Selma leysir Jóhönnu Vigdísi af í Mamma Mia! Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2016 15:00 Selma skellir sér í hlutverk Donnu í fjarveru Jóhönnu Vigdísar og segir það bæði vera stressandi og spennandi. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er náttúrulega bara klikkun,“ segir Selma Björnsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð að því hvernig það sé að hoppa inn í sýningu þar sem blandað er saman leiklist, dansi og söng. Selma mun leika aðalhlutverkið í sýningunni Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu í vikutíma. Aðalleikkona sýningarinnar, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, heldur utan og hleypur Selma því í skarðið. „Ég hef nú hoppað inn í sýningar áður þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Ég er náttúrulega líka gamall ABBA-aðdáandi og er mikið að syngja lögin með Regínu vinkonu minni á árshátíðum og svona. Þannig að ég er ekki ókunnug þessum lögum en það var vissulega áskorun að læra þetta allt á íslensku.“ Jóhanna Vigdís leikur aðalhlutverk sýningarinnar, Donnu, sem flestir ættu að hafa séð stórleikonuna Meryl Streep túlka í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 2008. Sjálf var Selma hrifin af kvikmyndinni og tekur fram að Streep hafi verið í miklu uppáhaldi hjá henni og á Selma að sjálfsögðu nokkur uppáhalds ABBA-lög. „Winner Takes It All og svo My Love, My Life sem er kannski ekki þeirra þekktasta lag en það er eitt af mínum uppáhalds. Síðan finnst mér Gimmie! Gimmie! Gimmie! alveg hrikalega flott.“ Þó að Selma ætti að teljast þaulvön því að syngja hina ýmsu smelli sveitarinnar og með allar laglínurnar á kristaltæru þá er sýningin á íslensku og textar laganna þýddir yfir á hið ástkæra og ylhýra. „Ég setti mér það markmið fyrir mánuði að læra einn lagatexta á dag. Það er nú ekki vanþörf á því þar sem Hansa er með einhver níu sólónúmer og dúetta,“ segir hún létt í bragði og segir að fyrir sér liggi það beinast við að byrja þar. „Mér fannst gáfulegast að byrja á lögunum því svo þarf að bæta hreyfingunum ofan í þau og þá þarf maður að kunna lögin ofsalega vel. Þannig ég byrjaði á því að fókusera á þessa íslensku lagatexta, svo hreyfingarnar og svo tók ég senurnar. Ég fékk bara upptöku af sýningunni og er búin að liggja við tölvuskjáinn heima og með handritið. Svo er ég búin að vera dugleg við það að koma á sýningar og bæði horfa út í sal og svo elta Hönsu baksviðs til þess að læra á ferðalagið hennar þar.“ Hún segir bæði spennu og stress fylgja því að stíga á svið og tækla Donnu en Selma mun leysa Jóhönnu af í næstu viku á meðan sú síðarnefnda er stödd erlendis. Annað kvöld er fyrsta kvöldið sem hún stígur á svið í sýningunni. „Það er eins og ég segi, þetta er pínu klikkun en svo er þetta líka gaman og það er spenna í þessu öllu saman. Það er eitthvert svona adrenalínkikk sem er skemmtilegt,“ segir hún rétt áður en hún hleypur inn á æfingu. gydaloa@frettabladid.is Leikhús Tengdar fréttir Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
„Það er náttúrulega bara klikkun,“ segir Selma Björnsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð að því hvernig það sé að hoppa inn í sýningu þar sem blandað er saman leiklist, dansi og söng. Selma mun leika aðalhlutverkið í sýningunni Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu í vikutíma. Aðalleikkona sýningarinnar, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, heldur utan og hleypur Selma því í skarðið. „Ég hef nú hoppað inn í sýningar áður þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Ég er náttúrulega líka gamall ABBA-aðdáandi og er mikið að syngja lögin með Regínu vinkonu minni á árshátíðum og svona. Þannig að ég er ekki ókunnug þessum lögum en það var vissulega áskorun að læra þetta allt á íslensku.“ Jóhanna Vigdís leikur aðalhlutverk sýningarinnar, Donnu, sem flestir ættu að hafa séð stórleikonuna Meryl Streep túlka í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 2008. Sjálf var Selma hrifin af kvikmyndinni og tekur fram að Streep hafi verið í miklu uppáhaldi hjá henni og á Selma að sjálfsögðu nokkur uppáhalds ABBA-lög. „Winner Takes It All og svo My Love, My Life sem er kannski ekki þeirra þekktasta lag en það er eitt af mínum uppáhalds. Síðan finnst mér Gimmie! Gimmie! Gimmie! alveg hrikalega flott.“ Þó að Selma ætti að teljast þaulvön því að syngja hina ýmsu smelli sveitarinnar og með allar laglínurnar á kristaltæru þá er sýningin á íslensku og textar laganna þýddir yfir á hið ástkæra og ylhýra. „Ég setti mér það markmið fyrir mánuði að læra einn lagatexta á dag. Það er nú ekki vanþörf á því þar sem Hansa er með einhver níu sólónúmer og dúetta,“ segir hún létt í bragði og segir að fyrir sér liggi það beinast við að byrja þar. „Mér fannst gáfulegast að byrja á lögunum því svo þarf að bæta hreyfingunum ofan í þau og þá þarf maður að kunna lögin ofsalega vel. Þannig ég byrjaði á því að fókusera á þessa íslensku lagatexta, svo hreyfingarnar og svo tók ég senurnar. Ég fékk bara upptöku af sýningunni og er búin að liggja við tölvuskjáinn heima og með handritið. Svo er ég búin að vera dugleg við það að koma á sýningar og bæði horfa út í sal og svo elta Hönsu baksviðs til þess að læra á ferðalagið hennar þar.“ Hún segir bæði spennu og stress fylgja því að stíga á svið og tækla Donnu en Selma mun leysa Jóhönnu af í næstu viku á meðan sú síðarnefnda er stödd erlendis. Annað kvöld er fyrsta kvöldið sem hún stígur á svið í sýningunni. „Það er eins og ég segi, þetta er pínu klikkun en svo er þetta líka gaman og það er spenna í þessu öllu saman. Það er eitthvert svona adrenalínkikk sem er skemmtilegt,“ segir hún rétt áður en hún hleypur inn á æfingu. gydaloa@frettabladid.is
Leikhús Tengdar fréttir Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27