Þá hefur fylgi Andra Snæs Magnasonar rithöfundar minnkað um tuttugu prósent frá síðustu könnun og mælist nú 8,5 prósent. Aðrir frambjóðendur njóta mun minna fylgis og mælast samanlagt með rúmlega sex prósent.
Könnunin var framkvæmd dagana 6. til 9. maí og var heildarfjöldi svarenda 947 einstaklingar. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 3,1 prósent í nýju könnuninni en hann tilkynnti um framboð sitt í gær, þegar ¾ hluta gagnaöflunarinnar var lokið. 11,5 prósent þeirra sem spurðir voru eftir að Davíð tilkynnti um framboðið sögðust myndu kjósa hann.
Halla Tómasdóttir fjárfestir mælist með 1,7 prósent og aðrir frambjóðendur með samtals 1,9.
