Google Chrome er nú orðinn vinsælasti vafri heimsins. 41,66 prósent netverja nota nú Chrome til að skoða netið sem er 0,31 prósenti hærra en Internet Explorer og Microsoft Edge, sem er nýr vafri Microsoft. Árið 2002 var IE með um 95 prósenta markaðshlutdeild.
Fyrsti vafrinn sem sótti verulega gegn IE var Mozilla Firefox sem fyrst var gefinn út árið 2004. Svo kom Chrome árið 2008. Greiningarfyrirtækið NetMarketShare segir Chrome nú vera vinsælasta vafrann.
Firefox er nú með 10,06 prósent. Safari er með 4,47 prósent og Opera með 2,01 prósent.
Internet Explorer ekki lengur vinsælastur
