hannað til þess arna) og 35 atriði af 42 eru sungin af einsöngvurum. Maðurinn sem skorar í öll þessi box heitir Sergey Lazarev og kemur frá Rússlandi. Honum hefur verið spáð sérlega góðu gengi í ár og hefur leitt veðbandaspár síðustu vikur. Sergey þessi er mjög þekktur leikari, söngvari og þáttastjórnandi í heimalandi sínu (hefur m.a. leikið Figaro í Brúðkaupi Figaros – geri aðrir betur). Sergey mætir til Stokkhólms með skotheldan eyrnaorm úr smiðju helsta Eurovisionlagahöfunds Rússa (Philip Kirkorov) og helsta Eurovisionlagahöfunds Grikkja (Dimitris Kontopoulos). Þetta getur bara ekki klikkað! Ofan á þá bombu bæta þeir við heljarinnar grafík og príli hjá Sergey til að sviðsmynd myndbands hans lifni við. Reyndar voru fimleikarnir svo miklir á fyrstu æfingu í dag að Sergey hrasaði. Hann hlaut þó engin meiðsli af. Eflaust munu einhverjir sjá líkindi við atriði Mans Zelmerlov frá því í fyrra og við atriði Gretu Salóme í ár en Sergey svaraði þessu atriði vel á blaðamannafundi eftir æfingu í dag - þetta væri einfaldlega nýja Eurovision tíska að nota sjónrænar brellur og menn væru stöðugt að reyna að bæta sig skemmtanabransanum. Síðar í dag mátti sjá Rússa taka dýfu í helstu Eurovision veðbönkunum vegna þessa óhapps Sergeys í dag. Það dregur því á milli með vængjaða Rússanum og hjartaknúsaranum frá Frakklandi. Meira um það síðar. Eurovision Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira
Eurovision dagatal grúppíunnar hefur runnið smurt í gegn síðustu mánuði. Síðasta vetur hófust undankeppnir í hverju landinu á fætur öðru og voru þær 25 talsins þar til yfir lauk. Lögin sem valin voru innbyrðis hjá ríkissjónvarpsstöðvunum týndust líka inn en skila þurfti lögunum fullkláruðum til Stokkhólms þann 14. mars. Þau voru ansi mörg vongóðu söngvakeppnislögin sem hófu sig til flugs til þess eins að enda í Eurovision kirkjugarðinum (eða fjöldagröf eins og réttara væri að kalla þau) og verða þar með aldrei flutt á sviði í þessari stærstu söngvakeppni veraldar. Því næst hófst kynningarstarf keppenda sem þustu á milli Moskvu, Tel Aviv, Amsterdam London, Riga og meira segja Möltu til að kynna sig og sitt lag. Nú er svo loksins komið að því – allt er til reiðu í Stokkhólmi og æfingar keppenda í Eurovision 2016 hófust í Globen höllinni í gær. Eurovision 2016 einkennist af þrennu; textaendurtekningum, sjónrænni grafík í þriðja veldi (enda sviðið í Globen sérstaklega hannað til þess arna) og 35 atriði af 42 eru sungin af einsöngvurum. Maðurinn sem skorar í öll þessi box heitir Sergey Lazarev og kemur frá Rússlandi. Honum hefur verið spáð sérlega góðu gengi í ár og hefur leitt veðbandaspár síðustu vikur. Sergey þessi er mjög þekktur leikari, söngvari og þáttastjórnandi í heimalandi sínu (hefur m.a. leikið Figaro í Brúðkaupi Figaros – geri aðrir betur). Sergey mætir til Stokkhólms með skotheldan eyrnaorm úr smiðju helsta Eurovisionlagahöfunds Rússa (Philip Kirkorov) og helsta Eurovisionlagahöfunds Grikkja (Dimitris Kontopoulos). Þetta getur bara ekki klikkað! Ofan á þá bombu bæta þeir við heljarinnar grafík og príli hjá Sergey til að sviðsmynd myndbands hans lifni við. Reyndar voru fimleikarnir svo miklir á fyrstu æfingu í dag að Sergey hrasaði. Hann hlaut þó engin meiðsli af. Eflaust munu einhverjir sjá líkindi við atriði Mans Zelmerlov frá því í fyrra og við atriði Gretu Salóme í ár en Sergey svaraði þessu atriði vel á blaðamannafundi eftir æfingu í dag - þetta væri einfaldlega nýja Eurovision tíska að nota sjónrænar brellur og menn væru stöðugt að reyna að bæta sig skemmtanabransanum. Síðar í dag mátti sjá Rússa taka dýfu í helstu Eurovision veðbönkunum vegna þessa óhapps Sergeys í dag. Það dregur því á milli með vængjaða Rússanum og hjartaknúsaranum frá Frakklandi. Meira um það síðar.
Eurovision Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Sjá meira