Sumarblús á evrusvæðinu – einu sinni enn? Lars Christensen skrifar 20. apríl 2016 09:30 Nýlega hafa ríkisstjórnir bæði Ítalíu og Spánar komið fram og sagt að þær verði að endurskoða spár sínar um fjárlagahalla til hins verra. Á svipaðan hátt hafa komið fram endurnýjaðar áhyggjur af fjárlögum í Portúgal og Grikklandi. Þannig lýsti Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, miklum efasemdum í síðustu viku um getu Grikkja til að ná efnahagslegum markmiðum sínum. Fram að þessu hafa markaðirnir brugðist frekar rólega við vaxandi áhyggjum af efnahagsástandinu í Suður-Evrópu, en við höfum samt sem áður séð ávöxtun ítalskra, spænskra og portúgalskra ríkisskuldabréfa aukast, samanborið við ávöxtun þýskra bréfa undanfarið, í kjölfarið á þessum áhyggjum. Og það vekur auðvitað þá spurningu hvort við verðum aftur vitni að öðrum fjármálaóróa á evrusvæðinu fljótlega. Síðasta sumar var stjórnmála- og fjármálakreppan í Grikklandi auðvitað miðpunktur athyglinnar hjá evrópsku mörkuðunum og við ættum alls ekki að útiloka að við fáum annað sumar þar sem áhyggjur af evrusvæðinu ráða ferðinni. Reyndar, ef við verðum óheppin, gætum við fengið vorkreppu frekar en sumarblús.Það er fyrst og fremst hagvaxtarkreppa Okkur hættir til að líta á evrusvæðiskreppuna sem „skuldakreppu“, en það er mjög mikilvægt að gleyma því ekki að hér er fyrst og fremst um hagvaxtarkreppu að ræða. Þess vegna er ástæða þess að Suður-Evrópa á í efnahagslegu basli sú að hagvöxtur hefur engan veginn náð sér á strik eftir kreppuna enn sem komið er. Í öllum suðurevrópsku löndunum er bæði nafnvirði og raunvirði vergrar landsframleiðslu langt undir því sem var fyrir kreppuna. Rökrétt afleiðing af þessu er að hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu hefur rokið upp. Að vissu leyti má segja að þetta snúist jafnmikið um nefnarann eins og um teljarann í hlutfallinu á milli skulda og vergrar landsframleiðslu. Þetta þýðir líka að í hvert skipti sem það kemur afturkippur í nafnvirði vergrar landsframleiðslu koma efnahagsvandræðin aftur upp, og það er einmitt það sem við sjáum núna. Kjarninn á bak við endurtekinn minnkandi hagvöxt í Suður-Evrópu er sú staðreynd að við höfum orðið vitni að niðursveiflu um allan heim í kjölfar hertrar peningamálastefnu í Bandaríkjunum, en einnig vegna þess að Seðlabanki Evrópu hefur leyft verðbólguvæntingum enn einu sinni að fara langt undir 2% – og með engri verðbólgu dregur einnig eðli málsins samkvæmt úr nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Ef Seðlabanki Evrópu viðurkennir ekki þessar hættur og bregst við á viðeigandi hátt er ekki ólíklegt að við sjáum endurtekna efnahagslega ringulreið á evrusvæðinu og að því leyti er sérstaklega kvíðvænlegt að nú virðist Seðlabanki Evrópu vera undir auknum þrýstingi, sérstaklega frá þýskum valdhöfum, um að slaka á peningamálastefnunni þrátt fyrir þá staðreynd að bankinn hefur ítrekað farið undir 2% verðbólgumarkmið sín. Og þetta gæti versnað. Með engum hagvexti á evrusvæðinu fylgir nú uppgangur öfga- og lýðskrumsflokka víða í Evrópu. Þetta getur auðvitað í sjálfu sér valdið fjárhagslegum háska, og það sem skiptir jafnvel enn meira máli er að Seðlabanki Evrópu gæti fundið fyrir þrýstingi vegna, til dæmis, uppgangs hins popúlíska Alternative für Deutschland (AfD) til að sleppa því að koma fram með nauðsynlega slökun á peningamálastefnunni, til að forðast að Evrópa falli aftur niður í samdrátt og dýpkandi verðhjöðnun og þar með endurnýjaðan efnahagsvanda. Við skulum vona að við losnum við hörmulegan kokkteil öfgastjórnmála og kreppu af völdum verðhjöðnunar. En þar sem Seðlabanki Evrópu virðist vera lamaður er erfitt að vera bjartsýnn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Nýlega hafa ríkisstjórnir bæði Ítalíu og Spánar komið fram og sagt að þær verði að endurskoða spár sínar um fjárlagahalla til hins verra. Á svipaðan hátt hafa komið fram endurnýjaðar áhyggjur af fjárlögum í Portúgal og Grikklandi. Þannig lýsti Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, miklum efasemdum í síðustu viku um getu Grikkja til að ná efnahagslegum markmiðum sínum. Fram að þessu hafa markaðirnir brugðist frekar rólega við vaxandi áhyggjum af efnahagsástandinu í Suður-Evrópu, en við höfum samt sem áður séð ávöxtun ítalskra, spænskra og portúgalskra ríkisskuldabréfa aukast, samanborið við ávöxtun þýskra bréfa undanfarið, í kjölfarið á þessum áhyggjum. Og það vekur auðvitað þá spurningu hvort við verðum aftur vitni að öðrum fjármálaóróa á evrusvæðinu fljótlega. Síðasta sumar var stjórnmála- og fjármálakreppan í Grikklandi auðvitað miðpunktur athyglinnar hjá evrópsku mörkuðunum og við ættum alls ekki að útiloka að við fáum annað sumar þar sem áhyggjur af evrusvæðinu ráða ferðinni. Reyndar, ef við verðum óheppin, gætum við fengið vorkreppu frekar en sumarblús.Það er fyrst og fremst hagvaxtarkreppa Okkur hættir til að líta á evrusvæðiskreppuna sem „skuldakreppu“, en það er mjög mikilvægt að gleyma því ekki að hér er fyrst og fremst um hagvaxtarkreppu að ræða. Þess vegna er ástæða þess að Suður-Evrópa á í efnahagslegu basli sú að hagvöxtur hefur engan veginn náð sér á strik eftir kreppuna enn sem komið er. Í öllum suðurevrópsku löndunum er bæði nafnvirði og raunvirði vergrar landsframleiðslu langt undir því sem var fyrir kreppuna. Rökrétt afleiðing af þessu er að hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu hefur rokið upp. Að vissu leyti má segja að þetta snúist jafnmikið um nefnarann eins og um teljarann í hlutfallinu á milli skulda og vergrar landsframleiðslu. Þetta þýðir líka að í hvert skipti sem það kemur afturkippur í nafnvirði vergrar landsframleiðslu koma efnahagsvandræðin aftur upp, og það er einmitt það sem við sjáum núna. Kjarninn á bak við endurtekinn minnkandi hagvöxt í Suður-Evrópu er sú staðreynd að við höfum orðið vitni að niðursveiflu um allan heim í kjölfar hertrar peningamálastefnu í Bandaríkjunum, en einnig vegna þess að Seðlabanki Evrópu hefur leyft verðbólguvæntingum enn einu sinni að fara langt undir 2% – og með engri verðbólgu dregur einnig eðli málsins samkvæmt úr nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Ef Seðlabanki Evrópu viðurkennir ekki þessar hættur og bregst við á viðeigandi hátt er ekki ólíklegt að við sjáum endurtekna efnahagslega ringulreið á evrusvæðinu og að því leyti er sérstaklega kvíðvænlegt að nú virðist Seðlabanki Evrópu vera undir auknum þrýstingi, sérstaklega frá þýskum valdhöfum, um að slaka á peningamálastefnunni þrátt fyrir þá staðreynd að bankinn hefur ítrekað farið undir 2% verðbólgumarkmið sín. Og þetta gæti versnað. Með engum hagvexti á evrusvæðinu fylgir nú uppgangur öfga- og lýðskrumsflokka víða í Evrópu. Þetta getur auðvitað í sjálfu sér valdið fjárhagslegum háska, og það sem skiptir jafnvel enn meira máli er að Seðlabanki Evrópu gæti fundið fyrir þrýstingi vegna, til dæmis, uppgangs hins popúlíska Alternative für Deutschland (AfD) til að sleppa því að koma fram með nauðsynlega slökun á peningamálastefnunni, til að forðast að Evrópa falli aftur niður í samdrátt og dýpkandi verðhjöðnun og þar með endurnýjaðan efnahagsvanda. Við skulum vona að við losnum við hörmulegan kokkteil öfgastjórnmála og kreppu af völdum verðhjöðnunar. En þar sem Seðlabanki Evrópu virðist vera lamaður er erfitt að vera bjartsýnn.