Segir dauðsfallið hafa mikil áhrif á ákvörðunina Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 10:30 Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, og vinsælasti bardagakappi heims um þessar mundir, er hættur. Það sagði hans að minnsta kosti á Twitter í gær. Atburðarrásin hefur verið hröð og leikur MMA-heimurinn á reiðiskjálfi eftir tíðindin, en Conor átti að berjast aftur við Nate Diaz á UFC 200-bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí.Sjá einnig:Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Ariel Helwani, MMA-blaðamaður á MMAfighting.com, ræddi tíðindi gærkvöldsins við ritstjóra síðunnar í myndbandi sem má sjá í spilaranum hér að ofan. Helwani er fremsti MMA-blaðamaður heims og sá allra virtasti en hann heldur úti vinsælu hlaðvarpi þar sem hann ræðir ítarlega við allar helstu stjörnunar. „Eftir að ég talaði við mikið af fólki komst ég að því að þetta var ekki hrekkur eða eitthvað rugl. Conor var alvara var með þessu tísti,“ segir Helwani. „Ég fékk samt engin svör en það sem kom nokkuð oft upp var það sem ég talaði við Conor um fyrir skömmu og það er að það gæti verið illt á milli hans og UFC.“Sjá einnig:Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews „En gleymum því ekki að Conor fékk það sem hann vildi með því að berjast við Diaz aftur. Það sagði mér að hlutirnir væru í lagi,“ segir hann.Conor tapaði síðast fyrir Nate Diaz.vísir/gettyHelwani vill meina að dauðsfall Portúgalans Joao Carvalho hafi mikil áhrif á ákvörðun Conors, en Conor var við búrið þar sem samlandi hans Charlie Ward vann Portúgalann á Total Extreme-bardagakvöldi í Dyflinni fyrr í mánuðinum. Carvalho lést af áverkum sem hann hlaut í bardaganum á sjúkrahúsi sama kvöld eftir að gangast undir heilaaðgerð. Conor og Ward eru báðir liðsmenn SBG Ireland bardagafélagsins sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, stýrir. „Gleymum því ekki sem gerðist á Írlandi fyrir skömmu þar sem Conor sat við búrið þegar liðsfélagi hans, Charlie Ward, barðist við portúgalskan bardagakappa sem lést svo skömmu síðar,“ segir Helwani. „Ég held að við getum ekki sópað þessu undir teppið. Miðað við þær samræður sem ég hef nú átt og þar sem ég þekki Conor ágætlega held ég, að fyrir hann að fara núna til Las Vegas og kynna bardaga eins og ekkert hafi í skorist sé erfitt fyrir Conor að gera.“Sjá einnig:Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi „Menn spyrja sig hvers vegna er ekki hægt að seinka þessum kynningartúr og gefa Conor smá andrými. Það er apríl og bardaginn er í júlí. Menn verða samt að skilja afstöðu UFC.“ „Conor var að upplifa skelfilegan hlut sem er beintengdur íþróttinni sem hann er andlitið fyrir. Á Írlandi eru öll blöð, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar að tala um þetta dauðsfall. Þetta er risamál þar og er enn. Sérstaklega því þetta er beintengt Conor McGregor og liði hans SBG Ireland,“ segir Ariel Helwani. Allt viðtalið þar sem Helwani reynir að greina þessa óvæntu ákvörðun Conors McGregors frekar má sjá í spilaranum hér að ofan.Uppfært 10:48: Fyrr stóð í fréttinni að Charlie Ward hafi verið sá sem lést en það rétta er að Joao Carvalho lést eftir bardagann. Beðist er velvirðingar á mistökunum. MMA Tengdar fréttir Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25 Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28 Conor McGregor after training in Iceland: “No, I´m retired. Fuck interviews” Pétur Marinó Jónsson, writer at MMA Fréttir, asked McGregor for a word after training tonight. 19. apríl 2016 21:51 Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45 Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, og vinsælasti bardagakappi heims um þessar mundir, er hættur. Það sagði hans að minnsta kosti á Twitter í gær. Atburðarrásin hefur verið hröð og leikur MMA-heimurinn á reiðiskjálfi eftir tíðindin, en Conor átti að berjast aftur við Nate Diaz á UFC 200-bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí.Sjá einnig:Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Ariel Helwani, MMA-blaðamaður á MMAfighting.com, ræddi tíðindi gærkvöldsins við ritstjóra síðunnar í myndbandi sem má sjá í spilaranum hér að ofan. Helwani er fremsti MMA-blaðamaður heims og sá allra virtasti en hann heldur úti vinsælu hlaðvarpi þar sem hann ræðir ítarlega við allar helstu stjörnunar. „Eftir að ég talaði við mikið af fólki komst ég að því að þetta var ekki hrekkur eða eitthvað rugl. Conor var alvara var með þessu tísti,“ segir Helwani. „Ég fékk samt engin svör en það sem kom nokkuð oft upp var það sem ég talaði við Conor um fyrir skömmu og það er að það gæti verið illt á milli hans og UFC.“Sjá einnig:Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews „En gleymum því ekki að Conor fékk það sem hann vildi með því að berjast við Diaz aftur. Það sagði mér að hlutirnir væru í lagi,“ segir hann.Conor tapaði síðast fyrir Nate Diaz.vísir/gettyHelwani vill meina að dauðsfall Portúgalans Joao Carvalho hafi mikil áhrif á ákvörðun Conors, en Conor var við búrið þar sem samlandi hans Charlie Ward vann Portúgalann á Total Extreme-bardagakvöldi í Dyflinni fyrr í mánuðinum. Carvalho lést af áverkum sem hann hlaut í bardaganum á sjúkrahúsi sama kvöld eftir að gangast undir heilaaðgerð. Conor og Ward eru báðir liðsmenn SBG Ireland bardagafélagsins sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, stýrir. „Gleymum því ekki sem gerðist á Írlandi fyrir skömmu þar sem Conor sat við búrið þegar liðsfélagi hans, Charlie Ward, barðist við portúgalskan bardagakappa sem lést svo skömmu síðar,“ segir Helwani. „Ég held að við getum ekki sópað þessu undir teppið. Miðað við þær samræður sem ég hef nú átt og þar sem ég þekki Conor ágætlega held ég, að fyrir hann að fara núna til Las Vegas og kynna bardaga eins og ekkert hafi í skorist sé erfitt fyrir Conor að gera.“Sjá einnig:Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi „Menn spyrja sig hvers vegna er ekki hægt að seinka þessum kynningartúr og gefa Conor smá andrými. Það er apríl og bardaginn er í júlí. Menn verða samt að skilja afstöðu UFC.“ „Conor var að upplifa skelfilegan hlut sem er beintengdur íþróttinni sem hann er andlitið fyrir. Á Írlandi eru öll blöð, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar að tala um þetta dauðsfall. Þetta er risamál þar og er enn. Sérstaklega því þetta er beintengt Conor McGregor og liði hans SBG Ireland,“ segir Ariel Helwani. Allt viðtalið þar sem Helwani reynir að greina þessa óvæntu ákvörðun Conors McGregors frekar má sjá í spilaranum hér að ofan.Uppfært 10:48: Fyrr stóð í fréttinni að Charlie Ward hafi verið sá sem lést en það rétta er að Joao Carvalho lést eftir bardagann. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
MMA Tengdar fréttir Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25 Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36 Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28 Conor McGregor after training in Iceland: “No, I´m retired. Fuck interviews” Pétur Marinó Jónsson, writer at MMA Fréttir, asked McGregor for a word after training tonight. 19. apríl 2016 21:51 Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30 Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05 Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45 Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Conor fær ekki að keppa á UFC 200 Hlutirnir gerðust hratt hjá Conor McGregor í gærkvöldi. Nokkrum tímum eftir að hann tilkynnti á Twitter að hann væri hættur sagði Dana White, forseti UFC, að hann myndi ekki keppa á UFC 200. 20. apríl 2016 07:25
Heimspressan fjallar um McGregor Hvort sem Conor McGregor stendur við Twitter-færslu sína er ljóst að hún hefur vakið gríðarlega athygli. 19. apríl 2016 22:36
Conor silkislakur á Vegamótum í gærkvöldi Á meðan heimspressan var að fara hamförum í fréttum af því að Conor McGregor væri hættur í MMA snæddi hann kvöldmat í rólegheitum á Íslandi. 20. apríl 2016 08:28
Conor McGregor after training in Iceland: “No, I´m retired. Fuck interviews” Pétur Marinó Jónsson, writer at MMA Fréttir, asked McGregor for a word after training tonight. 19. apríl 2016 21:51
Þegar Conor borðaði sviðakjamma á Íslandi Það hefur margt breyst í lífi Conor McGregor síðan hann var á Íslandi fyrir þrem árum síðan. 20. apríl 2016 11:30
Nú er Diaz líka hættur Conor McGregor og Nate Diaz að stíga furðulegan dans í netheimum. 19. apríl 2016 20:05
Örvænting ríkir eftir tilkynningu McGregor Twitterliðar annað hvort trúa ekki að Conor McGregor ætli að hætta, eða eru miður sín. 19. apríl 2016 21:45
Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Svo virðist vera sem að Twitter-færsla Írans sé ekkert gabb. 19. apríl 2016 21:25