Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 11:57 Tveir nýjustu forsetaframbjóðendurnir, Guðni og Davíð, mættust í húsakynnum Bylgjunnar í morgun. vísir/jóhann k „Það er ekki þannig að dauðans óvissutími sé framundan og að við verðum að halda í Ólaf, eða að við verðum að halda í Davíð. Þetta er ekki svona góðir Íslendingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðni sagði framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið sér nokkuð á óvart. Bæði Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í þeirra störfum, en að þeirra tími sé, að hans mati, liðinn. „Við getum haldið áfram að horfa bjartsýnum augum fram á veg án þess að vera undir öruggum handarjaðri Davíðs Oddssonar eða Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir stóðu sig vel en þeirra tími er að mínu mati liðinn en auðvitað er það þannig að það er fólkið sem velur forsetann,“ sagði Guðni. Hann sagði jafnframt að Ólafur hafi ekki tekið rétta ákvörðun með því að bjóða sig fram í sjötta sinn. „Hún er í ósamræmi við taktinn í samfélaginu. Hún er í ósamræmi við sannfæringu hans, lesið bara nýársávarp hans. Hvernig hann talar sig með skýrum hætti inn á hina einu réttu niðurstöðu. Svo koma auðvitað sviptingar hér í stjórnmálunum en það er ekki þannig að það sé allt að fara á hvolf.“ Guðni bætti við að sem áhugamaður um sögu og samtíð finnist honum frábært að fá Davíð Oddsson inn á sjónarsviðið, einn umdeildasta mann síðustu aldar. „Þannig að baráttan verður skemmtilegri fyrir vikið og gangi honum vel, en samt ekki of vel.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
„Það er ekki þannig að dauðans óvissutími sé framundan og að við verðum að halda í Ólaf, eða að við verðum að halda í Davíð. Þetta er ekki svona góðir Íslendingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðni sagði framboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið sér nokkuð á óvart. Bæði Davíð og Ólafur Ragnar Grímsson hafi staðið sig vel í þeirra störfum, en að þeirra tími sé, að hans mati, liðinn. „Við getum haldið áfram að horfa bjartsýnum augum fram á veg án þess að vera undir öruggum handarjaðri Davíðs Oddssonar eða Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir stóðu sig vel en þeirra tími er að mínu mati liðinn en auðvitað er það þannig að það er fólkið sem velur forsetann,“ sagði Guðni. Hann sagði jafnframt að Ólafur hafi ekki tekið rétta ákvörðun með því að bjóða sig fram í sjötta sinn. „Hún er í ósamræmi við taktinn í samfélaginu. Hún er í ósamræmi við sannfæringu hans, lesið bara nýársávarp hans. Hvernig hann talar sig með skýrum hætti inn á hina einu réttu niðurstöðu. Svo koma auðvitað sviptingar hér í stjórnmálunum en það er ekki þannig að það sé allt að fara á hvolf.“ Guðni bætti við að sem áhugamaður um sögu og samtíð finnist honum frábært að fá Davíð Oddsson inn á sjónarsviðið, einn umdeildasta mann síðustu aldar. „Þannig að baráttan verður skemmtilegri fyrir vikið og gangi honum vel, en samt ekki of vel.“ Hlusta má á viðtalið við Guðna í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15