Gunnar: Þetta var stórsigur fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. maí 2016 06:30 Gunnar Nelson var í miklu stuði í búrinu í gær og hér fær Tumenov að kenna á þungu sparki frá Gunnari. fréttablaðið/getty „Mér líður alveg ljómandi vel. Það er eiginlega ekki annað hægt. Þetta gekk glimrandi vel,“ segir Gunnar Nelson en hann var þá nýbúinn að vinna Rússann Albert Tumenov í UFC-bardaga í Rotterdam. Gunnar bauð upp á frábæra frammistöðu í bardaganum og kláraði Rússann á uppgjafartaki í annarri lotu. Frá fyrstu sekúndu var Gunnar mjög beittur. Mætti rússneska rotaranum standandi. Var gríðarlega hraður og lét höggin dynja á Rússanum.Mjög erfiður bardagi Hann tók hann svo niður í strigann um miðja lotuna og héldu þá margir að ballið væri búið. Rússinn náði aftur á móti að standa á fætur þegar hálf mínúta var eftir af lotunni og framlengja bardagann. Tumenov ætlaði að svara fyrir sig í annarri lotu en Gunnar var kominn á bragðið. Sjálfstraustið í botni. Gunnar kom Tumenov aftur niður í gólfið og að þessu sinni var engin undankomuleið. Er 1,45 mínútur voru eftir af lotunni gafst Rússinn upp er Gunnar var kominn með aðra höndina undir hálsinn á honum. „Þetta var mjög erfiður bardagi. Það var mikil orka í þessum bardaga. Það er mismunandi eftir bardögum hversu mikið menn slaka á og svona. Það var mikil spenna allan bardagann á milli okkar,“ segir Gunnar og bætir við að bardaginn hafi gengið eins og hann sá hann fyrir sér.Gunnar er hér að klára bardagann.vísir/gettyGekk allt upp „Planið var að mýkja hann aðeins. Vera hraður og hreyfanlegur. Lesa hann og taka hann svo niður. Ég ætlaði svo að klára hann í gólfinu. Ég sá það fyrir mér sem plan A án þess að ég sé mikill planari.“ Þó að Rússinn sé hættulegur rotari lá Gunnari ekkert á að taka hann niður í gólfið. Hann vildi fá tilfinningu fyrir honum fyrst. Gunnar náði svo yfirburðastöðu í gólfinu í fyrstu lotu en náði ekki að klára dæmið þá. „Ég var smá fúll út í sjálfan mig að hafa misst jafnvægið og hann. Það var klaufalegt fannst mér. Hann gerði ekkert sérstakt til að losa sig. Ég dottaði í sekúndubrot. Það gerist ekki aftur,“ segir Gunnar ákveðinn en honum leið mjög vel í bardaganum.Alltaf leiðinlegt að tapa Þó að Gunnar hafi unnið mjög sannfærandi þá fékk hann smá skurð við annað augað í bardaganum. „Ég held að ég hafi fengið þennan skurð er hann setti puttana á fullu í andlitið á mér. Ég fékk fingurinn inn í augað og sá frekar illa með auganu í smá tíma á eftir.“ Gunnar fékk víða hrós á internetinu eftir bardagann og sumir af helstu MMA-sérfræðingum heims sögðu að þetta hefði verið hans besta frammistaða í UFC.Tumenov er hörkugæi „Ég á eftir að horfa á hann aftur áður en ég get tjáð mig almennilega um það. Þetta var mjög gott. Þetta er hörkugæi sem ég mætti. Á bjarta framtíð fyrir sér og á flugi. Þetta var stórsigur. Það er engin spurning,“ segir Gunnar en hann hefur hug á að berjast aftur fljótlega en fyrst ætlar hann í frí og svo beint að æfa aftur. „Það er yfirleitt þannig eftir bardaga að fargi er af manni létt. Það hefði verið leiðinlegt að tapa tvisvar í röð. Það er reyndar alltaf leiðinlegt að tapa. Það var frábært fyrir mig að þetta skildi enda svona.“ MMA Tengdar fréttir Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24 Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03 Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05 Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
„Mér líður alveg ljómandi vel. Það er eiginlega ekki annað hægt. Þetta gekk glimrandi vel,“ segir Gunnar Nelson en hann var þá nýbúinn að vinna Rússann Albert Tumenov í UFC-bardaga í Rotterdam. Gunnar bauð upp á frábæra frammistöðu í bardaganum og kláraði Rússann á uppgjafartaki í annarri lotu. Frá fyrstu sekúndu var Gunnar mjög beittur. Mætti rússneska rotaranum standandi. Var gríðarlega hraður og lét höggin dynja á Rússanum.Mjög erfiður bardagi Hann tók hann svo niður í strigann um miðja lotuna og héldu þá margir að ballið væri búið. Rússinn náði aftur á móti að standa á fætur þegar hálf mínúta var eftir af lotunni og framlengja bardagann. Tumenov ætlaði að svara fyrir sig í annarri lotu en Gunnar var kominn á bragðið. Sjálfstraustið í botni. Gunnar kom Tumenov aftur niður í gólfið og að þessu sinni var engin undankomuleið. Er 1,45 mínútur voru eftir af lotunni gafst Rússinn upp er Gunnar var kominn með aðra höndina undir hálsinn á honum. „Þetta var mjög erfiður bardagi. Það var mikil orka í þessum bardaga. Það er mismunandi eftir bardögum hversu mikið menn slaka á og svona. Það var mikil spenna allan bardagann á milli okkar,“ segir Gunnar og bætir við að bardaginn hafi gengið eins og hann sá hann fyrir sér.Gunnar er hér að klára bardagann.vísir/gettyGekk allt upp „Planið var að mýkja hann aðeins. Vera hraður og hreyfanlegur. Lesa hann og taka hann svo niður. Ég ætlaði svo að klára hann í gólfinu. Ég sá það fyrir mér sem plan A án þess að ég sé mikill planari.“ Þó að Rússinn sé hættulegur rotari lá Gunnari ekkert á að taka hann niður í gólfið. Hann vildi fá tilfinningu fyrir honum fyrst. Gunnar náði svo yfirburðastöðu í gólfinu í fyrstu lotu en náði ekki að klára dæmið þá. „Ég var smá fúll út í sjálfan mig að hafa misst jafnvægið og hann. Það var klaufalegt fannst mér. Hann gerði ekkert sérstakt til að losa sig. Ég dottaði í sekúndubrot. Það gerist ekki aftur,“ segir Gunnar ákveðinn en honum leið mjög vel í bardaganum.Alltaf leiðinlegt að tapa Þó að Gunnar hafi unnið mjög sannfærandi þá fékk hann smá skurð við annað augað í bardaganum. „Ég held að ég hafi fengið þennan skurð er hann setti puttana á fullu í andlitið á mér. Ég fékk fingurinn inn í augað og sá frekar illa með auganu í smá tíma á eftir.“ Gunnar fékk víða hrós á internetinu eftir bardagann og sumir af helstu MMA-sérfræðingum heims sögðu að þetta hefði verið hans besta frammistaða í UFC.Tumenov er hörkugæi „Ég á eftir að horfa á hann aftur áður en ég get tjáð mig almennilega um það. Þetta var mjög gott. Þetta er hörkugæi sem ég mætti. Á bjarta framtíð fyrir sér og á flugi. Þetta var stórsigur. Það er engin spurning,“ segir Gunnar en hann hefur hug á að berjast aftur fljótlega en fyrst ætlar hann í frí og svo beint að æfa aftur. „Það er yfirleitt þannig eftir bardaga að fargi er af manni létt. Það hefði verið leiðinlegt að tapa tvisvar í röð. Það er reyndar alltaf leiðinlegt að tapa. Það var frábært fyrir mig að þetta skildi enda svona.“
MMA Tengdar fréttir Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24 Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03 Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05 Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sjá meira
Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson. 8. maí 2016 20:24
Gunnar fékk sex milljóna króna bónus Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld. 8. maí 2016 22:03
Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn "Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. 8. maí 2016 20:05
Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. 8. maí 2016 19:45