Alyson Bailes látin Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2016 18:26 Alyson J.K. Bailes. Vísir/Stefán Alyson J.K. Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, lést í Skotlandi þann 29. apríl síðastliðinn. Alyson starfaði í 30 ár í bresku utanríkisþjónustunni og gegndi þar fjölda trúnaðarstarfa, síðast starfi sendiherra í Helsinki. Hún var forstöðumaður Alþjóðafriðarrannsóknastofnunarinnar (SIPRI) í Stokkhólmi á árunum 2002-2007, þegar að hún tók við starfi aðjúnkts við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún var einnig gestaprófessor við College of Europe í Brugge 2010-2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Afkastamikill fræðimaðurAlyson var ein af virtustu fræðimönnum á sviði varnar- og öryggismála í Evrópu, vopnaeftirlits og afvopnunar. Við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands sérhæfði hún sig í utanríkismálum Norðurlanda, Norðurslóðamálum og smáríkjafræðum. Hún tók virkan þátt í starfi Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við HÍ og var tíma formaður stjórnar þeirra. Þá tók hún þátt í stofnun Rannsóknaseturs um Norðurslóðir innan Alþjóðamálastofnunar. Alyson var afkastamikill fræðimaður og birti árlega tugi fræðigreina auk þess sem hún ritstýrði fjölmörgum bókum og ritum. Hún var óþreytandi við að halda fyrirlestra um alla Evrópu og veita rannsóknastofnunum, félagasamtökum og ríkjum ráðgjöf á ofangreindum sérsviðum. Alyson lagði metnað í að aðstoða nemendur sína og unga vísindamenn og veita þeim innblástur til frekara náms og starfa. Hún hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín.Veita verðlaun í hennar nafni Til að minnast Alyson og framlags hennar til fræðanna hafa Stjórnmálafræðideild HÍ, Alþjóðamálastofnun HÍ og breska sendiráðið í Reykjavík ákveðið að veita árlega verðlaun í hennar nafni fyrir framúrskarandi BA eða MA ritgerð á sviðum öryggismála, Norðurslóðarannsókna eða utanríkistefnu Norðurlandanna.Alyson var fædd í Manchester í Bretlandi 6. apríl árið 1949. Hún stundaði nám við The Belvedere School í Liverpool og Somerville College í Oxford háskóla þaðan sem hún útskrifaðist með BA próf í nútímasögu með ágætiseinkunn árið 1969 og MA próf árið 1971. Alyson var gerð að heiðursfélaga við Somerville College árið 2001. Hún lætur eftir sig móður, systur og bróður í Bretlandi. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Alyson J.K. Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, lést í Skotlandi þann 29. apríl síðastliðinn. Alyson starfaði í 30 ár í bresku utanríkisþjónustunni og gegndi þar fjölda trúnaðarstarfa, síðast starfi sendiherra í Helsinki. Hún var forstöðumaður Alþjóðafriðarrannsóknastofnunarinnar (SIPRI) í Stokkhólmi á árunum 2002-2007, þegar að hún tók við starfi aðjúnkts við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún var einnig gestaprófessor við College of Europe í Brugge 2010-2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Afkastamikill fræðimaðurAlyson var ein af virtustu fræðimönnum á sviði varnar- og öryggismála í Evrópu, vopnaeftirlits og afvopnunar. Við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands sérhæfði hún sig í utanríkismálum Norðurlanda, Norðurslóðamálum og smáríkjafræðum. Hún tók virkan þátt í starfi Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við HÍ og var tíma formaður stjórnar þeirra. Þá tók hún þátt í stofnun Rannsóknaseturs um Norðurslóðir innan Alþjóðamálastofnunar. Alyson var afkastamikill fræðimaður og birti árlega tugi fræðigreina auk þess sem hún ritstýrði fjölmörgum bókum og ritum. Hún var óþreytandi við að halda fyrirlestra um alla Evrópu og veita rannsóknastofnunum, félagasamtökum og ríkjum ráðgjöf á ofangreindum sérsviðum. Alyson lagði metnað í að aðstoða nemendur sína og unga vísindamenn og veita þeim innblástur til frekara náms og starfa. Hún hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín.Veita verðlaun í hennar nafni Til að minnast Alyson og framlags hennar til fræðanna hafa Stjórnmálafræðideild HÍ, Alþjóðamálastofnun HÍ og breska sendiráðið í Reykjavík ákveðið að veita árlega verðlaun í hennar nafni fyrir framúrskarandi BA eða MA ritgerð á sviðum öryggismála, Norðurslóðarannsókna eða utanríkistefnu Norðurlandanna.Alyson var fædd í Manchester í Bretlandi 6. apríl árið 1949. Hún stundaði nám við The Belvedere School í Liverpool og Somerville College í Oxford háskóla þaðan sem hún útskrifaðist með BA próf í nútímasögu með ágætiseinkunn árið 1969 og MA próf árið 1971. Alyson var gerð að heiðursfélaga við Somerville College árið 2001. Hún lætur eftir sig móður, systur og bróður í Bretlandi.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira