Greta er með mörg járn í eldinum þessa dagana.vísir/skjáskot
Nú styttist óðfluga í Eurovision-keppnina sem í ár er haldin í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fyrra undanúrslitakvöldið verður haldið á þriðjudag en þá ræðst það hvort fulltrúi Íslendinga, Greta Salóme, komist áfram í úrslitin á laugardag. Hún er því með mörg járn í eldinum þessa dagana.
Að mörgu er að hyggja fyrir flutninginn þótt lagið sé stutt.
„Þetta eru þriggja mínútna lög... og allt vesenið sem fylgir þessu!“ sagði Greta Salóme þegar Eurovision-útsendari Vodafone náði af henni tali.
Greta hélt í gær meðal annars tónleika í Euroklúbbnum svokallaða, svo fátt eitt sé nefnt, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Í gær fengum við hörðustu aðdáendurnir hér í Stokkhólmi mikið fyrir okkar snúð. Boðið var upp á Meet&Greet með nokkrum þátttakendum Eurovision á Euro Fan Café (sérstakur skemmtistaður aðdáenda) hér í Stokkhólmi.
Greta Salóme Stefánsdóttir og Eurovision-teymi okkar Íslendinga þetta árið hefur verið síðustu daga í Stokkhólmi að undurbúa sig fyrir þriðjudagskvöldið þegar Greta stígur á sviðið í Globen höllinni.