Rússar tilbúnir til að auka olíuframleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2016 17:51 Frá blaðamannafundi olíuframleiðenda í febrúar. Alexander Novak er til hægri á myndinni. Vísir/EPA Rússar tilkynntu í dag að þeir væru tilbúnir til að auka framleiðslu olíu í áður óþekktar hæðir. Viðræður olíuríkja um að koma í veg fyrir framleiðsluaukningu mistókust nýverið og Sádi-Arabía hótaði að auka framleiðslu sína gífurlega. Yfirvöld Venesúela telja að olíuverð gæti hrunið aftur á næstu vikum, komist olíuframleiðendur ekki að samkomulagi um að draga úr framboði. Venesúela og Rússar hafa fengið aðrar þjóðir að samningaborðinu en það slitnaði upp úr viðræðum þeirra á sunnudaginn. Yfirvöld í Sádi-Arabíu neituðu að skrifa undir samkomulag um að frysta framleiðslu, nema Íran myndi einnig skrifa undir samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Yfirvöld Íran segjast staðráðin í því að auka olíuframleiðslu sína verulega eftir að viðskiptaþvinganir gegn þeim voru afnumdar í janúar. Með því vilja þeir ná þeirri markaðsstöðu sem þeir höfðu áður.Sádar hótuðu hins vegar að auka framleiðslu sína um tvær milljónir tunna á dag, eða upp í tólf milljónir. Það myndi gera Sádi-Arabíu að stærsta olíuframleiðenda heims, en Rússar framleiða nú mest af olíu. Í dag sagði Alexander Novak, orkuráðherra Rússlands, að þeir gætu einnig aukið framleiðslu í allt að þrettán milljónir tunna á dag. Nú framleiða Rússar um ellefu milljónir. Olíuverð fór niður fyrir 30 dali á tunnu í janúar, eftir að hafa verið allt að 115 dalir um mitt ár 2014. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rússar tilkynntu í dag að þeir væru tilbúnir til að auka framleiðslu olíu í áður óþekktar hæðir. Viðræður olíuríkja um að koma í veg fyrir framleiðsluaukningu mistókust nýverið og Sádi-Arabía hótaði að auka framleiðslu sína gífurlega. Yfirvöld Venesúela telja að olíuverð gæti hrunið aftur á næstu vikum, komist olíuframleiðendur ekki að samkomulagi um að draga úr framboði. Venesúela og Rússar hafa fengið aðrar þjóðir að samningaborðinu en það slitnaði upp úr viðræðum þeirra á sunnudaginn. Yfirvöld í Sádi-Arabíu neituðu að skrifa undir samkomulag um að frysta framleiðslu, nema Íran myndi einnig skrifa undir samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Yfirvöld Íran segjast staðráðin í því að auka olíuframleiðslu sína verulega eftir að viðskiptaþvinganir gegn þeim voru afnumdar í janúar. Með því vilja þeir ná þeirri markaðsstöðu sem þeir höfðu áður.Sádar hótuðu hins vegar að auka framleiðslu sína um tvær milljónir tunna á dag, eða upp í tólf milljónir. Það myndi gera Sádi-Arabíu að stærsta olíuframleiðenda heims, en Rússar framleiða nú mest af olíu. Í dag sagði Alexander Novak, orkuráðherra Rússlands, að þeir gætu einnig aukið framleiðslu í allt að þrettán milljónir tunna á dag. Nú framleiða Rússar um ellefu milljónir. Olíuverð fór niður fyrir 30 dali á tunnu í janúar, eftir að hafa verið allt að 115 dalir um mitt ár 2014.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira