Útlit fyrir að vetur og sumar frjósi saman - þó það virðist segja lítið um sumarið Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2016 15:24 Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir nóttina. Vísir/Vedur.is Sumardagurinn fyrsti er á morgun og útlit fyrir að sumar og vetur frjósi saman, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Samkvæmt þjóðtrú boðar það gott sumar ef frost er að morgni sumardagsins fyrsta en áður fyrr var túlkunin á góðu sumri sú ef nyt búpenings yrði góð. Í seinni tíð hefur þessari þjóðtrú vanalegt fylgt óskhyggja um hlýtt og gott sumar en veðurfræðingurinn Trausti Jónsson hefur bent á að lítil fylgni er á milli þess að hlýtt sumar komi í kjölfar þess að vetur og sumar frjósi saman. Sagði hann söguna sýna að þvert á móti væri fremur von á köldu sumri ef frost er að morgni sumardagsins fyrsta. Í útvarpsfrétt Bylgjunnar frá sumardeginum fyrsta í fyrra var vitnað í Trausta sem sagði að frá 1922 hafi það gerst í 33 skipti að vetur og sumar frjósi saman. 20 sumur af þeim voru undir meðallagi, þegar litið er til sólarstunda, hitastigs og úrkomu, en úttekt Trausta náði þó aðeins til Reykjavíkur.Á bloggsíðu sinni árið 2013 benti Trausti á að á sumardeginum fyrsta árið 1974 var lægsta lágmark á landinu öllu 3,5 stig. Hvergi fraus í byggðum en þetta var eitt hagstæðasta sumar á Suðurlandi um langt árabil. Tveimur árum síðar var einni frostlaust um land allt á aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Var það óminnilega hagstætt sumar um landið norðan- og austanvert – en mikið rigningasumar syðra. Þá nefndi hann að gaddfrost var í Reykjavík aðfaranótt sumardagsins fyrsta árið 1983 á undan versta sumri sem um getur þar um slóðir. Veður Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Sumardagurinn fyrsti er á morgun og útlit fyrir að sumar og vetur frjósi saman, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Samkvæmt þjóðtrú boðar það gott sumar ef frost er að morgni sumardagsins fyrsta en áður fyrr var túlkunin á góðu sumri sú ef nyt búpenings yrði góð. Í seinni tíð hefur þessari þjóðtrú vanalegt fylgt óskhyggja um hlýtt og gott sumar en veðurfræðingurinn Trausti Jónsson hefur bent á að lítil fylgni er á milli þess að hlýtt sumar komi í kjölfar þess að vetur og sumar frjósi saman. Sagði hann söguna sýna að þvert á móti væri fremur von á köldu sumri ef frost er að morgni sumardagsins fyrsta. Í útvarpsfrétt Bylgjunnar frá sumardeginum fyrsta í fyrra var vitnað í Trausta sem sagði að frá 1922 hafi það gerst í 33 skipti að vetur og sumar frjósi saman. 20 sumur af þeim voru undir meðallagi, þegar litið er til sólarstunda, hitastigs og úrkomu, en úttekt Trausta náði þó aðeins til Reykjavíkur.Á bloggsíðu sinni árið 2013 benti Trausti á að á sumardeginum fyrsta árið 1974 var lægsta lágmark á landinu öllu 3,5 stig. Hvergi fraus í byggðum en þetta var eitt hagstæðasta sumar á Suðurlandi um langt árabil. Tveimur árum síðar var einni frostlaust um land allt á aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Var það óminnilega hagstætt sumar um landið norðan- og austanvert – en mikið rigningasumar syðra. Þá nefndi hann að gaddfrost var í Reykjavík aðfaranótt sumardagsins fyrsta árið 1983 á undan versta sumri sem um getur þar um slóðir.
Veður Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira