Lífið

Þetta er kjóllinn sem Greta mun klæðast í Stokkhólmi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þrír hönnuðir koma að kjólnum.
Þrír hönnuðir koma að kjólnum. vísir/óee
Tónlistarkonan Greta Salóme frumsýndi í dag búninginn sem hún hyggst klæðast þegar hún stígur á stokk fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí.

Greta mun þar flytja lag sitt Hear Them Calling sem bar sigur úr býtum í undankeppni sjónvarpsins í febrúar. Þar vakti hún mikla athygli fyrir sviðsframkomu og samspil sitt við grafík sem varpað var upp á tjaldið í Háskólabíó þar sem keppnin fór fram.

Söngkonan brá sér í búninginn í dag og sýndi aðdáendum sýnum á Snapchat nú í hádeginu. Búninginn má sjá hér að neðan. Greta hannaði kjólinn ásamt Elmu Bjarney og Flippíu Elísdóttur.

Þessu mun Greta klæðast í Stokkhólmi í maí.snapchat
Gréta Salóme hefur áður flutt framlag Íslands í Eurovision en árið 2012 fór hún út fyrir Íslands hönd ásamt Jóni Jósepi Sveinbjörnssyni, betur þekttum sem Jónsa í svörtu fötum. Lagið Never forget komst upp úr undanúrslitinum og hafnaði í 20 sæti með 46 stig.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi. Fyrri undanriðillinn fer fram 10. maí en sá seinni 12.maí. Úrslitin verða laugardaginn 14. maí og verður spennandi að sjá hvort Íslendingar munu eiga fulltrúa þar. 

snapchat

Tengdar fréttir

Takmarkinu er nú þegar náð

Greta Salome keppir fyrir Íslands hönd í undankeppni Euro­vision þann 10. maí næstkomandi. Hún segist horfa öðrum augum á keppnina nú en þegar hún keppti síðast. Hún setur markið ekki á ákveðið sæti heldur snýst þetta allt um boðskap lagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.