Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2016 20:56 „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Guðni mættur til að svara fyrir ýmsa gagnrýni sem hann hefur fengið á sig eftir að hafa tilkynnt formlega um framboð sitt í gær. Þáttastjórnendur bentu á að umræðan í garð Guðna hafi harðnað til muna eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og gekkst hann við því. Guðni hefur verið að mælast með töluvert fylgi í skoðanakönnunum og sagði hann ákveðinn púka vera í þjóðarsálinni sem reyni að koma höggstað á þá sem njóta ákveðinnar velgengni til að koma þeim niður á jörðina. Guðni sagðist hins vegar blessunarlega ver undir þá umræðu búinn. Þáttastjórnendur nefndu til að mynda að Guðni hefði í umræðum á samfélagsmiðlum verið orðaður við Samfylkinguna og sagður Evrópusambandssinni. Guðni sagðist hafa heyrt þá umræðu og að hann hefði jafnframt verið orðaður við Pírata, Bjarta framtíð og Viðreisn. „Það á bara eftir að bæta Framsókn við flóruna,“ sagði Guðni. Hann tók fram að hann hafi aldri verið flokksbundinn eða verið í nokkrum flokki. Ef gengið yrði til kosninga um ESB-aðild sagðist Guðni glaður segja nei við slíkri aðild. Hann tók fram að fyrir nokkrum árum hafi hann verið beðinn um að sitja í samráðshópi á vegum utanríkisráðuneytisins sem skipaður var vegna umsóknarinnar að ESB. Hann var í forsvari fyrir hópnum ásamt Ágústi Sigurðssyni og Salvöru Nordal. Hlutverk hópsins var að kynna kosti og galla aðildar að ESB en Guðni sagði í Reykjavík síðdegis að eftir því sem starfi hópsins vatt fram varð hann sannfærðari um að umsóknina væri feigðarflan. Hann sagði heldur ekkert benda til þess að farið yrði aftur í umsóknarferli. Hann sagði litlar líkur á að Björt framtíð myndi ná að hrinda því í gegn og ekki væri Samfylkingin lengur á þeim buxunum. Hann sagði þessa umræðu minna á tíma kalda stríðsins en þá var það notað gegn Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur að þau hefðu verið andstæðingar hersins og gætu því ekki setið á Bessastöðum. Hann sagði ESB-aðild ekki vera á forgangslista hjá þjóðinni í dag en tók fram að ef svo ótrúlega vildi til að einhver ríkisstjórn myndi reyna að keyra í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu án aðkomu þjóðarinnar yrði honum að mæta á Bessastöðum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50 Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Sjá meira
„Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Guðni mættur til að svara fyrir ýmsa gagnrýni sem hann hefur fengið á sig eftir að hafa tilkynnt formlega um framboð sitt í gær. Þáttastjórnendur bentu á að umræðan í garð Guðna hafi harðnað til muna eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og gekkst hann við því. Guðni hefur verið að mælast með töluvert fylgi í skoðanakönnunum og sagði hann ákveðinn púka vera í þjóðarsálinni sem reyni að koma höggstað á þá sem njóta ákveðinnar velgengni til að koma þeim niður á jörðina. Guðni sagðist hins vegar blessunarlega ver undir þá umræðu búinn. Þáttastjórnendur nefndu til að mynda að Guðni hefði í umræðum á samfélagsmiðlum verið orðaður við Samfylkinguna og sagður Evrópusambandssinni. Guðni sagðist hafa heyrt þá umræðu og að hann hefði jafnframt verið orðaður við Pírata, Bjarta framtíð og Viðreisn. „Það á bara eftir að bæta Framsókn við flóruna,“ sagði Guðni. Hann tók fram að hann hafi aldri verið flokksbundinn eða verið í nokkrum flokki. Ef gengið yrði til kosninga um ESB-aðild sagðist Guðni glaður segja nei við slíkri aðild. Hann tók fram að fyrir nokkrum árum hafi hann verið beðinn um að sitja í samráðshópi á vegum utanríkisráðuneytisins sem skipaður var vegna umsóknarinnar að ESB. Hann var í forsvari fyrir hópnum ásamt Ágústi Sigurðssyni og Salvöru Nordal. Hlutverk hópsins var að kynna kosti og galla aðildar að ESB en Guðni sagði í Reykjavík síðdegis að eftir því sem starfi hópsins vatt fram varð hann sannfærðari um að umsóknina væri feigðarflan. Hann sagði heldur ekkert benda til þess að farið yrði aftur í umsóknarferli. Hann sagði litlar líkur á að Björt framtíð myndi ná að hrinda því í gegn og ekki væri Samfylkingin lengur á þeim buxunum. Hann sagði þessa umræðu minna á tíma kalda stríðsins en þá var það notað gegn Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur að þau hefðu verið andstæðingar hersins og gætu því ekki setið á Bessastöðum. Hann sagði ESB-aðild ekki vera á forgangslista hjá þjóðinni í dag en tók fram að ef svo ótrúlega vildi til að einhver ríkisstjórn myndi reyna að keyra í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu án aðkomu þjóðarinnar yrði honum að mæta á Bessastöðum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50 Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Sjá meira
Hnífjafnt á milli Ólafs og Guðna Ef valið stæði á milli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, og Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, í forsetakosningunum í júní yrði afar mjótt á munum ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Frjálsrar verslunar sem gerð var á dögunum. 2. maí 2016 09:50
Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Fjörutíu og fimm prósent svarenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en 38 prósent Guðna Th. Jóhannesson. Guðni kynnir framboð sitt í dag. 5. maí 2016 07:00
Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19