73 prósent kjósenda Framsóknar andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. apríl 2016 10:53 Sigmundur vill spítalann ekki á Hringbraut. Hér má sjá mynd af nýjum spítala. Vísir Meirihluti landsmanna vill að nýr spítali verði reistur við Vífilstaði eða 52 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Gallup. 39 prósent vilja sjá spítalann rísa við Hringbraut og 9 prósent annars staðar. 44 prósent voru andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut en 35 prósent hlynntir því. Könnunin var unnin fyrir samtökin Betri spítali sem berjast fyrir því að gerð verði ný fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja Landspítalann en samtökin telja betra að staðsetja nýjan spítala austar á höfuðborgarsvæðinu heldur en á núverandi staðsetningu Landspítalans við Hringbraut. 53 prósent svarenda könnunarinnar vilja að stjórnvöld láti gera nýja greiningu á staðsetningu fyrir spítalann. Andvígir því voru 27,7 prósent. Fjöldi svarenda var 861 og þar af tóku 702 afstöðu eða 81 prósent þeirra sem fengu möguleika á að svara könnuninni. 363 svarenda völdu Vífilsstaði sem ákjósanlegasta staðinn fyrir nýjan Landspítala og 270 við Hringbraut. Þá nefndu 19 Fossvoginn sem ákjósanlegan stað, 7 Keldnaholt, 5 við ósa Elliðaár, 4 á Ártúnshöfða og 33 sögðu annars staðar.Landspítali Íslands við Hringbraut.Mynd/Vilhelm62 prósent þeirra sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur vilja sjá nýjan spítala við Vífilsstaði á meðan 30 prósent af þessum hópi vilja heldur staðsetja hann við Hringbraut. Þetta eru nokkuð sambærilegt hjá þeim sem búa í Reykjavík en af þeim vilja 52 prósent sjá nýjan spítala við Vífilsstaði og 38 prósent við Hringbraut. Munurinn var mun minni hjá svarendum í öðrum sveitarfélögum en af þeim vilja 44 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en 46 prósent við Hringbraut. Athyglisvert er að þeir sem koma frá betur stæðari heimilum vilja heldur sjá spítalann við Hringbraut en þeir sem hafa lægri mánaðarlegar fjölskyldutekjur.Úr könnun Gallup.Þannig vilja 61 prósent þeirra sem hafa yfir 1,250 milljón á mánuði í fjölskyldutekjur sjá nýjan spítala við Vífilsstaði en aðeins 25 prósent þessa hóps vill sjá nýjan spítala við Hringbraut. Lægsti tekjuhópurinn, sem er með undir 250 þúsund krónur á mánuði, er annarrar skoðunar. Af þeim vilja 31 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en afgerandi 64 prósent við Hringbraut. Andstaða við að nýr spítali verði staðsettur við Hringbraut mælist mest hjá kjósendum Framsóknarflokksins en 73 prósent þeirra eru andvígir því að hann rísi þar. 58 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokkins eru andvígir því, 35 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 31 prósent kjósenda Vinstri Grænna og 35 prósent kjósenda Pírata. „Okkur hjá Betri spítala þykja þessar niðurstöður góðar,“ segir í tilkynningu. „Ef byggður verður nýr spítali á nýjum stað, í stað bútasaums við Hringbraut, fáum við betri spítala, heildarkostnaður verður lægri, spítalinn verður betur staðsettur miðað við framtíðar búsetu á svæðinu sem skiptir afar miklu vegna vegalengda til og frá sjúkrahúsinu og hann mun jafnvel koma fyrr í gagnið.“ Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 „Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ „Þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra," segir formaður velferðarnefndar Alþingis. 15. mars 2016 12:32 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Meirihluti landsmanna vill að nýr spítali verði reistur við Vífilstaði eða 52 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Gallup. 39 prósent vilja sjá spítalann rísa við Hringbraut og 9 prósent annars staðar. 44 prósent voru andvígir því að nýr spítali rísi við Hringbraut en 35 prósent hlynntir því. Könnunin var unnin fyrir samtökin Betri spítali sem berjast fyrir því að gerð verði ný fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja Landspítalann en samtökin telja betra að staðsetja nýjan spítala austar á höfuðborgarsvæðinu heldur en á núverandi staðsetningu Landspítalans við Hringbraut. 53 prósent svarenda könnunarinnar vilja að stjórnvöld láti gera nýja greiningu á staðsetningu fyrir spítalann. Andvígir því voru 27,7 prósent. Fjöldi svarenda var 861 og þar af tóku 702 afstöðu eða 81 prósent þeirra sem fengu möguleika á að svara könnuninni. 363 svarenda völdu Vífilsstaði sem ákjósanlegasta staðinn fyrir nýjan Landspítala og 270 við Hringbraut. Þá nefndu 19 Fossvoginn sem ákjósanlegan stað, 7 Keldnaholt, 5 við ósa Elliðaár, 4 á Ártúnshöfða og 33 sögðu annars staðar.Landspítali Íslands við Hringbraut.Mynd/Vilhelm62 prósent þeirra sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur vilja sjá nýjan spítala við Vífilsstaði á meðan 30 prósent af þessum hópi vilja heldur staðsetja hann við Hringbraut. Þetta eru nokkuð sambærilegt hjá þeim sem búa í Reykjavík en af þeim vilja 52 prósent sjá nýjan spítala við Vífilsstaði og 38 prósent við Hringbraut. Munurinn var mun minni hjá svarendum í öðrum sveitarfélögum en af þeim vilja 44 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en 46 prósent við Hringbraut. Athyglisvert er að þeir sem koma frá betur stæðari heimilum vilja heldur sjá spítalann við Hringbraut en þeir sem hafa lægri mánaðarlegar fjölskyldutekjur.Úr könnun Gallup.Þannig vilja 61 prósent þeirra sem hafa yfir 1,250 milljón á mánuði í fjölskyldutekjur sjá nýjan spítala við Vífilsstaði en aðeins 25 prósent þessa hóps vill sjá nýjan spítala við Hringbraut. Lægsti tekjuhópurinn, sem er með undir 250 þúsund krónur á mánuði, er annarrar skoðunar. Af þeim vilja 31 prósent sjá nýjan spítala rísa við Vífilsstaði en afgerandi 64 prósent við Hringbraut. Andstaða við að nýr spítali verði staðsettur við Hringbraut mælist mest hjá kjósendum Framsóknarflokksins en 73 prósent þeirra eru andvígir því að hann rísi þar. 58 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokkins eru andvígir því, 35 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 31 prósent kjósenda Vinstri Grænna og 35 prósent kjósenda Pírata. „Okkur hjá Betri spítala þykja þessar niðurstöður góðar,“ segir í tilkynningu. „Ef byggður verður nýr spítali á nýjum stað, í stað bútasaums við Hringbraut, fáum við betri spítala, heildarkostnaður verður lægri, spítalinn verður betur staðsettur miðað við framtíðar búsetu á svæðinu sem skiptir afar miklu vegna vegalengda til og frá sjúkrahúsinu og hann mun jafnvel koma fyrr í gagnið.“
Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 „Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ „Þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra," segir formaður velferðarnefndar Alþingis. 15. mars 2016 12:32 Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57
„Ábyrgðarlaust af forsætisráðherra“ „Þetta er eitthvert pólitískt útspil sem ég kann ekki að skýra," segir formaður velferðarnefndar Alþingis. 15. mars 2016 12:32
Kári skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs: Segir forsætisráðherra í stríði við samstarfsflokkinn Kári Stefánsson fer um víðan völl í opnu bréfi til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 18. mars 2016 06:45
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent